Engar grunnbreytingar á frumvarpi um stjórnarskrá 24. október 2012 07:30 Starfið kynnt Páll Þórhallsson, formaður sérfræðingahóps sem yfirfer drög stjórnlagaráðs að stjórnarskrá, kynnti vinnu hópsins fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í gær.Fréttablaðið/gva Lögfræðingahópur sem stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis skipaði til að fara yfir drög stjórnlagaráðs að stjórnarskrá á að skila af sér á mánudag. Páll Þórhallsson, formaður hópsins, sagði á nefndarfundi í gær að reynt yrði að virða þau tímamörk, en það gæti dregist um einhverja daga þar sem heilmikil vinna væri eftir. Hópnum var falið að yfirfara drögin með tilliti til lagatæknilega atriða. Páll sagði að engar grundvallarbreytingar yrðu gerðar á drögunum, en hins vegar væru mörkin á milli lagatæknilegra og efnislegra athugasemda oft og tíðum óljós. „Við erum búin að greina tillögurnar og greinargerðina og erum að koma okkur niður á þær lagatæknilegu lagfæringar sem þarf að gera og bæta greinargerðina. Það hefur alltaf legið ljóst fyrir að það þyrfti töluvert mikla vinnu í að þétta skýringarnar sem fylgdu með frá stjórnlagaráði," sagði Páll á fundinum, en hópnum er falið að vinna greinargerð með frumvarpinu. Sem dæmi um atriði sem hópurinn væri að skoða nefndi hann mannréttindakaflann, en mikið púður hefði farið í hann. Þá mætti nefna ákvæði um takmörkun á setu forseta við þrjú kjörtímabil og ráðherra við átta ár. Taka þyrfti á því hvernig það sneri að þeim sem nú eru í embætti. Þá mætti nefna ákvæði um að Alþingi skyldi koma saman tveimur vikum eftir kosningar og samspil þess við ákvæði um vandaðri feril en nú er við að meta gildi kosninga. Samræma þyrfti þetta og jafnvel stytta leiðir í kæruferli varðandi kosningar. Sérstök umræða var á Alþingi í gær um þjóðaratkvæðagreiðsluna. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði mikilvægt að forystumenn flokka kæmu sér saman um tímaramma á umræður. Hvað eðli breytinga hópsins og Alþingis varðar sagði hún: „Þannig geta komið fram bæði tæknilegar og efnislegar breytingar á tillögum stjórnlagaráðs, en stjórnlagaráð opnaði sjálft fyrir svigrúm til breytinga eftir aukafund ráðsins í vor, m.a. að Alþingi hækkaði þröskuldinn vegna þjóðaratkvæðagreiðslna." Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að fyrirsjáanlegt væri að breytingar yrðu gerðar á drögunum. Þjóðaratkvæðagreiðslan hefði ekki bundið hendur Alþingis. „Alþingi ber ábyrgð á breytingum á stjórnarskrá og eru alþingismenn bundnir af sinni eigin sannfæringu í því grundvallarverkefni þingsins." kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir „Vor í Árborg – Fjögurra daga fjölskylduhátíð Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Sjá meira
Lögfræðingahópur sem stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis skipaði til að fara yfir drög stjórnlagaráðs að stjórnarskrá á að skila af sér á mánudag. Páll Þórhallsson, formaður hópsins, sagði á nefndarfundi í gær að reynt yrði að virða þau tímamörk, en það gæti dregist um einhverja daga þar sem heilmikil vinna væri eftir. Hópnum var falið að yfirfara drögin með tilliti til lagatæknilega atriða. Páll sagði að engar grundvallarbreytingar yrðu gerðar á drögunum, en hins vegar væru mörkin á milli lagatæknilegra og efnislegra athugasemda oft og tíðum óljós. „Við erum búin að greina tillögurnar og greinargerðina og erum að koma okkur niður á þær lagatæknilegu lagfæringar sem þarf að gera og bæta greinargerðina. Það hefur alltaf legið ljóst fyrir að það þyrfti töluvert mikla vinnu í að þétta skýringarnar sem fylgdu með frá stjórnlagaráði," sagði Páll á fundinum, en hópnum er falið að vinna greinargerð með frumvarpinu. Sem dæmi um atriði sem hópurinn væri að skoða nefndi hann mannréttindakaflann, en mikið púður hefði farið í hann. Þá mætti nefna ákvæði um takmörkun á setu forseta við þrjú kjörtímabil og ráðherra við átta ár. Taka þyrfti á því hvernig það sneri að þeim sem nú eru í embætti. Þá mætti nefna ákvæði um að Alþingi skyldi koma saman tveimur vikum eftir kosningar og samspil þess við ákvæði um vandaðri feril en nú er við að meta gildi kosninga. Samræma þyrfti þetta og jafnvel stytta leiðir í kæruferli varðandi kosningar. Sérstök umræða var á Alþingi í gær um þjóðaratkvæðagreiðsluna. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði mikilvægt að forystumenn flokka kæmu sér saman um tímaramma á umræður. Hvað eðli breytinga hópsins og Alþingis varðar sagði hún: „Þannig geta komið fram bæði tæknilegar og efnislegar breytingar á tillögum stjórnlagaráðs, en stjórnlagaráð opnaði sjálft fyrir svigrúm til breytinga eftir aukafund ráðsins í vor, m.a. að Alþingi hækkaði þröskuldinn vegna þjóðaratkvæðagreiðslna." Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að fyrirsjáanlegt væri að breytingar yrðu gerðar á drögunum. Þjóðaratkvæðagreiðslan hefði ekki bundið hendur Alþingis. „Alþingi ber ábyrgð á breytingum á stjórnarskrá og eru alþingismenn bundnir af sinni eigin sannfæringu í því grundvallarverkefni þingsins." kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir „Vor í Árborg – Fjögurra daga fjölskylduhátíð Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Sjá meira