Saurmengun í Elliðavatni 25. október 2012 07:00 Elliðavatn. Mikil saurmengun greindist í Elliðavatni í nýrri rannsókn, sjöfalt yfir þeim mörkum sem teljast ásættanleg í reglugerð um varnir gegn mengun vatns. Einnig finnst saurmengun á nokkrum stöðum í Elliðaánum en í litlum mæli. „Þessar niðurstöður komu okkur á óvart, sérstaklega þar sem við greindum nóróveirur á þremur stöðum þar sem þær hafa ekki greinst áður, hvorki í vatninu eða ánum. Sú veira finnst bara í meltingarvegi manna og bendir það til skólpmengunar sem kemst út í árnar og vatnið," segir Kristín Elísa Guðmundsdóttir, sem kynnti meistaraprófsverkefni sitt í umhverfis- og auðlindafræði í Háskóla Íslands í gær. Rannsóknin sýnir að í Elliðavatni er saurmengunin hátt yfir mörkum fyrir örverumengun, samkvæmt reglugerð. Í vatninu mældist mengunin sjöföld að meðaltali miðað við efri mörk þess sem telst ásættanlegt. Í ánum er mengunin miklu minni, og telst lítil samkvæmt sömu viðmiðum. Mengunin mældist mest í Elliðavatni við útfall ánna, og við Neshólma. Í ánum mældist mengunin mest í Árbæjarlóni. Árið 2009 sýndi vöktun Reykjavíkurborgar saurmengun neðst í Elliðaánum. Þá var ráðist í sérstakt mengunarvarnaátak sem enn er yfirstandandi. Mælingar í vatninu gáfu hins vegar ekki tilefni til aðgerða, að sögn Kristínar Lóu Ólafsdóttur, hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Kristín Lóa segir að niðurstöðurnar séu allrar athygli verðar en tekur fram að hún hafi ekki kynnt sér rannsóknina í smáatriðum. Niðurstöðurnar komi á óvart hvað varðar Elliðavatn í ljósi mælinganna árið 2009. „Við munum bregðast við þessum niðurstöðum, á því er enginn vafi í mínum huga," segir Kristín Lóa og minnir á að Elliðavatn liggi innan ystu marka vatnsverndarsvæðis höfuðborgarsvæðisins. Kristín Elísa flokkaði vatnið og árnar í rannsókn sinni með tilliti til fyrrnefndrar reglugerðar. Niðurstaðan er að Elliðavatn fellur í D-flokk eða „verulega snortið vatn" og árnar í B-flokk eða „lítið snortið vatn". Markmið rannsóknar Kristínar Elísu, sem unnin var hjá Matís, var að skoða örveruflóru vatnasviðsins og saurmengun frá Elliðavatni niður að ósum Elliðaánna. Sýni voru tekin á þremur stöðum í vatninu og sex stöðum í ánum, fjórum sinnum yfir níu mánaða tímabil. - shá Fréttir Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sjá meira
Mikil saurmengun greindist í Elliðavatni í nýrri rannsókn, sjöfalt yfir þeim mörkum sem teljast ásættanleg í reglugerð um varnir gegn mengun vatns. Einnig finnst saurmengun á nokkrum stöðum í Elliðaánum en í litlum mæli. „Þessar niðurstöður komu okkur á óvart, sérstaklega þar sem við greindum nóróveirur á þremur stöðum þar sem þær hafa ekki greinst áður, hvorki í vatninu eða ánum. Sú veira finnst bara í meltingarvegi manna og bendir það til skólpmengunar sem kemst út í árnar og vatnið," segir Kristín Elísa Guðmundsdóttir, sem kynnti meistaraprófsverkefni sitt í umhverfis- og auðlindafræði í Háskóla Íslands í gær. Rannsóknin sýnir að í Elliðavatni er saurmengunin hátt yfir mörkum fyrir örverumengun, samkvæmt reglugerð. Í vatninu mældist mengunin sjöföld að meðaltali miðað við efri mörk þess sem telst ásættanlegt. Í ánum er mengunin miklu minni, og telst lítil samkvæmt sömu viðmiðum. Mengunin mældist mest í Elliðavatni við útfall ánna, og við Neshólma. Í ánum mældist mengunin mest í Árbæjarlóni. Árið 2009 sýndi vöktun Reykjavíkurborgar saurmengun neðst í Elliðaánum. Þá var ráðist í sérstakt mengunarvarnaátak sem enn er yfirstandandi. Mælingar í vatninu gáfu hins vegar ekki tilefni til aðgerða, að sögn Kristínar Lóu Ólafsdóttur, hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Kristín Lóa segir að niðurstöðurnar séu allrar athygli verðar en tekur fram að hún hafi ekki kynnt sér rannsóknina í smáatriðum. Niðurstöðurnar komi á óvart hvað varðar Elliðavatn í ljósi mælinganna árið 2009. „Við munum bregðast við þessum niðurstöðum, á því er enginn vafi í mínum huga," segir Kristín Lóa og minnir á að Elliðavatn liggi innan ystu marka vatnsverndarsvæðis höfuðborgarsvæðisins. Kristín Elísa flokkaði vatnið og árnar í rannsókn sinni með tilliti til fyrrnefndrar reglugerðar. Niðurstaðan er að Elliðavatn fellur í D-flokk eða „verulega snortið vatn" og árnar í B-flokk eða „lítið snortið vatn". Markmið rannsóknar Kristínar Elísu, sem unnin var hjá Matís, var að skoða örveruflóru vatnasviðsins og saurmengun frá Elliðavatni niður að ósum Elliðaánna. Sýni voru tekin á þremur stöðum í vatninu og sex stöðum í ánum, fjórum sinnum yfir níu mánaða tímabil. - shá
Fréttir Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sjá meira