Kartöflubændur of fáir fyrir markaðinn 29. ágúst 2012 09:00 Kartöfluuppskera Heildarkartöfluuppskera síðustu ára hefur verið sveiflukennd vegna frosta og þurrka og er allt útlit fyrir lélega uppskeru í haust. Íslenskum kartöflubændum hefur fækkað úr hundrað í þrjátíu á síðustu tíu árum. Næturfrost síðustu daga og þurrkar sumarsins munu hafa slæm áhrif á kartöfluuppskeru þessa árs hjá kartöflubændum, sérstaklega á Norðurlandi. Bergvin Jóhannsson, formaður Sambands kartöflubænda, segir það áhyggjuefni hversu fáir bændur eru eftir. „Á meðan okkur er haldið í gíslingu með verðlag hættir sér enginn út í þetta," segir Bergvin. „Við náum ekki að verðleggja vöruna sjálfir og höfum verið á sama róli árum saman þrátt fyrir að aðföng hafi hækkað gríðarlega í verði." Bergvin bendir á að um 1985 hafi verið skráðir 38 kartöflubændur í Eyjafjarðarsveit einni saman, en nú séu þeir þrír. Þá hafi verið um tvö hundruð á landinu öllu. „Þegar þetta eldist af mönnum kemur enginn í staðinn," segir hann. „En vissulega eru þeir sem eftir eru umfangsmeiri en áður." Allt útlit er fyrir nokkurn uppskerubrest í haust, en þó ekki eins mikinn og í fyrra. Íslenskar kartöflur hættu að fást í verslunum í apríl síðastliðnum og voru ófáanlegar í þrjá mánuði. Helgi Örlygsson, bóndi á Þórustöðum í Eyjafjarðarsveit, segir haustið hafa lofað nokkuð góðu, en næturfrost síðustu daga hafi skemmt uppskeru síðustu daga ágústmánaðar og þá fyrstu í september. „Þetta var ansi lélegt í fyrra út af frostaveðrum í ágúst og ætli þetta verði ekki svipað núna. Jafnvel minna vegna þurrkanna," segir hann. Fjárhagslegt tap segir Helgi hlaupa á milljónum. „En maður getur ekki verið að reikna svoleiðis út fyrir fram. Þetta er happdrætti á hverju ári." Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Sambands garðyrkjubænda, segir greinilegt að kartöfluuppskera síðustu ára nái ekki að anna eftirspurn. Draumurinn sé vissulega að ná að metta markaðinn. „Ég mundi vilja hækka verð á kartöflum, en þarna ráða samningar á milli smásölu og framleiðanda," segir hann. „Svo koma hörð ár og uppskera minnkar um tugi prósenta, þá er mjög auðvelt að gefast upp. Að hafa litla afkomu ár eftir ár og fá svo uppskerubrest, það er rosalegt högg." sunna@frettabladid.is Kartöflurækt Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Íslenskum kartöflubændum hefur fækkað úr hundrað í þrjátíu á síðustu tíu árum. Næturfrost síðustu daga og þurrkar sumarsins munu hafa slæm áhrif á kartöfluuppskeru þessa árs hjá kartöflubændum, sérstaklega á Norðurlandi. Bergvin Jóhannsson, formaður Sambands kartöflubænda, segir það áhyggjuefni hversu fáir bændur eru eftir. „Á meðan okkur er haldið í gíslingu með verðlag hættir sér enginn út í þetta," segir Bergvin. „Við náum ekki að verðleggja vöruna sjálfir og höfum verið á sama róli árum saman þrátt fyrir að aðföng hafi hækkað gríðarlega í verði." Bergvin bendir á að um 1985 hafi verið skráðir 38 kartöflubændur í Eyjafjarðarsveit einni saman, en nú séu þeir þrír. Þá hafi verið um tvö hundruð á landinu öllu. „Þegar þetta eldist af mönnum kemur enginn í staðinn," segir hann. „En vissulega eru þeir sem eftir eru umfangsmeiri en áður." Allt útlit er fyrir nokkurn uppskerubrest í haust, en þó ekki eins mikinn og í fyrra. Íslenskar kartöflur hættu að fást í verslunum í apríl síðastliðnum og voru ófáanlegar í þrjá mánuði. Helgi Örlygsson, bóndi á Þórustöðum í Eyjafjarðarsveit, segir haustið hafa lofað nokkuð góðu, en næturfrost síðustu daga hafi skemmt uppskeru síðustu daga ágústmánaðar og þá fyrstu í september. „Þetta var ansi lélegt í fyrra út af frostaveðrum í ágúst og ætli þetta verði ekki svipað núna. Jafnvel minna vegna þurrkanna," segir hann. Fjárhagslegt tap segir Helgi hlaupa á milljónum. „En maður getur ekki verið að reikna svoleiðis út fyrir fram. Þetta er happdrætti á hverju ári." Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Sambands garðyrkjubænda, segir greinilegt að kartöfluuppskera síðustu ára nái ekki að anna eftirspurn. Draumurinn sé vissulega að ná að metta markaðinn. „Ég mundi vilja hækka verð á kartöflum, en þarna ráða samningar á milli smásölu og framleiðanda," segir hann. „Svo koma hörð ár og uppskera minnkar um tugi prósenta, þá er mjög auðvelt að gefast upp. Að hafa litla afkomu ár eftir ár og fá svo uppskerubrest, það er rosalegt högg." sunna@frettabladid.is
Kartöflurækt Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira