Leita styrkja fyrir sýningarferð 21. júní 2012 15:00 Dagur túlkar og skrifar leikritið Pabbi er dáinn, sem hann vonast til að sýna á fimmtán stöðum um landið. „Við nennum ekki að sitja heima og bora í nefið,“ segir leiklistarneminn Dagur Snær Sævarsson, eða Daily Snow líkt og hann er kallaður erlendis, sem ferðast um landið í sumar með frumsaminn einleik ásamt Magnúsi Þór Ólafssyni gítarleikara. Dagur nemur leiklist við leiklistarskólann í Holberg og Magnús er á kandídatsári við Konunglega danska Konservatoríið. Leikritið ber heitið Pabbi er dáinn og er fyrsta leikritun Dags. Verkið segir frá 26 ára gömlum Kára sem vitjar leiðis föður síns, mánuði eftir andlát hans, til að tala við hann eftir tuttugu ára aðskilnað. „Hér er litla vinnu að fá og þetta var hið eina sem kom til greina,“ segir Dagur um ástæðu hringferðarinnar. „Við viljum kynna okkar vinnu fyrir Íslendingum og safna í leiðinni peningum fyrir áframhaldandi námi.“ Stefna þeir á að sýna á fimmtán stöðum víðs vegar um landið á tímabilinu 14. júlí til 8. ágúst og er ókeypis inn á flestar sýningar. Að leggja upp í slíka sýningarferð er kostnaðarsamt. „Við höfum leitað að styrkjum hjá sjóðum og fyrirtækjum en því miður eru ekki mörg fyrirtæki spennt fyrir því að styrkja óþekkta nema,“ segir Dagur, sem leitar því til almennings við fjáröflunina. „Ef 700 manns styrkja okkur um þúsund krónur verður ferðin möguleg.“ Listnemarnir munu yfir sumarið setja þætti á veraldarvefinn þar sem fylgjast má með framleiðslunni, æfingum, og svo loks hringferðinni sjálfri. - hþt Menning Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Við nennum ekki að sitja heima og bora í nefið,“ segir leiklistarneminn Dagur Snær Sævarsson, eða Daily Snow líkt og hann er kallaður erlendis, sem ferðast um landið í sumar með frumsaminn einleik ásamt Magnúsi Þór Ólafssyni gítarleikara. Dagur nemur leiklist við leiklistarskólann í Holberg og Magnús er á kandídatsári við Konunglega danska Konservatoríið. Leikritið ber heitið Pabbi er dáinn og er fyrsta leikritun Dags. Verkið segir frá 26 ára gömlum Kára sem vitjar leiðis föður síns, mánuði eftir andlát hans, til að tala við hann eftir tuttugu ára aðskilnað. „Hér er litla vinnu að fá og þetta var hið eina sem kom til greina,“ segir Dagur um ástæðu hringferðarinnar. „Við viljum kynna okkar vinnu fyrir Íslendingum og safna í leiðinni peningum fyrir áframhaldandi námi.“ Stefna þeir á að sýna á fimmtán stöðum víðs vegar um landið á tímabilinu 14. júlí til 8. ágúst og er ókeypis inn á flestar sýningar. Að leggja upp í slíka sýningarferð er kostnaðarsamt. „Við höfum leitað að styrkjum hjá sjóðum og fyrirtækjum en því miður eru ekki mörg fyrirtæki spennt fyrir því að styrkja óþekkta nema,“ segir Dagur, sem leitar því til almennings við fjáröflunina. „Ef 700 manns styrkja okkur um þúsund krónur verður ferðin möguleg.“ Listnemarnir munu yfir sumarið setja þætti á veraldarvefinn þar sem fylgjast má með framleiðslunni, æfingum, og svo loks hringferðinni sjálfri. - hþt
Menning Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira