Margir volgir fyrir því að gefa kost á sér til formanns 28. september 2012 07:30 Jóhanna Sigurðardóttir Af þeim sem helst hafa verið nefndir til sögunnar sem mögulegir arftakar Jóhönnu Sigurðardóttir á formannsstóli Samfylkingarinnar er það aðeins Össur Skarphéðinsson sem útilokar framboð. Fréttablaðið ræddi við þá sem helstir hafa verið nefndir sem formenn. Árni Páll Árnason segist enn vera að melta tíðindin og efst í huga sé þakklæti til Jóhönnu fyrir hennar góðu störf. „Hún sem stjórnmálamaður er algjörlega einstök í íslenskri stjórnmálasögu." Guðbjartur Hannesson tekur í sama streng og segir að tilkynning Jóhönnu hafi komið sér á óvart. „Við erum að missa frábæran formann. Nú þurfum við að meta stöðuna með okkar flokksfólki og hvað tekur við." Hann útilokar ekki framboð en segir að flokksfélagarnir ráði því. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir segist skilja vel að Jóhanna vilji hætta á þessum tímapunkti. „Það var mikið ákall eftir hennar kröftum og hún hefur frá 2009 náð með farsælum hætti að stýra flokknum og landinu." Katrín Júlíusdóttir segir algjörlega ótímabært að gefa nokkuð upp um sín áform, daginn sem vinsæll formaður tilkynnir um starfslok sín og hið sama segja Dagur B. Eggertsson og Helgi Hjörvar. „Við í Samfylkingunni eigum núna fram undan að ræða þessa nýju stöðu og meta hvernig forystumálum okkar verður best skipað," segir Helgi. Össur er hins vegar afdráttarlaus, hann hafi löngu skýrt frá því að hann hafi engan hug á að verða aftur formaður Samfylkingarinnar. En hefur hann hugmyndir um hver það ætti að vera? „Fullt af hugmyndum, en ég vil ekki reifa þær á þessu stigi." kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sjá meira
Af þeim sem helst hafa verið nefndir til sögunnar sem mögulegir arftakar Jóhönnu Sigurðardóttir á formannsstóli Samfylkingarinnar er það aðeins Össur Skarphéðinsson sem útilokar framboð. Fréttablaðið ræddi við þá sem helstir hafa verið nefndir sem formenn. Árni Páll Árnason segist enn vera að melta tíðindin og efst í huga sé þakklæti til Jóhönnu fyrir hennar góðu störf. „Hún sem stjórnmálamaður er algjörlega einstök í íslenskri stjórnmálasögu." Guðbjartur Hannesson tekur í sama streng og segir að tilkynning Jóhönnu hafi komið sér á óvart. „Við erum að missa frábæran formann. Nú þurfum við að meta stöðuna með okkar flokksfólki og hvað tekur við." Hann útilokar ekki framboð en segir að flokksfélagarnir ráði því. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir segist skilja vel að Jóhanna vilji hætta á þessum tímapunkti. „Það var mikið ákall eftir hennar kröftum og hún hefur frá 2009 náð með farsælum hætti að stýra flokknum og landinu." Katrín Júlíusdóttir segir algjörlega ótímabært að gefa nokkuð upp um sín áform, daginn sem vinsæll formaður tilkynnir um starfslok sín og hið sama segja Dagur B. Eggertsson og Helgi Hjörvar. „Við í Samfylkingunni eigum núna fram undan að ræða þessa nýju stöðu og meta hvernig forystumálum okkar verður best skipað," segir Helgi. Össur er hins vegar afdráttarlaus, hann hafi löngu skýrt frá því að hann hafi engan hug á að verða aftur formaður Samfylkingarinnar. En hefur hann hugmyndir um hver það ætti að vera? „Fullt af hugmyndum, en ég vil ekki reifa þær á þessu stigi." kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sjá meira