Umhverfis Ísland í 83 myndum 4. september 2012 16:30 Útsýnisflug með Landhelgisgæslunni varð að bók sem Pjetur selur til styrktar Davíð Erni Arnarssyni sem glímir við krabbamein. Fréttablaðið/Stefán Umhverfis Íslands er heiti bókar Pjeturs Sigurðssonar, ljósmyndara Fréttablaðsins, sem er nýkomin úr prentun. Bókin er gefin út til styrktar Davíð Erni Arnarssyni og fjölskyldu hans en Davíð Örn glímir við krabbamein og hefur þess vegna verið frá vinnu í nokkur ár. „Bókin varð þannig til að ég fór í útsýnisflug með Landhelgisgæslunni síðastliðið vor. Ég átti von á stuttri flugferð hér yfir Suðvesturhorninu en raunin varð sú að við fórum í kringum landið og flugið tók um sjö klukkutíma. Allan tímann var ég með myndavélina á lofti og afrakstur ferðarinnar var því ansi mikill. Nokkrar myndanna birtust svo í Fréttablaðinu og á Vísi og vöktu mikla athygli. Sjónarhornið er kannski nokkuð óvenjulegt, á myndunum má sjá strandlengju Íslands nokkurn veginn eins og hún leggur sig, firði og fjöll og það sem fyrir augu bar án þess að því væri ritstýrt sérstaklega,“ segir Pjetur sem fékk frábært útsýni á hringförinni enda varla ský á himni þegar hann fór í ferðina. „Ég myndaði í 3.500 feta hæð og sýnin yfir fjöllin og landslagið var stórbrotin. Ferðin var farin um mánaðamótin apríl-maí og víða var snjóföl yfir landinu sem skerpir allar línur í landinu. Þá var ekki farið að grænka og fyrir utan hvítan snjóinn eru brúnleitir tónar mest áberandi í landslaginu.“ Eftir að myndirnar birtust kviknaði sú hugmynd að gefa þær út á bók. „Í fyrstu kom til greina að gefa þær út hjá bókaforlagi en þegar sú hugmynd datt upp fyrir ákvað ég að ráðast í málið sjálfur og gefa út bók til styrktar góðu málefni,“ segir Pjetur, sem fljótlega afréð að styrkja Davíð Örn og fjölskyldu. „Davíð Örn var stuðningskennari í bekk fósturdóttur minnar, Elfu, hann býr hér í Grafarvogi eins og ég og er mikill stuðningsmaður Fjölnis. Davíð Örn hefur ekki getið unnið um langt skeið vegna krabbameins sem hann glímir við og sömuleiðis hefur kona hans verið mikið frá vinnu. Þau hafa verið að glíma við að koma sér þaki yfir höfuðið fyrir sig og börnin sín tvö og ágóðinn af sölu bókarinnar rennur allur til þeirra.“ sigridur@frettabladid.is Menning Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Umhverfis Íslands er heiti bókar Pjeturs Sigurðssonar, ljósmyndara Fréttablaðsins, sem er nýkomin úr prentun. Bókin er gefin út til styrktar Davíð Erni Arnarssyni og fjölskyldu hans en Davíð Örn glímir við krabbamein og hefur þess vegna verið frá vinnu í nokkur ár. „Bókin varð þannig til að ég fór í útsýnisflug með Landhelgisgæslunni síðastliðið vor. Ég átti von á stuttri flugferð hér yfir Suðvesturhorninu en raunin varð sú að við fórum í kringum landið og flugið tók um sjö klukkutíma. Allan tímann var ég með myndavélina á lofti og afrakstur ferðarinnar var því ansi mikill. Nokkrar myndanna birtust svo í Fréttablaðinu og á Vísi og vöktu mikla athygli. Sjónarhornið er kannski nokkuð óvenjulegt, á myndunum má sjá strandlengju Íslands nokkurn veginn eins og hún leggur sig, firði og fjöll og það sem fyrir augu bar án þess að því væri ritstýrt sérstaklega,“ segir Pjetur sem fékk frábært útsýni á hringförinni enda varla ský á himni þegar hann fór í ferðina. „Ég myndaði í 3.500 feta hæð og sýnin yfir fjöllin og landslagið var stórbrotin. Ferðin var farin um mánaðamótin apríl-maí og víða var snjóföl yfir landinu sem skerpir allar línur í landinu. Þá var ekki farið að grænka og fyrir utan hvítan snjóinn eru brúnleitir tónar mest áberandi í landslaginu.“ Eftir að myndirnar birtust kviknaði sú hugmynd að gefa þær út á bók. „Í fyrstu kom til greina að gefa þær út hjá bókaforlagi en þegar sú hugmynd datt upp fyrir ákvað ég að ráðast í málið sjálfur og gefa út bók til styrktar góðu málefni,“ segir Pjetur, sem fljótlega afréð að styrkja Davíð Örn og fjölskyldu. „Davíð Örn var stuðningskennari í bekk fósturdóttur minnar, Elfu, hann býr hér í Grafarvogi eins og ég og er mikill stuðningsmaður Fjölnis. Davíð Örn hefur ekki getið unnið um langt skeið vegna krabbameins sem hann glímir við og sömuleiðis hefur kona hans verið mikið frá vinnu. Þau hafa verið að glíma við að koma sér þaki yfir höfuðið fyrir sig og börnin sín tvö og ágóðinn af sölu bókarinnar rennur allur til þeirra.“ sigridur@frettabladid.is
Menning Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira