Fimmtungur skulda heimila afskrifaður 28. september 2012 06:00 Barnabætur of lágar Lágar greiðslur vegna barnabóta eru taldar einn veikasti hlekkurinn í aðgerðum íslenskra stjórnvalda í kreppunni. Fréttablaðið/Vilhelm Stjórnvöldum hefur tekist að beita velferðarkerfinu á markvissan hátt til að milda áhrif kreppunnar á lág- og millitekjuhópa. Langstærsti hluti skuldavanda heimilanna var tilkominn fyrir hrun bankanna, sem og greiðsluvandi og erfiðleikar vegna skulda. Um síðustu áramót var búið að afskrifa nærri fimmtung af heildarskuldum heimila og hátt í fimm prósent til viðbótar voru í slíku ferli, samkvæmt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Þetta eru helstu niðurstöður nýrrar skýrslu Þjóðmálastofnunar Háskóla Íslands um áhrif aðgerða stjórnvalda á skuldavanda, fátækt, fjárhagsþrengingar heimila og atvinnu, sem kynnt var í gær. Helsta gagnrýnin sem skýrsluhöfundar benda á varðandi aðgerðir stjórnvalda í velferðarmálum í kreppunni eru bóta- og lífeyrissjóðagreiðslur. Barnabætur hér á landi eru lágar miðað við nágrannaríkin og hefur skerðing þeirra vegna tekna foreldra verið of brött. Er þetta talinn einn veikasti hlekkurinn í aðgerðum stjórnvalda gegn áhrifum kreppunnar. Skerðing grunnlífeyris vegna tekna úr lífeyrissjóðum hafa komið illa við marga eldri borgara. Þá hefur atvinnulífið ekki tekið eins hratt við sér og búist var við. Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra bendir á í því samhengi að í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2012 sé gert ráð fyrir að verja tveimur og hálfum milljarði króna til hækkunar barnabóta, framlög til húsnæðisbóta verði aukin og einnig framlög til Fæðingarorlofssjóðs. Jafnframt er unnið að breytingum á ellilífeyri þar sem dregið er úr skerðingum og vægi lífeyristekna aukið að því er fram kemur á vef velferðarráðuneytisins. Skýrslan, „Áhrif mótvægisaðgerða á skuldavanda, fátækt og atvinnu", er seinni skýrsla stofnunarinnar af tveimur sem unnar eru fyrir velferðarráðuneytið. Var þetta gert í samræmi við ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að láta fara fram óháða rannsókn á áhrifum fjármálahrunsins á lífskjör þjóðarinnar. Skýrsluhöfundar eru Stefán Ólafsson, Arnaldur Sölvi Kristjánsson og Kolbeinn Stefánsson. Farið var yfir helstu niðurstöður á fundi í velferðarráðuneytinu í gærmorgun. Höfundar notuðu meðal annars skattagögn, önnur opinber talnagögn og skýrslur og niðurstöður innlendra og erlendra kannana. sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Stjórnvöldum hefur tekist að beita velferðarkerfinu á markvissan hátt til að milda áhrif kreppunnar á lág- og millitekjuhópa. Langstærsti hluti skuldavanda heimilanna var tilkominn fyrir hrun bankanna, sem og greiðsluvandi og erfiðleikar vegna skulda. Um síðustu áramót var búið að afskrifa nærri fimmtung af heildarskuldum heimila og hátt í fimm prósent til viðbótar voru í slíku ferli, samkvæmt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Þetta eru helstu niðurstöður nýrrar skýrslu Þjóðmálastofnunar Háskóla Íslands um áhrif aðgerða stjórnvalda á skuldavanda, fátækt, fjárhagsþrengingar heimila og atvinnu, sem kynnt var í gær. Helsta gagnrýnin sem skýrsluhöfundar benda á varðandi aðgerðir stjórnvalda í velferðarmálum í kreppunni eru bóta- og lífeyrissjóðagreiðslur. Barnabætur hér á landi eru lágar miðað við nágrannaríkin og hefur skerðing þeirra vegna tekna foreldra verið of brött. Er þetta talinn einn veikasti hlekkurinn í aðgerðum stjórnvalda gegn áhrifum kreppunnar. Skerðing grunnlífeyris vegna tekna úr lífeyrissjóðum hafa komið illa við marga eldri borgara. Þá hefur atvinnulífið ekki tekið eins hratt við sér og búist var við. Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra bendir á í því samhengi að í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2012 sé gert ráð fyrir að verja tveimur og hálfum milljarði króna til hækkunar barnabóta, framlög til húsnæðisbóta verði aukin og einnig framlög til Fæðingarorlofssjóðs. Jafnframt er unnið að breytingum á ellilífeyri þar sem dregið er úr skerðingum og vægi lífeyristekna aukið að því er fram kemur á vef velferðarráðuneytisins. Skýrslan, „Áhrif mótvægisaðgerða á skuldavanda, fátækt og atvinnu", er seinni skýrsla stofnunarinnar af tveimur sem unnar eru fyrir velferðarráðuneytið. Var þetta gert í samræmi við ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að láta fara fram óháða rannsókn á áhrifum fjármálahrunsins á lífskjör þjóðarinnar. Skýrsluhöfundar eru Stefán Ólafsson, Arnaldur Sölvi Kristjánsson og Kolbeinn Stefánsson. Farið var yfir helstu niðurstöður á fundi í velferðarráðuneytinu í gærmorgun. Höfundar notuðu meðal annars skattagögn, önnur opinber talnagögn og skýrslur og niðurstöður innlendra og erlendra kannana. sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira