ÍLS vill auðvelda gjaldfellingu 1. september 2012 07:30 sigurður erlingsson Sigurður Erlingsson, forstjóri Íbúðalánasjóðs (ÍLS), segir allt of marga lánþega sjóðsins hafa danglað í lánafrystingu í upp undir þrjú ár án þess að gera nokkuð í sínum málum. Ef menn ekki leiti til umboðsmanns skuldara þurfi að einfalda og stytta ferlið til gjaldfellingar lána. Um 5.000 lán eru í alvarlegum vanskilum hjá sjóðnum, það er með þrjá gjalddaga eða fleiri í vanskilum. Sum hafa verið árum saman í þeirri stöðu. „Það sem hefur gerst er að menn hafa nýtt sér öll úrræði til að fresta því að taka á vandanum, eða að fresta því óumflýjanlega eða jafnvel vonast eftir því að fram komi betri úrræði sem mönnum lítist betur á. Við þurfum að fara að spyrna við fótum og segja: Nú er þetta bara orðið gott. Ef ekki sjáum við fleiri svona slæm uppgjör," segir Sigurður, en rekstrartap sjóðsins á fyrri helmingi ársins var 3,1 milljarður króna. Sigurður segir að úrvinnslu á 110% leiðinni sé lokið og um áramót verði sértæk skuldaaðlögun ekki lengur í boði. Því séu síðustu forvöð skuldara að taka á sínum málum. Hann segir að stytta þurfi þann tíma sem líður frá vanskilum þar til hægt er að ganga að eign, sé skuldari ekki að vinna í sínum málum. „Þetta eru orðin gömul vanskil og menn hafa í raun haft nægan tíma til að bregðast við. Þá þarf að ganga í gegnum ferlið, sé komin heimild til gjaldfellingar," segir Sigurður. En þýðir það að sjóðurinn taki eignirnar til sín? „Það þýðir auðvitað það, ef engin úrræði eru til staðar. En þau eru það vissulega hjá Umboðsmanni skuldara. Vandamálið er kannski að menn gera ekkert í sínum málum. Um leið og menn sækja um hjá Umboðsmanni stöðvast ferlið hjá okkur."- kóp / Fréttir Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Sigurður Erlingsson, forstjóri Íbúðalánasjóðs (ÍLS), segir allt of marga lánþega sjóðsins hafa danglað í lánafrystingu í upp undir þrjú ár án þess að gera nokkuð í sínum málum. Ef menn ekki leiti til umboðsmanns skuldara þurfi að einfalda og stytta ferlið til gjaldfellingar lána. Um 5.000 lán eru í alvarlegum vanskilum hjá sjóðnum, það er með þrjá gjalddaga eða fleiri í vanskilum. Sum hafa verið árum saman í þeirri stöðu. „Það sem hefur gerst er að menn hafa nýtt sér öll úrræði til að fresta því að taka á vandanum, eða að fresta því óumflýjanlega eða jafnvel vonast eftir því að fram komi betri úrræði sem mönnum lítist betur á. Við þurfum að fara að spyrna við fótum og segja: Nú er þetta bara orðið gott. Ef ekki sjáum við fleiri svona slæm uppgjör," segir Sigurður, en rekstrartap sjóðsins á fyrri helmingi ársins var 3,1 milljarður króna. Sigurður segir að úrvinnslu á 110% leiðinni sé lokið og um áramót verði sértæk skuldaaðlögun ekki lengur í boði. Því séu síðustu forvöð skuldara að taka á sínum málum. Hann segir að stytta þurfi þann tíma sem líður frá vanskilum þar til hægt er að ganga að eign, sé skuldari ekki að vinna í sínum málum. „Þetta eru orðin gömul vanskil og menn hafa í raun haft nægan tíma til að bregðast við. Þá þarf að ganga í gegnum ferlið, sé komin heimild til gjaldfellingar," segir Sigurður. En þýðir það að sjóðurinn taki eignirnar til sín? „Það þýðir auðvitað það, ef engin úrræði eru til staðar. En þau eru það vissulega hjá Umboðsmanni skuldara. Vandamálið er kannski að menn gera ekkert í sínum málum. Um leið og menn sækja um hjá Umboðsmanni stöðvast ferlið hjá okkur."- kóp /
Fréttir Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira