Vel heppnuð tískuvika 7. júlí 2012 08:00 Sruli Recht sýndi herrafatalínuna The Circumsolar á tískuvikunni í París fyrir skemmstu. Hann hlaut mikið lof fyrir og var boðið að taka aftur þátt á næsta ári. Tískusýning hönnuðarins Sruli Recht var í fyrsta sinn liður af opinberri dagskrá herratískuvikunnar í París á dögunum. Sruli sýndi á sama tíma og tískuhús á borð við Issey Miyake, Pierre Cardin, Dior, Galliano, Hermés, Luis Vuitton og Rick Owens. Að sögn Sruli gekk sýningin vonum framar enda hafði hann og samstarfsfólk hans lagt ómælda vinnu í undirbúningi hennar. Sýningin var einungis ætluð kaupendum og fjölmiðlum og bættust tíu nýir kaupendur í hóp þeirra tuttugu og þriggja sem fyrir eru. Meðal þeirra er sóttu sýninguna voru Armand Hadida, sem kynnti Parísarbúum fyrir Prada og Dolce & Gabbana á níunda áratugnum, og kaupendur frá Darklands og Saks Fifth Avenue auk blaðamanna frá GQ, Indesign, Vogue, Another Man og La Couture. „Okkur var boðið að taka aftur þátt á næsta ári og var skipulagsnefndin mjög hrifin af allri umgjörð sýningarinnar og línunni sjálfri og vildi endilega hafa okkur með aftur," segir Sruli sem sýndi um tuttugu heildarklæðnaði á sýningunni sem fór fram í gömlu kauphöll Parísar. Línan nefnist The Circumsolar og er fjórða herrafatalínan sem hönnuðurinn sendir frá sér. - sm Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Tíska og hönnun Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Tískusýning hönnuðarins Sruli Recht var í fyrsta sinn liður af opinberri dagskrá herratískuvikunnar í París á dögunum. Sruli sýndi á sama tíma og tískuhús á borð við Issey Miyake, Pierre Cardin, Dior, Galliano, Hermés, Luis Vuitton og Rick Owens. Að sögn Sruli gekk sýningin vonum framar enda hafði hann og samstarfsfólk hans lagt ómælda vinnu í undirbúningi hennar. Sýningin var einungis ætluð kaupendum og fjölmiðlum og bættust tíu nýir kaupendur í hóp þeirra tuttugu og þriggja sem fyrir eru. Meðal þeirra er sóttu sýninguna voru Armand Hadida, sem kynnti Parísarbúum fyrir Prada og Dolce & Gabbana á níunda áratugnum, og kaupendur frá Darklands og Saks Fifth Avenue auk blaðamanna frá GQ, Indesign, Vogue, Another Man og La Couture. „Okkur var boðið að taka aftur þátt á næsta ári og var skipulagsnefndin mjög hrifin af allri umgjörð sýningarinnar og línunni sjálfri og vildi endilega hafa okkur með aftur," segir Sruli sem sýndi um tuttugu heildarklæðnaði á sýningunni sem fór fram í gömlu kauphöll Parísar. Línan nefnist The Circumsolar og er fjórða herrafatalínan sem hönnuðurinn sendir frá sér. - sm
Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Tíska og hönnun Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira