Margrét Lára: Ég hefði ekki viljað missa af þessu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. október 2012 07:00 Stelpurnar fagna hér marki Katrínar Ómarsdóttur sem kom íslenska liðinu í 2-0 eftir aðeins tólf mínútna leik. Mynd/Stefán Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði sitt 69. landsliðsmark í gær er Ísland vann 3-2 sigur á Úkraínu og tryggði sér um leið þátttökurétt í úrslitakeppni EM í Svíþjóð næsta sumar. Margrét Lára hefur verið ein allra besta knattspyrnukona landsins og þótt víðar væri leitað um árabil en hún hefur þrátt fyrir það verið að glíma við erfið meiðsli í langan tíma. Hún fékk loks greiningu á meiðslum sínum í sumar en frestaði aðgerð til að geta tekið þátt í umspilsleikjunum gegn Úkraínu. „Ég hefði ekki viljað missa af þessu – það er alveg á hreinu," sagði skælbrosandi Margrét Lára eftir leikinn í gær. „Ég ætla mér nú að nýta tímann til að ná mér að fullu og vonandi tekst það. Ég vil vera 100 prósent næsta sumar." Hún óttast ekki bakslag og lítur jákvæðum augum á framtíðina. „Ég tel að aðgerðin muni hjálpa mér. Ef ekki bít ég bara í það súra epli. Ég ætla samt að halda áfram og er ég hvergi bangin. Þetta hefur verið erfitt í 4-5 ár en á svona stundum er manni alveg sama. Þetta er allt þess virði." Ísland spilaði með á EM 2009 sem haldið var í Finnlandi en þá töpuðu stelpurnar öllum sínum leikjum þrátt fyrir að hafa spilað vel á löngum köflum. „Við höfum verið að bíða eftir þessu augnabliki í fjögur ár og unnið að því síðustu tvö árin að ná þessu markmiði. Við höfum allar lagt á okkur mikla vinnu og því er það frábært að sjá uppskeru erfiðisins," segir hún. „Við verðum líka að átta okkur á því að við erum ekki stórþjóð. Við erum litla Ísland en samt komnar á EM. Við höfum slegið út þjóðir sem eru hærra skrifaðar en við og sýnir árangurinn hversu góður kvennaboltinn er á Íslandi. Við erum með frábært lið." Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Sjá meira
Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði sitt 69. landsliðsmark í gær er Ísland vann 3-2 sigur á Úkraínu og tryggði sér um leið þátttökurétt í úrslitakeppni EM í Svíþjóð næsta sumar. Margrét Lára hefur verið ein allra besta knattspyrnukona landsins og þótt víðar væri leitað um árabil en hún hefur þrátt fyrir það verið að glíma við erfið meiðsli í langan tíma. Hún fékk loks greiningu á meiðslum sínum í sumar en frestaði aðgerð til að geta tekið þátt í umspilsleikjunum gegn Úkraínu. „Ég hefði ekki viljað missa af þessu – það er alveg á hreinu," sagði skælbrosandi Margrét Lára eftir leikinn í gær. „Ég ætla mér nú að nýta tímann til að ná mér að fullu og vonandi tekst það. Ég vil vera 100 prósent næsta sumar." Hún óttast ekki bakslag og lítur jákvæðum augum á framtíðina. „Ég tel að aðgerðin muni hjálpa mér. Ef ekki bít ég bara í það súra epli. Ég ætla samt að halda áfram og er ég hvergi bangin. Þetta hefur verið erfitt í 4-5 ár en á svona stundum er manni alveg sama. Þetta er allt þess virði." Ísland spilaði með á EM 2009 sem haldið var í Finnlandi en þá töpuðu stelpurnar öllum sínum leikjum þrátt fyrir að hafa spilað vel á löngum köflum. „Við höfum verið að bíða eftir þessu augnabliki í fjögur ár og unnið að því síðustu tvö árin að ná þessu markmiði. Við höfum allar lagt á okkur mikla vinnu og því er það frábært að sjá uppskeru erfiðisins," segir hún. „Við verðum líka að átta okkur á því að við erum ekki stórþjóð. Við erum litla Ísland en samt komnar á EM. Við höfum slegið út þjóðir sem eru hærra skrifaðar en við og sýnir árangurinn hversu góður kvennaboltinn er á Íslandi. Við erum með frábært lið."
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Sjá meira