Óttast að Bandaríkin loki á siglingar héðan til Ameríku 30. ágúst 2012 08:00 Laumast í Sundahöfn Þrír hælisleitendur læðast um á afgirtu svæði Eimskips.MYNd/Eimskip Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips, kveðst hafa verulegar áhyggjur af aukinni ásókn hælisleitenda sem reyna að komast um borð í Ameríkuskip félagsins. Í bréfi til innanríkisráðuneytisins segir Gylfi alvarlega stöðu koma upp sleppi laumufarþegi með skipi vestur um haf. „Slíkt myndi kosta Eimskip háar fjársektir, hættu á handtöku skipstjóra og möguleika á að skip félagsins yrði kyrrsett með tilheyrandi kostnaði," skrifar Gylfi og bætir við að að beinum siglingum milli Íslands og Norður-Ameríku sé ógnað: „Yfirvöld í Ameríku fylgjast grannt með og gætu mögulega ályktað sem svo að siglingaleiðin sé ótrygg og gætu gert kröfu til þess að vörur milli Íslands og Norður-Ameríku yrðu fluttar í gegnum hafnir á meginlandi Evrópu," útskýrir forstjóri Eimskips sem kveður þessar siglingar þá til dæmis geta orðið um Rotterdam. Þetta hefði mikinn kostnað í för með sér fyrir útflytjendur. Þá bendir Gylfi á að sumir hælisleitendanna hafi ítrekað verið handteknir á athafnasvæði Eimskips eða um borð í skipum þess. Þeir hafi gert sjö „atlögur" að því að lauma sér með skipum félagsins úr landi. „Það er eins og þessir aðilar séu eftirlitslausir og að engin lög taki á ítrekuðum brotum þeirra sem valda tjóni á mannvirkjum og síðast en ekki síst viljum við ekki hugsa þá hugsun til enda ef til handalögmála kæmi við öryggisverði eða sjómenn," segir forstjórinn í bréfinu þar sem fram kemur að reyndar hafi legið við átökum. „Í síðustu tveimur tilraunum sýndu aðilar tilburði til að ráðast á öryggisverði félagsins." Óskað er eftir aðgerðum af hálfu innanríkisráðuneytisins. „Fundir hafa verið haldnir með embættismönnum ráðuneyta, útlendingaeftirlits, siglingamála, lögregluembætta og hafnaryfirvalda. Þær viðræður hafa hingað til því miður litlu sem engu skilað," skrifar Gylfi ráðuneytinu og biður um skjót viðbrögð. Bréfi Eimskips, sem dagsett er 16. júlí, hefur enn ekki verið svarað að sögn upplýsingafulltrúa ráðuneytisins. „Við erum enn að bíða," segir Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips. Stjórn Faxaflóahafna segist hins vegar taka undir að viðeigandi yfirvöld eigi að grípa til nauðsynlegra ráðstafana vegna ítrekaðra tilrauna til innbrota á svæði Eimskips.- gar Fréttir Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips, kveðst hafa verulegar áhyggjur af aukinni ásókn hælisleitenda sem reyna að komast um borð í Ameríkuskip félagsins. Í bréfi til innanríkisráðuneytisins segir Gylfi alvarlega stöðu koma upp sleppi laumufarþegi með skipi vestur um haf. „Slíkt myndi kosta Eimskip háar fjársektir, hættu á handtöku skipstjóra og möguleika á að skip félagsins yrði kyrrsett með tilheyrandi kostnaði," skrifar Gylfi og bætir við að að beinum siglingum milli Íslands og Norður-Ameríku sé ógnað: „Yfirvöld í Ameríku fylgjast grannt með og gætu mögulega ályktað sem svo að siglingaleiðin sé ótrygg og gætu gert kröfu til þess að vörur milli Íslands og Norður-Ameríku yrðu fluttar í gegnum hafnir á meginlandi Evrópu," útskýrir forstjóri Eimskips sem kveður þessar siglingar þá til dæmis geta orðið um Rotterdam. Þetta hefði mikinn kostnað í för með sér fyrir útflytjendur. Þá bendir Gylfi á að sumir hælisleitendanna hafi ítrekað verið handteknir á athafnasvæði Eimskips eða um borð í skipum þess. Þeir hafi gert sjö „atlögur" að því að lauma sér með skipum félagsins úr landi. „Það er eins og þessir aðilar séu eftirlitslausir og að engin lög taki á ítrekuðum brotum þeirra sem valda tjóni á mannvirkjum og síðast en ekki síst viljum við ekki hugsa þá hugsun til enda ef til handalögmála kæmi við öryggisverði eða sjómenn," segir forstjórinn í bréfinu þar sem fram kemur að reyndar hafi legið við átökum. „Í síðustu tveimur tilraunum sýndu aðilar tilburði til að ráðast á öryggisverði félagsins." Óskað er eftir aðgerðum af hálfu innanríkisráðuneytisins. „Fundir hafa verið haldnir með embættismönnum ráðuneyta, útlendingaeftirlits, siglingamála, lögregluembætta og hafnaryfirvalda. Þær viðræður hafa hingað til því miður litlu sem engu skilað," skrifar Gylfi ráðuneytinu og biður um skjót viðbrögð. Bréfi Eimskips, sem dagsett er 16. júlí, hefur enn ekki verið svarað að sögn upplýsingafulltrúa ráðuneytisins. „Við erum enn að bíða," segir Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips. Stjórn Faxaflóahafna segist hins vegar taka undir að viðeigandi yfirvöld eigi að grípa til nauðsynlegra ráðstafana vegna ítrekaðra tilrauna til innbrota á svæði Eimskips.- gar
Fréttir Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira