Kostaði innan við tíu milljónir 2. október 2012 00:01 Úr myndinni Blóðhefnd sem verður frumsýnd 12. október. „Við erum virkilega ánægðir miðað við peningana sem við vorum með í höndunum. Þetta er fyrsta alvöru hasarmynd Íslandssögunnar," segir Huginn Þór Grétarsson, meðframleiðandi og einn af leikurunum í Blóðhefnd. Hasarmyndin kemur í bíó 12. október. Hún hefur verið í fjögur ár í vinnslu og kostnaðurinn er undir tíu milljónum króna. „Myndin var svolítið lengi í vinnslu því þetta er ekki stórt batterí með ríkisstyrkjum, heldur unnið í krafti viljans," segir Huginn Þór. Blóðhefnd gerist í undirheimunum og fjallar um glæpahring sem ógnar fjölskyldu vegna útistandandi skulda. Aðalpersónan, sem leikstjórinn Ingólfur Ingólfsson leikur, fyllist hefndarþorsta og tekur málin í sínar hendur. Spurður hvort Blóðhefnd jafnist á við Svartur á leik eða Borgríki, sem einnig gerðust í íslensku undirheimunum, segist Huginn ekki vera viss. „Ég veit ekki með Svartur á leik. Hún kom rosalega vel út en ég held að þetta sé þess virði fyrir fólk sem hefur áhuga á íslenskri kvikmyndagerð að koma og skoða. Það eru mjög flott slagsmálaatriði þarna og alvöru hasar," segir hann. Til marks um það hálsbrotnaði einn leikarinn næstum því við tökurnar og annar var skallaður svo hann vankaðist. - fb Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Við erum virkilega ánægðir miðað við peningana sem við vorum með í höndunum. Þetta er fyrsta alvöru hasarmynd Íslandssögunnar," segir Huginn Þór Grétarsson, meðframleiðandi og einn af leikurunum í Blóðhefnd. Hasarmyndin kemur í bíó 12. október. Hún hefur verið í fjögur ár í vinnslu og kostnaðurinn er undir tíu milljónum króna. „Myndin var svolítið lengi í vinnslu því þetta er ekki stórt batterí með ríkisstyrkjum, heldur unnið í krafti viljans," segir Huginn Þór. Blóðhefnd gerist í undirheimunum og fjallar um glæpahring sem ógnar fjölskyldu vegna útistandandi skulda. Aðalpersónan, sem leikstjórinn Ingólfur Ingólfsson leikur, fyllist hefndarþorsta og tekur málin í sínar hendur. Spurður hvort Blóðhefnd jafnist á við Svartur á leik eða Borgríki, sem einnig gerðust í íslensku undirheimunum, segist Huginn ekki vera viss. „Ég veit ekki með Svartur á leik. Hún kom rosalega vel út en ég held að þetta sé þess virði fyrir fólk sem hefur áhuga á íslenskri kvikmyndagerð að koma og skoða. Það eru mjög flott slagsmálaatriði þarna og alvöru hasar," segir hann. Til marks um það hálsbrotnaði einn leikarinn næstum því við tökurnar og annar var skallaður svo hann vankaðist. - fb
Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira