Reiðubúnir að leggja fram tillögu um að stöðva umræðu 16. júní 2012 09:00 alþingi Hart var tekist á um þinglok í gær. Reynt var til þrautar að ná samkomulagi en það tókst ekki. fréttablaðið/gva Allt kapp var lagt á að ná samkomulagi um þinglok í gær. Þingfundi var frestað ítrekað og þegar Fréttablaðið fór í prentun stóð til að funda klukkan 22. Útkoma fundanna ræður því hvort þing klárast í dag. Ef ekki, er vilji fyrir hendi til að beita ákvæði um að ljúka umræðu með atkvæðagreiðslu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins buðu ríkisstjórnarflokkarnir stjórnarandstöðunni upp á samkomulag sem snerist um að frumvarp um veiðigjöld yrði afgreitt fyrir sumarfrí en frumvörpum um fiskveiðistjórnun og rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða yrði frestað til hausts. Upphæð veiðigjaldsins yrði breytt og það lækkað niður í 13,2 milljarða. Atvinnuveganefnd hefur þegar lagt til lækkun frá frumvarpi ráðherra og er því ætlað að skila um 15 milljörðum króna á næsta ári, en upphaflegar tillögur ríkisstjórnarinnar gerðu ráð fyrir um fjórðungi hærri tölum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins virtist samkomulag vera að nást í gær, en Framsóknarflokkurinn setti þá fyrirvara. Hverjir þeir eru er óljóst. Þá hefur ríkisstjórnin samþykkt að dreifa greiðslum veiðigjaldsins yfir árið, en það er nokkuð sem útgerðin fór fram á. Ljóst er, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, að Sjálfstæðisflokkurinn vill tryggingu fyrir því að fiskveiðistjórnunarfrumvarp ríkisstjórnarinnar, sem lagt yrði að nýju fram á haustþingi, taki breytingum. Fjölmörg atriði í því eru umdeild og flokknum ekki að skapi. Hvernig samið yrði um slíkt er óljóst, enda óhægt um vik að binda hendur stjórnarflokkanna varðandi frumvarp sem leggja yrði fram að nýju í haust. Formenn flokkanna hittust í gærkvöldi klukkan 19 og fundurinn stóð enn þegar Fréttablaðið fór í prentun. Samkvæmt heimildum blaðsins mun þing klárast í dag, hafi samkomulag náðst. Gerist það ekki, eru stjórnarþingmenn reiðubúnir til að leggja fram tillögu um að stöðva umræðu og ganga strax til atkvæðagreiðslu, en níu þingmenn þarf til að það verði að veruleika. Slíku ákvæði hefur ekki verið beitt síðan 1949. kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Fleiri fréttir Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Sjá meira
Allt kapp var lagt á að ná samkomulagi um þinglok í gær. Þingfundi var frestað ítrekað og þegar Fréttablaðið fór í prentun stóð til að funda klukkan 22. Útkoma fundanna ræður því hvort þing klárast í dag. Ef ekki, er vilji fyrir hendi til að beita ákvæði um að ljúka umræðu með atkvæðagreiðslu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins buðu ríkisstjórnarflokkarnir stjórnarandstöðunni upp á samkomulag sem snerist um að frumvarp um veiðigjöld yrði afgreitt fyrir sumarfrí en frumvörpum um fiskveiðistjórnun og rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða yrði frestað til hausts. Upphæð veiðigjaldsins yrði breytt og það lækkað niður í 13,2 milljarða. Atvinnuveganefnd hefur þegar lagt til lækkun frá frumvarpi ráðherra og er því ætlað að skila um 15 milljörðum króna á næsta ári, en upphaflegar tillögur ríkisstjórnarinnar gerðu ráð fyrir um fjórðungi hærri tölum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins virtist samkomulag vera að nást í gær, en Framsóknarflokkurinn setti þá fyrirvara. Hverjir þeir eru er óljóst. Þá hefur ríkisstjórnin samþykkt að dreifa greiðslum veiðigjaldsins yfir árið, en það er nokkuð sem útgerðin fór fram á. Ljóst er, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, að Sjálfstæðisflokkurinn vill tryggingu fyrir því að fiskveiðistjórnunarfrumvarp ríkisstjórnarinnar, sem lagt yrði að nýju fram á haustþingi, taki breytingum. Fjölmörg atriði í því eru umdeild og flokknum ekki að skapi. Hvernig samið yrði um slíkt er óljóst, enda óhægt um vik að binda hendur stjórnarflokkanna varðandi frumvarp sem leggja yrði fram að nýju í haust. Formenn flokkanna hittust í gærkvöldi klukkan 19 og fundurinn stóð enn þegar Fréttablaðið fór í prentun. Samkvæmt heimildum blaðsins mun þing klárast í dag, hafi samkomulag náðst. Gerist það ekki, eru stjórnarþingmenn reiðubúnir til að leggja fram tillögu um að stöðva umræðu og ganga strax til atkvæðagreiðslu, en níu þingmenn þarf til að það verði að veruleika. Slíku ákvæði hefur ekki verið beitt síðan 1949. kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Fleiri fréttir Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Sjá meira