Geta dæmt sameiginlega forsjá 14. júní 2012 10:00 alþingi Frumvarpið breyttist í meðförum þingsins, en ráðherrann greiddi atkvæði með því engu að síður. fréttablaðið/gva Dómarar munu geta dæmt foreldrum sem skilja sameiginlega forsjá, en Alþingi samþykkti frumvarp um breytingar að barnalögum þess efnis á þriðjudag. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra lagði fram frumvarpið upphaflega, en þá var ekki ákvæði um dómaraheimild um sameiginlega forsjá, þrátt fyrir að í skýrslu nefndar sem fór yfir lögin hafi það verið lagt til. Ögmundur sagðist hafa talið ástæðu til að stíga varlega til jarðar í þessum málum. Í meðförum velferðarnefndar var frumvarpinu hins vegar breytt til baka og heimildin sett inn. Í rökstuðningi nefndarinnar kom meðal annars fram að Ísland væri eina ríkið á Norðurlöndunum sem ekki gefur dómurum þessa heimild. „Sú reynsla er almennt jákvæð og hefur foreldrum í flestum tilvikum tekist að vinna saman í kjölfar dóms um sameiginlega forsjá, þó svo vissulega séu dæmi þess að samstarf foreldra eftir dóm hafi ekki gengið nægilega vel," stendur í greinargerð nefndarinnar. Samkvæmt nýju lögunum er foreldrum skylt að leita sátta áður en höfðað er forræðismál eða úrskurðar krafist. Sérstakur sáttamaður boðar þá á sáttafundi og börn sem eru nægilega gömul fá að tjá sig við sáttameðferðina. Frumvarpið var samþykkt með 44 samhljóða atkvæðum. - þeb Fréttir Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Innlent Fleiri fréttir „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Sjá meira
Dómarar munu geta dæmt foreldrum sem skilja sameiginlega forsjá, en Alþingi samþykkti frumvarp um breytingar að barnalögum þess efnis á þriðjudag. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra lagði fram frumvarpið upphaflega, en þá var ekki ákvæði um dómaraheimild um sameiginlega forsjá, þrátt fyrir að í skýrslu nefndar sem fór yfir lögin hafi það verið lagt til. Ögmundur sagðist hafa talið ástæðu til að stíga varlega til jarðar í þessum málum. Í meðförum velferðarnefndar var frumvarpinu hins vegar breytt til baka og heimildin sett inn. Í rökstuðningi nefndarinnar kom meðal annars fram að Ísland væri eina ríkið á Norðurlöndunum sem ekki gefur dómurum þessa heimild. „Sú reynsla er almennt jákvæð og hefur foreldrum í flestum tilvikum tekist að vinna saman í kjölfar dóms um sameiginlega forsjá, þó svo vissulega séu dæmi þess að samstarf foreldra eftir dóm hafi ekki gengið nægilega vel," stendur í greinargerð nefndarinnar. Samkvæmt nýju lögunum er foreldrum skylt að leita sátta áður en höfðað er forræðismál eða úrskurðar krafist. Sérstakur sáttamaður boðar þá á sáttafundi og börn sem eru nægilega gömul fá að tjá sig við sáttameðferðina. Frumvarpið var samþykkt með 44 samhljóða atkvæðum. - þeb
Fréttir Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Innlent Fleiri fréttir „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Sjá meira