Ganga í hús og hvetja fólk til að búa sig undir jarðskjálfta 26. október 2012 08:00 Húsavík. „Óvissuástand þýðir að allir þeir sem eiga eitthvað hlutverk í viðbragðskerfi Almannavarna fara yfir sínar áætlanir og búnað," segir Sigurður Brynjúlfsson, yfirlögregluþjónn á Húsavík. Óvissuástandi var lýst yfir af Almannavörnum á miðvikudag vegna jarðskjálftanna undanfarna viku. Skjálftarnir sem eiga upptök sín í Húsavíkurmisgenginu hafa verið að færast austur eftir misgenginu á undanförnum dögum. Um síðustu helgi var skjálftamiðjan rétt norðaustan Siglufjarðar. „Þetta misgengisbelti sem liggur þarna liggur beint undir Húsavík. Húsavík stendur nánast ofan í þessum sprungum," segir Páll Einarsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. „Í bænum er jarðskjálftahætta umtalsverð og það þykir alltaf alvörumál þegar þetta kerfi fer af stað." Eftir Kröflugosið árið 1984 hefur þetta skjálftakerfi verið þögult en hefur verið að vakna til lífsins á síðustu árum. Páll segir að búast megi við einum sjö stiga skjálfta þar á hverri öld. „Þessi skjálftavirkni sem var um síðustu helgi var á vesturenda misgengisins, eins langt frá Húsavík og hægt er að komast. En virknin fikraði sig til austurs á þriðjudag og miðvikudag. Það er þróun sem vert er að fylgjast með." Óvissuástandi var lýst yfir vegna þess að talið er að uppsöfnuð spenna í misgenginu sé næg til að framkalla 6,9 stiga jarðskjálfta. „Það er bara spurning hvort við séum farin að nálgast brotmörk misgengisins og hvort það fari að hrökkva. Það vitum við sáralítið um og getum því ekki spáð einhverju sérstöku," segir Páll. birgirh@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
„Óvissuástand þýðir að allir þeir sem eiga eitthvað hlutverk í viðbragðskerfi Almannavarna fara yfir sínar áætlanir og búnað," segir Sigurður Brynjúlfsson, yfirlögregluþjónn á Húsavík. Óvissuástandi var lýst yfir af Almannavörnum á miðvikudag vegna jarðskjálftanna undanfarna viku. Skjálftarnir sem eiga upptök sín í Húsavíkurmisgenginu hafa verið að færast austur eftir misgenginu á undanförnum dögum. Um síðustu helgi var skjálftamiðjan rétt norðaustan Siglufjarðar. „Þetta misgengisbelti sem liggur þarna liggur beint undir Húsavík. Húsavík stendur nánast ofan í þessum sprungum," segir Páll Einarsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. „Í bænum er jarðskjálftahætta umtalsverð og það þykir alltaf alvörumál þegar þetta kerfi fer af stað." Eftir Kröflugosið árið 1984 hefur þetta skjálftakerfi verið þögult en hefur verið að vakna til lífsins á síðustu árum. Páll segir að búast megi við einum sjö stiga skjálfta þar á hverri öld. „Þessi skjálftavirkni sem var um síðustu helgi var á vesturenda misgengisins, eins langt frá Húsavík og hægt er að komast. En virknin fikraði sig til austurs á þriðjudag og miðvikudag. Það er þróun sem vert er að fylgjast með." Óvissuástandi var lýst yfir vegna þess að talið er að uppsöfnuð spenna í misgenginu sé næg til að framkalla 6,9 stiga jarðskjálfta. „Það er bara spurning hvort við séum farin að nálgast brotmörk misgengisins og hvort það fari að hrökkva. Það vitum við sáralítið um og getum því ekki spáð einhverju sérstöku," segir Páll. birgirh@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira