Vogue myndar tísku í Hörpu 22. október 2012 07:00 Vogue hefur nú bæst í hóp fjölmiðla og fyrirtækja sem vilja mynda í Hörpu, en tískubiblían tekur myndir í myndaþátt í húsinu í næsta mánuði. Anna Margrét Björnsson, kynningarfulltrúi Hörpu, segir húsið vera eftirsótt myndefni enda sé hönnun hússins að stimpla sig inn. Fréttablaðið/gva "Vogue hefur boðað komu sína hingað í næsta mánuði og ætlar að mynda stóran tískuþátt,"staðfestir Anna Margrét Björnsson, kynningarfulltrúi tónlistarhússins Hörpu, og segir um leið að húsið sé orðið eftirsótt myndefni. Sjónvarpsstöðvar, tímarit og fyrirtæki víða að úr heiminum sækjast eftir að fá að mynda í tónlistarhúsinu við sæinn. Sem dæmi má nefna bækling bílaframleiðandans Hyundai, þar sem Harpa leikur lykilhlutverk, og haustbækling bandarísku verslunarkeðjunnar Bloomingdales sem var myndaður í Hörpu í sumar. Tískubiblían Vogue er þekkt fyrir stóra myndaþætti þar sem fræg nöfn í tískuheiminum koma oftar en ekki við sögu. Anna Margrét vill ekki gefa meira upp að svo stöddu um tökuna, en staðfestir að um stóran myndaþátt sé að ræða. Anna Margrét segir starfsfólk Hörpu taka fyrirspurnum á borð við þessar fagnandi, enda sé þetta fyrst og fremst góð landkynning og góð kynning á húsinu á erlendri grundu. "Við erum stöðugt að fá fyrirspurnir erlendis frá um leyfi til að mynda í húsinu. Við gleðjumst yfir því að Harpa er að verða nýtt kennileiti á Íslandi. Ég tel að glerhjúpur Hörpu heilli, enda er hann bæði einstakur og fallegt listaverk." Anna Margrét útskýrir að öllum sé að sjálfsögðu frjálst að mynda í opnum svæðum Hörpu. "En sé ætlunin að mynda í auglýsingaskyni þarf að fá leyfi hjá okkur. Séu ljósmyndir af Hörpu notaðar í auglýsingaherferðum, eins og í tilviki Hyundai, er greidd höfundarréttargreiðsla. Húsið er að stimpla sig inn á alþjóðlegum vettvangi og það má jafnvel segja að Harpa sé að komast í tísku." alfrun@frettabladid.is Mest lesið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Trommari Blondie er fallinn frá Lífið Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
"Vogue hefur boðað komu sína hingað í næsta mánuði og ætlar að mynda stóran tískuþátt,"staðfestir Anna Margrét Björnsson, kynningarfulltrúi tónlistarhússins Hörpu, og segir um leið að húsið sé orðið eftirsótt myndefni. Sjónvarpsstöðvar, tímarit og fyrirtæki víða að úr heiminum sækjast eftir að fá að mynda í tónlistarhúsinu við sæinn. Sem dæmi má nefna bækling bílaframleiðandans Hyundai, þar sem Harpa leikur lykilhlutverk, og haustbækling bandarísku verslunarkeðjunnar Bloomingdales sem var myndaður í Hörpu í sumar. Tískubiblían Vogue er þekkt fyrir stóra myndaþætti þar sem fræg nöfn í tískuheiminum koma oftar en ekki við sögu. Anna Margrét vill ekki gefa meira upp að svo stöddu um tökuna, en staðfestir að um stóran myndaþátt sé að ræða. Anna Margrét segir starfsfólk Hörpu taka fyrirspurnum á borð við þessar fagnandi, enda sé þetta fyrst og fremst góð landkynning og góð kynning á húsinu á erlendri grundu. "Við erum stöðugt að fá fyrirspurnir erlendis frá um leyfi til að mynda í húsinu. Við gleðjumst yfir því að Harpa er að verða nýtt kennileiti á Íslandi. Ég tel að glerhjúpur Hörpu heilli, enda er hann bæði einstakur og fallegt listaverk." Anna Margrét útskýrir að öllum sé að sjálfsögðu frjálst að mynda í opnum svæðum Hörpu. "En sé ætlunin að mynda í auglýsingaskyni þarf að fá leyfi hjá okkur. Séu ljósmyndir af Hörpu notaðar í auglýsingaherferðum, eins og í tilviki Hyundai, er greidd höfundarréttargreiðsla. Húsið er að stimpla sig inn á alþjóðlegum vettvangi og það má jafnvel segja að Harpa sé að komast í tísku." alfrun@frettabladid.is
Mest lesið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Trommari Blondie er fallinn frá Lífið Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira