Fetar í fótspor Alexanders McQueen 30. júlí 2012 10:00 Aníta Hirlekar lagði mikið upp úr litum og þæfingu í útskriftarlínu sinni eins og sjá má á kjól fyrirsætunnar sem gengur hér eftir palli útskriftarsýningar Central Saint Martins. Aníta Hirlekar útskrifaðist með BA í fatahönnun frá virta listaháskólanum Central Saint Martins í London í síðustu viku og hefur fengið inngöngu í eftirsóknarvert meistaranám hans. Sama nám hefur verið stökkpallur fyrir þekkta hönnuði á borð við Alexander McQueen. „Við vorum fjórar úr bekknum sem komust inn af sautján sem sóttu um,“ segir Aníta og telur að 10 til 15 grunnnámsnemar skólans hafi komist inn í meistaranámið. Fyrir utan McQueen námu John Galliano, Paul Smith, Sarah Burton og Stella McCartney við skólann. Aníta útskrifaðist af fatahönnunarbraut með áherslu á mynstur. Útskriftarlínan er þó ekki byggð á þrykkingu mynsturs heldur þæfði hún blúndu, ull og ýmis efni saman. Grunnnámið náði yfir fjögur ár og fór eitt þeirra í starfsnám fyrir tískuhús Christian Dior og Diane Von Furstenberg. Útskriftarsýningin fór fram í júní og fékk hún að taka þátt í stærri sýningu. „Allir sýndu í skólanum en daginn eftir voru ég og 42 aðrir valdir úr þessum rúmlega 140 manna hópi til að sýna á flottari tískusýningu fyrir fjölmiðla. Það komu eiginlega allir þangað, eins og Vogue, Style.com og Catwalking.com,“ segir hún. Flíkur Anítu hafa vakið nokkra athygli. Veftímaritið Afflante birti umfjöllun og Rough Online notaði kjól í myndaþætti sínum The Graduate. „Það eru fleiri verkefni á dagskrá. Þessi stílisti hefur látið mynda aðra kjóla og þeir birtast í myndatökum. Tímaritið ID hefur einnig verið í sambandi og fékk kjól í myndatöku en ég veit ekki hvað þeir gera,“ segir hún. Aníta sýnir næstu útskriftarlínu í febrúar 2014. „Útskriftarnemar meistaranámsins sýna oft á London Fashion Week og ég stefni allavega á það,Ï segir hún.- hþt Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fleiri fréttir Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Heitasta handatískan í dag Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Sjá meira
Aníta Hirlekar útskrifaðist með BA í fatahönnun frá virta listaháskólanum Central Saint Martins í London í síðustu viku og hefur fengið inngöngu í eftirsóknarvert meistaranám hans. Sama nám hefur verið stökkpallur fyrir þekkta hönnuði á borð við Alexander McQueen. „Við vorum fjórar úr bekknum sem komust inn af sautján sem sóttu um,“ segir Aníta og telur að 10 til 15 grunnnámsnemar skólans hafi komist inn í meistaranámið. Fyrir utan McQueen námu John Galliano, Paul Smith, Sarah Burton og Stella McCartney við skólann. Aníta útskrifaðist af fatahönnunarbraut með áherslu á mynstur. Útskriftarlínan er þó ekki byggð á þrykkingu mynsturs heldur þæfði hún blúndu, ull og ýmis efni saman. Grunnnámið náði yfir fjögur ár og fór eitt þeirra í starfsnám fyrir tískuhús Christian Dior og Diane Von Furstenberg. Útskriftarsýningin fór fram í júní og fékk hún að taka þátt í stærri sýningu. „Allir sýndu í skólanum en daginn eftir voru ég og 42 aðrir valdir úr þessum rúmlega 140 manna hópi til að sýna á flottari tískusýningu fyrir fjölmiðla. Það komu eiginlega allir þangað, eins og Vogue, Style.com og Catwalking.com,“ segir hún. Flíkur Anítu hafa vakið nokkra athygli. Veftímaritið Afflante birti umfjöllun og Rough Online notaði kjól í myndaþætti sínum The Graduate. „Það eru fleiri verkefni á dagskrá. Þessi stílisti hefur látið mynda aðra kjóla og þeir birtast í myndatökum. Tímaritið ID hefur einnig verið í sambandi og fékk kjól í myndatöku en ég veit ekki hvað þeir gera,“ segir hún. Aníta sýnir næstu útskriftarlínu í febrúar 2014. „Útskriftarnemar meistaranámsins sýna oft á London Fashion Week og ég stefni allavega á það,Ï segir hún.- hþt
Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fleiri fréttir Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Heitasta handatískan í dag Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Sjá meira