Bresku glæpasagnasamtökin stofna Íslandsdeild 7. september 2012 14:30 Ragnar Jónasson segir það mikinn heiður að stofnuð hafi verið Íslandsdeild innan CWA. fréttablaðið/stefán „Mér þótti það mikill heiður að hann skyldi biðja mig um þetta. Þetta sýnir í raun áhugann á íslenskum glæpasögum," segir spennusagnahöfundurinn Ragnar Jónasson. Stjórn bresku glæpasagnasamtakanna, Crime Writers Association (CWA), hefur samþykkt stofnun sérstakrar Íslandsdeildar innan samtakanna. Aðeins níu deildir eru innan samtakanna og er Íslandsdeildin sú fyrsta utan Bretlands. CWA hefur einnig nýlega stofnað samtök fyrir lesendur glæpasagna, The Crime Readers Association. Ragnar hefur sjálfur verið meðlimur í CWA í tvö ár og hitti formann samtakanna, höfundinn Peter James, á glæpasagnaráðstefnu í Bristol í vor. Þar koma saman höfundar glæpasagna héðan og þaðan úr heiminum og hittast. Ragnar tók þátt í pallborðsumræðum um glæpasögur og ræddi einnig við James, sem er vinsæll höfundur í Bretlandi. „Hann vildi stofna Íslandsdeild, en skandinavískar og íslenskar glæpasögur eru alltaf að vekja meiri og meiri athygli. Ég sagðist vera til í að aðstoða hann," segir Ragnar. Núna geta íslenskir glæpasagnahöfundar því skráð sig á heimasíðu CWA, Thecwa.co.uk, og mun Ragnar taka þátt í að safna félagsmönnum. Útlendingar sem skrifa bækur sem gerast á Íslandi eru einnig gjaldgengir í samtökin og nefnir Ragnar þar til sögunnar höfunda á borð við Michael Ridpath og Quentin Bates. Að sögn Ragnars hefur Peter James einnig mikinn áhuga á að heimsækja Ísland og spjalla við íslenska höfunda. Sjálfur er Ragnar tilbúinn með sína fjórðu bók, glæpasöguna Rof sem kemur út í október. Hún fjallar um rannsókn á gömlu morðmáli norður í landi, í Héðinsfirði. Þar er mál rannsakað sem átti sér stað fyrir hálfri öld, áður en Héðinsfjarðargöngin voru opnuð og fjörðurinn var enn lokaður eyðifjörður. freyr@frettabladid.is Menning Mest lesið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Menning „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Fleiri fréttir Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Sjá meira
„Mér þótti það mikill heiður að hann skyldi biðja mig um þetta. Þetta sýnir í raun áhugann á íslenskum glæpasögum," segir spennusagnahöfundurinn Ragnar Jónasson. Stjórn bresku glæpasagnasamtakanna, Crime Writers Association (CWA), hefur samþykkt stofnun sérstakrar Íslandsdeildar innan samtakanna. Aðeins níu deildir eru innan samtakanna og er Íslandsdeildin sú fyrsta utan Bretlands. CWA hefur einnig nýlega stofnað samtök fyrir lesendur glæpasagna, The Crime Readers Association. Ragnar hefur sjálfur verið meðlimur í CWA í tvö ár og hitti formann samtakanna, höfundinn Peter James, á glæpasagnaráðstefnu í Bristol í vor. Þar koma saman höfundar glæpasagna héðan og þaðan úr heiminum og hittast. Ragnar tók þátt í pallborðsumræðum um glæpasögur og ræddi einnig við James, sem er vinsæll höfundur í Bretlandi. „Hann vildi stofna Íslandsdeild, en skandinavískar og íslenskar glæpasögur eru alltaf að vekja meiri og meiri athygli. Ég sagðist vera til í að aðstoða hann," segir Ragnar. Núna geta íslenskir glæpasagnahöfundar því skráð sig á heimasíðu CWA, Thecwa.co.uk, og mun Ragnar taka þátt í að safna félagsmönnum. Útlendingar sem skrifa bækur sem gerast á Íslandi eru einnig gjaldgengir í samtökin og nefnir Ragnar þar til sögunnar höfunda á borð við Michael Ridpath og Quentin Bates. Að sögn Ragnars hefur Peter James einnig mikinn áhuga á að heimsækja Ísland og spjalla við íslenska höfunda. Sjálfur er Ragnar tilbúinn með sína fjórðu bók, glæpasöguna Rof sem kemur út í október. Hún fjallar um rannsókn á gömlu morðmáli norður í landi, í Héðinsfirði. Þar er mál rannsakað sem átti sér stað fyrir hálfri öld, áður en Héðinsfjarðargöngin voru opnuð og fjörðurinn var enn lokaður eyðifjörður. freyr@frettabladid.is
Menning Mest lesið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Menning „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Fleiri fréttir Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Sjá meira