Mikil óánægja starfsfólks með tafir á skýrsluskilum 26. september 2012 07:30 Mikillar óánægju hefur gætt innan Ríkisendurskoðunar með hversu lengi hefur tekið að vinna skýrslu um innleiðingu bókhaldskerfis ríkisins, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Kastljós RÚV greindi frá innihaldi skýrslunnar á mánudag, en þar kemur fram að kostnaður við verkefnið hafi farið langt fram úr áætlun. Skýrslan var í fjögur ár í vinnslu undir verkstjórn Sigurður Þórðarson, fyrrverandi ríkisendurskoðanda, og önnur fjögur ár á borði Sveins Arasonar ríkisendurskoðanda. Björn Valur Gíslason, formaður fjárlaganefndar Alþingis, segir að ekki hafi fengist viðhlítandi skýringar á því hjá Ríkisendurskoðun hvers vegna það dróst svo lengi að ljúka skýrslunni og skila henni til Alþingis. Ríkisendurskoðandi sat sameiginlegan fund nefndarinnar og stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í gær. Björn Valur segist vilja bíða frekari skýringa frá Ríkisendurskoðun, en traustið á milli stofnunarinnar og Alþings hefur beðið hnekki er mat hans. Sveinn Arason ríkisendurskoðandi segir að vont sé að missa traust þingmanna og -nefnda, en hann verði að sitja uppi með það. „Það er ekkert sem ég get gert til að breyta sjónarmiðum einstakra þingmanna. Ef þeir eru á þeirri skoðun að ég, eða stofnunin sem slík, njóti ekki trausts verðum við bara að búa við það." Sveinn segist ekki hafa hugleitt afsögn í kjölfar málsins. „Það hefur enginn tími verið til að hugleiða eitt eða neitt í því sambandi. Auðvitað er það náttúrulega þingið sem þarf að láta vita hvort það sé svo í reynd." Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er aukafundur í forsætisnefnd þingsins á morgun, en nefndin ræður og getur, að fengnu samþykki Alþingis, vikið ríkisendurskoðanda úr starfi. Þuríður Backman, 2. varaforseti Alþingis, segir að fundurinn hafi verið boðaður vegna máls sem er óháð Ríkisendurskoðun. „Ég er þess fullviss að mál Ríkisendurskoðunar kemur inn á borð nefndarinnar, en hvort það verður á morgun [í dag] veit ég ekki." Björn Valur vill að skýrsludrögunum verði dreift til þingmanna með þeim fyrirvörum að um óklárað plagg sé að ræða. „Ég tel einboðið í sjálfu sér, fyrst þessi drög eru á sveimi og hafa verið sýnd að hluta til í sjónvarpi, að þau verði prófarkalesin og afhent þingmönnum, hvort sem er í trúnaði eða ekki. Mér finnst líklegt að við gerum kröfu um að fá hana í hendurnar." Sveinn segir hins vegar að nú liggi fyrir að fullklára skýrsluna, enda sé um vinnuplagg að ræða sem ekki verði dreift. Slíkt geti tekið tíma. Í umfjöllun Kastljóss í gærkvöldi kom fram að skýrslan verður birt á vef þáttarins, til að auðvelda milliliðalausa umfjöllun um málið. - kóp / - shá Fréttir Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Fleiri fréttir Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Sjá meira
Mikillar óánægju hefur gætt innan Ríkisendurskoðunar með hversu lengi hefur tekið að vinna skýrslu um innleiðingu bókhaldskerfis ríkisins, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Kastljós RÚV greindi frá innihaldi skýrslunnar á mánudag, en þar kemur fram að kostnaður við verkefnið hafi farið langt fram úr áætlun. Skýrslan var í fjögur ár í vinnslu undir verkstjórn Sigurður Þórðarson, fyrrverandi ríkisendurskoðanda, og önnur fjögur ár á borði Sveins Arasonar ríkisendurskoðanda. Björn Valur Gíslason, formaður fjárlaganefndar Alþingis, segir að ekki hafi fengist viðhlítandi skýringar á því hjá Ríkisendurskoðun hvers vegna það dróst svo lengi að ljúka skýrslunni og skila henni til Alþingis. Ríkisendurskoðandi sat sameiginlegan fund nefndarinnar og stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í gær. Björn Valur segist vilja bíða frekari skýringa frá Ríkisendurskoðun, en traustið á milli stofnunarinnar og Alþings hefur beðið hnekki er mat hans. Sveinn Arason ríkisendurskoðandi segir að vont sé að missa traust þingmanna og -nefnda, en hann verði að sitja uppi með það. „Það er ekkert sem ég get gert til að breyta sjónarmiðum einstakra þingmanna. Ef þeir eru á þeirri skoðun að ég, eða stofnunin sem slík, njóti ekki trausts verðum við bara að búa við það." Sveinn segist ekki hafa hugleitt afsögn í kjölfar málsins. „Það hefur enginn tími verið til að hugleiða eitt eða neitt í því sambandi. Auðvitað er það náttúrulega þingið sem þarf að láta vita hvort það sé svo í reynd." Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er aukafundur í forsætisnefnd þingsins á morgun, en nefndin ræður og getur, að fengnu samþykki Alþingis, vikið ríkisendurskoðanda úr starfi. Þuríður Backman, 2. varaforseti Alþingis, segir að fundurinn hafi verið boðaður vegna máls sem er óháð Ríkisendurskoðun. „Ég er þess fullviss að mál Ríkisendurskoðunar kemur inn á borð nefndarinnar, en hvort það verður á morgun [í dag] veit ég ekki." Björn Valur vill að skýrsludrögunum verði dreift til þingmanna með þeim fyrirvörum að um óklárað plagg sé að ræða. „Ég tel einboðið í sjálfu sér, fyrst þessi drög eru á sveimi og hafa verið sýnd að hluta til í sjónvarpi, að þau verði prófarkalesin og afhent þingmönnum, hvort sem er í trúnaði eða ekki. Mér finnst líklegt að við gerum kröfu um að fá hana í hendurnar." Sveinn segir hins vegar að nú liggi fyrir að fullklára skýrsluna, enda sé um vinnuplagg að ræða sem ekki verði dreift. Slíkt geti tekið tíma. Í umfjöllun Kastljóss í gærkvöldi kom fram að skýrslan verður birt á vef þáttarins, til að auðvelda milliliðalausa umfjöllun um málið. - kóp / - shá
Fréttir Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Fleiri fréttir Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Sjá meira