Fullyrða enn að minna gangi af makríl 30. ágúst 2012 05:00 makríll Fern samtök norskra útgerðarmanna skrifa undir tilkynningu sem hunsar niðurstöður hafrannsókna sem Norðmenn eru aðilar að. fréttablaðið/óskar fréttablaðið/óskar Fulltrúar norskra og evrópskra útgerða funduðu með Maríu Damanaki, sjávarútvegsstjóra ESB, á mánudag til að undirbúa fund í makríldeilunni við Íslendinga 3. september. Þeir héldu því fram á fundinum með Damanaki að minna hefði gengið af makríl inn í íslensku lögsöguna en árið 2010 og 2011. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá útgerðunum og er vitnað til þess að rannsóknaleiðangrar sumarsins hafi leitt þetta í ljós. Niðurstaða sameiginlegs rannsóknaleiðangurs hafrannsóknastofnana Íslands, Noregs og Færeyja, sýnir hins vegar að aldrei hefur mælst meira af makríl í íslensku fiskveiðilögsögunni en í ár. Vekur athygli að niðurstöður norsku hafrannsóknastofnunarinnar, sem sýna að 1,5 milljón tonn mældust í ár í íslensku lögsögunni, séu virtar að vettugi í máli norskra útgerðarmanna, en árin 2010 og 2011 mældist 1,1 milljón tonn við landið. „Það er auðvitað sorglegt að norskir og evrópskir útgerðarmenn skuli enn og aftur reyna að afvegaleiða umræðuna með þessum hætti," segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ. Útgerðir í Noregi og ESB hafa krafist þess að fullri hörku verði beitt gegn Íslendingum og meðal annars verði viðræðum um aðild Íslands að ESB frestað. Friðrik segir að hótun um frestun viðræðna haldi ekki vöku fyrir mönnum. „Verkefnið er sem fyrr að ná samkomulagi um stjórn veiðanna og tryggja sanngjarnan hlut Íslands í þeim," segir Friðrik. - shá Fréttir Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Fulltrúar norskra og evrópskra útgerða funduðu með Maríu Damanaki, sjávarútvegsstjóra ESB, á mánudag til að undirbúa fund í makríldeilunni við Íslendinga 3. september. Þeir héldu því fram á fundinum með Damanaki að minna hefði gengið af makríl inn í íslensku lögsöguna en árið 2010 og 2011. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá útgerðunum og er vitnað til þess að rannsóknaleiðangrar sumarsins hafi leitt þetta í ljós. Niðurstaða sameiginlegs rannsóknaleiðangurs hafrannsóknastofnana Íslands, Noregs og Færeyja, sýnir hins vegar að aldrei hefur mælst meira af makríl í íslensku fiskveiðilögsögunni en í ár. Vekur athygli að niðurstöður norsku hafrannsóknastofnunarinnar, sem sýna að 1,5 milljón tonn mældust í ár í íslensku lögsögunni, séu virtar að vettugi í máli norskra útgerðarmanna, en árin 2010 og 2011 mældist 1,1 milljón tonn við landið. „Það er auðvitað sorglegt að norskir og evrópskir útgerðarmenn skuli enn og aftur reyna að afvegaleiða umræðuna með þessum hætti," segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ. Útgerðir í Noregi og ESB hafa krafist þess að fullri hörku verði beitt gegn Íslendingum og meðal annars verði viðræðum um aðild Íslands að ESB frestað. Friðrik segir að hótun um frestun viðræðna haldi ekki vöku fyrir mönnum. „Verkefnið er sem fyrr að ná samkomulagi um stjórn veiðanna og tryggja sanngjarnan hlut Íslands í þeim," segir Friðrik. - shá
Fréttir Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira