Tryggja farsímasamband um allan heim 11. júlí 2012 10:30 Við Skarfahöfn Skemmtiferðaskipið Celebrity Eclipse lagðist að bryggju í Reykjavík í gær en skipið er engin smásmíði. Það er rúmir 300 metrar að lengd, tæpir 50 metrar að breidd og er samanlagður fjöldi áhafnar og farþega 4.400 manns.Fréttablaðið/VALLI Íslenska fyrirtækið On Waves, sem er að stærstum hluta í eigu Símans, tryggir áhöfn og farþegum á hátt í 600 stórskipum um allan heim farsímasamband. Í þeim hópi er fjöldi skemmtiferðaskipa en eitt þeirra, Celebrity Eclipse, lagðist að bryggju í Reykjavík í gær. „Við erum ungt fyrirtæki og á nýjum markaði sem þýðir að við höfum þurft að leggjast í talsverðar fjárfestingar. Við höfum hins vegar þegar náð talsverðum árangri og teljum að það séu mjög jákvæðir og spennandi tímar fram undan á þessum markaði," segir Kristinn Ingi Lárusson, framkvæmdastjóri On Waves. On Waves var stofnað árið 2007 af Símanum í samstarfi við tvo aðra aðila en áður hafði Síminn boðið svipaða þjónustu í samstarfi við franskt fyrirtæki. Fyrirtækið gerir skipum á hafi úti kleift að halda úti farsímaneti fyrir farþega og áhöfn á skipunum og þjónustar fyrirtækið þegar hátt í 600 skip. Flest eru þau mjög stór enda þjónusta On Waves nokkuð kostnaðarsöm og því óhentug fyrir fámennari skip. „Í nær öllum stórum skipum er gervihnattasamband í gegnum svokallað VSAT-kerfi sem tryggir símasamband og internettengingu. Það sem við gerum er að umbreyta búnaðinum þannig að hægt sé að nota farsíma í gegnum þetta kerfi," segir Kristinn Ingi og heldur áfram: „Við erum með þeim fyrstu í heiminum til að bjóða þessa þjónustu og erum nú sennilega þriðja stærsta fyrirtækið í þessum geira." Fimmtungur þeirra skipa sem On Waves á í samstarfi við telst vera ferjur eða farþegaskip. Þar af er nokkur fjöldi skemmtiferðaskipa á borð við Celebrity Eclipse þar sem samanlagður fjöldi gesta og áhafnar er 4.400 manns. Þá er fyrirtækið einnig með samninga við fjölda skipa sem þjónusta ýmiss konar iðnað. Kristinn Ingi segir að lokum mikil tækifæri til staðar á þessum markaði enda geti fyrirtækið boðið þjónustu sína um allan heim. „Auðvitað eru þau 600 skip sem við erum þegar að þjónusta talsverður fjöldi en það má hafa í huga að okkar markaður er heimurinn allur þótt fyrirtækið sé íslenskt. Það er því gríðarlegur fjöldi skipa sem við ættum að geta þjónustað," segir Kristinn. magnusl@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Innlent Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Erlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Innlent Starmer segir tíma aðgerða til kominn Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Holtavörðuheiðinni lokað Innlent Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Erlent Fleiri fréttir Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Lögblindur prestur spilar snóker og bridds eins og ekkert sé Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Fordæmalaus staða milli bandalagsríkja og spennan magnast á landsfundi „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Sjá meira
Íslenska fyrirtækið On Waves, sem er að stærstum hluta í eigu Símans, tryggir áhöfn og farþegum á hátt í 600 stórskipum um allan heim farsímasamband. Í þeim hópi er fjöldi skemmtiferðaskipa en eitt þeirra, Celebrity Eclipse, lagðist að bryggju í Reykjavík í gær. „Við erum ungt fyrirtæki og á nýjum markaði sem þýðir að við höfum þurft að leggjast í talsverðar fjárfestingar. Við höfum hins vegar þegar náð talsverðum árangri og teljum að það séu mjög jákvæðir og spennandi tímar fram undan á þessum markaði," segir Kristinn Ingi Lárusson, framkvæmdastjóri On Waves. On Waves var stofnað árið 2007 af Símanum í samstarfi við tvo aðra aðila en áður hafði Síminn boðið svipaða þjónustu í samstarfi við franskt fyrirtæki. Fyrirtækið gerir skipum á hafi úti kleift að halda úti farsímaneti fyrir farþega og áhöfn á skipunum og þjónustar fyrirtækið þegar hátt í 600 skip. Flest eru þau mjög stór enda þjónusta On Waves nokkuð kostnaðarsöm og því óhentug fyrir fámennari skip. „Í nær öllum stórum skipum er gervihnattasamband í gegnum svokallað VSAT-kerfi sem tryggir símasamband og internettengingu. Það sem við gerum er að umbreyta búnaðinum þannig að hægt sé að nota farsíma í gegnum þetta kerfi," segir Kristinn Ingi og heldur áfram: „Við erum með þeim fyrstu í heiminum til að bjóða þessa þjónustu og erum nú sennilega þriðja stærsta fyrirtækið í þessum geira." Fimmtungur þeirra skipa sem On Waves á í samstarfi við telst vera ferjur eða farþegaskip. Þar af er nokkur fjöldi skemmtiferðaskipa á borð við Celebrity Eclipse þar sem samanlagður fjöldi gesta og áhafnar er 4.400 manns. Þá er fyrirtækið einnig með samninga við fjölda skipa sem þjónusta ýmiss konar iðnað. Kristinn Ingi segir að lokum mikil tækifæri til staðar á þessum markaði enda geti fyrirtækið boðið þjónustu sína um allan heim. „Auðvitað eru þau 600 skip sem við erum þegar að þjónusta talsverður fjöldi en það má hafa í huga að okkar markaður er heimurinn allur þótt fyrirtækið sé íslenskt. Það er því gríðarlegur fjöldi skipa sem við ættum að geta þjónustað," segir Kristinn. magnusl@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Innlent Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Erlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Innlent Starmer segir tíma aðgerða til kominn Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Holtavörðuheiðinni lokað Innlent Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Erlent Fleiri fréttir Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Lögblindur prestur spilar snóker og bridds eins og ekkert sé Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Fordæmalaus staða milli bandalagsríkja og spennan magnast á landsfundi „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Sjá meira