Tíska Hönnuðir og tískuhús glíma í auknum mæli við að hönnun þeirra sé stolið og ódýrar eftirlíkingar seldar í verslunum.
Frægt er orðið þegar sumarlína verslunarinnar Zöru kom út og þótti hún ískyggilega lík vor- og sumarlínu Prada.
„Eftirhermur væru í lagi ef upprunalegi hönnuðurinn fengi hlut af ágóðanum. Það væri það siðferðislega rétta í stöðunni," sagði Shirley Cook, forstjóri Proenza Schouler, um málið.

