Ferðamenn fyrirferðarmiklir í símkerfunum 10. júlí 2012 08:00 erlendir ferðamenn Frá áramótum til og með maí hafa ríflega 170 þúsund erlendir ferðamenn farið frá landinu um Leifsstöð. Hefur þeim fjölgað um fimmtung frá árinu á undan.Fréttablaðið/GVA Sú mikla aukning á fjölda ferðamanna sem orðið hefur hér á landi síðustu tvö ár hefur áhrif víðar í hagkerfinu en hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu. Eitt dæmi um áhrifin er fjölgun á notendum símkerfa símafyrirtækjanna yfir sumarmánuðina. Greint var frá því nýverið að sennilega hefðu aldrei jafn margir ferðamenn verið í Reykjavík á einum degi og hinn 18. júní síðastliðinn. Þann dag lögðu fjögur skemmtiferðaskip að bryggju við höfnina en samanlagður fjöldi farþega í skipunum var 6.500 manns. Þennan skyndilega topp í fjölda ferðamanna á Íslandi má glögglega sjá séu skoðaður tölur yfir fjölda erlendra notenda innlendra símkerfa. Á línuritinu hér til hliðar sést þróun á fjölda erlendra ferðamanna sem tengst hafa símkerfi Vodafone í júní. Hinn 18. júní voru þannig 33% fleiri erlendir farsímar í dreifikerfi Vodafone en á sama degi í fyrra. Hrannar Pétursson, framkvæmdastjóri samskiptasviðs Vodafone, segir símnotkun gefa glögga mynd af því sem um er að vera í samfélaginu. „Við sjáum oft skýr merki í símnotkun. Við samdrátt í efnahagslífinu minnkar notkun og þegar vindurinn kemur aftur í seglin sést það. Þegar landsliðið í handbolta er að spila eða þegar Eurovision er í gangi þá sjáum við það líka," segir Hrannar og bætir við að fjöldi notenda símkerfis Vodafone aukist yfir sumarmánuðina vegna ferðamanna. Hrannar segir langflesta ferðamenn sem hingað koma nota innlend símkerfi. „Flestir einfaldlega kveikja á símanum sínum þegar þeir koma til landsins og nota hann inni á því símkerfi sem þeir tengjast sjálfkrafa en stór hópur kaupir líka íslensk númer til að nota á meðan á dvölinni stendur." Hrannar segir símkerfin ráða að fullu við aukið álag. „Það er alls ekki þannig að þetta kalli á aðgerðir, það eru miklu heldur einhverjir sértækir viðburðir sem reyna á kerfin, til dæmis Menningarnótt eða Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum," segir Hrannar. Loks segir Hrannar ferðamannastrauminn hafa jákvæð áhrif á rekstur Vodafone. Það gefi augaleið að hundruð þúsunda notenda sem skráist inn á innlend símkerfi yfir árið, til viðbótar við þá sem búa á Íslandi, séu búbót fyrir símafyrirtækin. Frá áramótum til og með maí hafa 170.560 erlendir ferðamenn farið frá landinu um Leifsstöð sem er 20,7% aukning frá árinu áður. magnusl@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Sú mikla aukning á fjölda ferðamanna sem orðið hefur hér á landi síðustu tvö ár hefur áhrif víðar í hagkerfinu en hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu. Eitt dæmi um áhrifin er fjölgun á notendum símkerfa símafyrirtækjanna yfir sumarmánuðina. Greint var frá því nýverið að sennilega hefðu aldrei jafn margir ferðamenn verið í Reykjavík á einum degi og hinn 18. júní síðastliðinn. Þann dag lögðu fjögur skemmtiferðaskip að bryggju við höfnina en samanlagður fjöldi farþega í skipunum var 6.500 manns. Þennan skyndilega topp í fjölda ferðamanna á Íslandi má glögglega sjá séu skoðaður tölur yfir fjölda erlendra notenda innlendra símkerfa. Á línuritinu hér til hliðar sést þróun á fjölda erlendra ferðamanna sem tengst hafa símkerfi Vodafone í júní. Hinn 18. júní voru þannig 33% fleiri erlendir farsímar í dreifikerfi Vodafone en á sama degi í fyrra. Hrannar Pétursson, framkvæmdastjóri samskiptasviðs Vodafone, segir símnotkun gefa glögga mynd af því sem um er að vera í samfélaginu. „Við sjáum oft skýr merki í símnotkun. Við samdrátt í efnahagslífinu minnkar notkun og þegar vindurinn kemur aftur í seglin sést það. Þegar landsliðið í handbolta er að spila eða þegar Eurovision er í gangi þá sjáum við það líka," segir Hrannar og bætir við að fjöldi notenda símkerfis Vodafone aukist yfir sumarmánuðina vegna ferðamanna. Hrannar segir langflesta ferðamenn sem hingað koma nota innlend símkerfi. „Flestir einfaldlega kveikja á símanum sínum þegar þeir koma til landsins og nota hann inni á því símkerfi sem þeir tengjast sjálfkrafa en stór hópur kaupir líka íslensk númer til að nota á meðan á dvölinni stendur." Hrannar segir símkerfin ráða að fullu við aukið álag. „Það er alls ekki þannig að þetta kalli á aðgerðir, það eru miklu heldur einhverjir sértækir viðburðir sem reyna á kerfin, til dæmis Menningarnótt eða Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum," segir Hrannar. Loks segir Hrannar ferðamannastrauminn hafa jákvæð áhrif á rekstur Vodafone. Það gefi augaleið að hundruð þúsunda notenda sem skráist inn á innlend símkerfi yfir árið, til viðbótar við þá sem búa á Íslandi, séu búbót fyrir símafyrirtækin. Frá áramótum til og með maí hafa 170.560 erlendir ferðamenn farið frá landinu um Leifsstöð sem er 20,7% aukning frá árinu áður. magnusl@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira