Kynnir íslenska list fyrir Pólverjum 1. september 2012 10:00 Bloggar um íslenska hönnun Magdalena Dybka bloggar um íslenska list og hönnun og er ætlunin að kynna hana fyrir pólskum lesendum. „Ég hef gengið með hugmyndina í maganum í nokkurn tíma en opnaði síðuna nú fyrst í ágúst," segir Magdalena Dybka sem heldur úti bloggsíðunni showrum.wordpress.com. Á síðunni fjallar hún ítarlega um íslenska hönnun, tónlist og myndlist og er ætlunin að kynna íslenska list fyrir pólskum lesendum. Magdalena, eða Magda eins og hún er oftast nefnd, bjó á Íslandi í níu ár og stundaði þar háskólanám. Hún flutti aftur til Varsjár fyrir tveimur árum síðan og starfar nú sem umboðsmaður pólska plötusnúðatvíeykisins East Clubbers. Hún segist hafa fundið fyrir miklum áhuga á íslenskri hönnun þegar hún flutti aftur til Varsjár og segir það hafa verið kveikjuna að blogginu. „Ég á eitthvað af íslenskri hönnun og er oft spurð hvar ég hafi keypt fötin þannig að mér datt í hug að það væri sniðugt að fjalla um íslenska hönnun og list á pólsku og kynna hana þannig fyrir samlöndum mínum. Síðan hefur ekki verið uppi lengi en viðtökurnar hafa verið ágætar og ég hef fengið margar fyrirspurnir í kjölfarið." Innt eftir því hvort hún haldi enn tengslum við Ísland og vini sína þar svarar Magda játandi. „Já, ég sakna Íslands og það er kannski hluti ástæðunnar fyrir því að ég held úti blogginu; svo ég missi ekki tengslin." - sm Lífið Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Fleiri fréttir Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ Sjá meira
„Ég hef gengið með hugmyndina í maganum í nokkurn tíma en opnaði síðuna nú fyrst í ágúst," segir Magdalena Dybka sem heldur úti bloggsíðunni showrum.wordpress.com. Á síðunni fjallar hún ítarlega um íslenska hönnun, tónlist og myndlist og er ætlunin að kynna íslenska list fyrir pólskum lesendum. Magdalena, eða Magda eins og hún er oftast nefnd, bjó á Íslandi í níu ár og stundaði þar háskólanám. Hún flutti aftur til Varsjár fyrir tveimur árum síðan og starfar nú sem umboðsmaður pólska plötusnúðatvíeykisins East Clubbers. Hún segist hafa fundið fyrir miklum áhuga á íslenskri hönnun þegar hún flutti aftur til Varsjár og segir það hafa verið kveikjuna að blogginu. „Ég á eitthvað af íslenskri hönnun og er oft spurð hvar ég hafi keypt fötin þannig að mér datt í hug að það væri sniðugt að fjalla um íslenska hönnun og list á pólsku og kynna hana þannig fyrir samlöndum mínum. Síðan hefur ekki verið uppi lengi en viðtökurnar hafa verið ágætar og ég hef fengið margar fyrirspurnir í kjölfarið." Innt eftir því hvort hún haldi enn tengslum við Ísland og vini sína þar svarar Magda játandi. „Já, ég sakna Íslands og það er kannski hluti ástæðunnar fyrir því að ég held úti blogginu; svo ég missi ekki tengslin." - sm
Lífið Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Fleiri fréttir Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ Sjá meira