Gera heimildarmynd um tónlistarsögu Suðurnesja 6. júní 2012 09:15 Fjallað verður um Of Monsters and Men og fleiri flytjendur í nýrri heimildarmynd sem Anton Ingi Sigurðsson leikstýrir. Rúnar Júlíusson kemur að sjálfsögðu einnig við sögu í myndinni. Heimildarmynd um tónlistarsögu Suðurnesja er í undirbúningi. Tökur hefjast á tónlistarhátíðinni Keflavík Music Festival á fimmtudaginn. „Þegar ég frétti að það ætti að halda þessa hátíð ákvað ég að gera þetta. Ég var nýbúinn að gera stuttmynd sem gekk vel og mér fannst eins og það væri hægt að gera eitthvað „kúl“ úr þessu,“ segir leikstjórinn Anton Ingi Sigurðsson. Stuttmyndin heitir Grafir og bein og voru Hilmir Snær Guðnason og Margrét Vilhjálmsdóttir í aðalhlutverkum. Að sögn Antons Inga verður heimildarmyndin í fullri lengd. „Þetta er frekar stórt verkefni, enda um tónlistarsögu Suðurnesja. Það er úr hellingi að velja þar.“ Bítlabærinn Keflavík verður áberandi í myndinni og verður þar fjallað um goðsagnir á borð við Rúnar Júlíusson og Magnús Kjartansson. Einnig koma við sögu hljómsveitirnar Of Monsters and Men, sem kemur að hluta til úr Garði, og Klassart úr Sandgerði. Á Keflavík Music Festival verður svo fylgt eftir flytjendum borð við Retro Stefson, Lay Low og Sykri. Með Antoni Inga koma að myndinni framleiðendurnir Erlingur Jack Guðmundsson, Garðar Örn Arnarson og þeir Ólafur Geir Jónsson og Pálmi Þór Erlingsson sem skipuleggja Keflavík Music Festival. Til stendur að frumsýna myndina á Ljósanótt í Reykjanesbæ í haust og sýna hana víðar í framhaldinu. Útgáfa á mynddiski er einnig fyrirhuguð. Keflavík Music Festival verður haldin í fyrsta sinn 7. til 10. júní. Hátíðin fer fram á helstu skemmtistöðum Reykjanesbæjar og hefst hún á tónleikum á Ránni með hljómsveitunum Valdimar og Klassart. Um eitt hundrað flytjendur koma fram á hátíðinni. freyr@frettabladid.is Menning Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Heimildarmynd um tónlistarsögu Suðurnesja er í undirbúningi. Tökur hefjast á tónlistarhátíðinni Keflavík Music Festival á fimmtudaginn. „Þegar ég frétti að það ætti að halda þessa hátíð ákvað ég að gera þetta. Ég var nýbúinn að gera stuttmynd sem gekk vel og mér fannst eins og það væri hægt að gera eitthvað „kúl“ úr þessu,“ segir leikstjórinn Anton Ingi Sigurðsson. Stuttmyndin heitir Grafir og bein og voru Hilmir Snær Guðnason og Margrét Vilhjálmsdóttir í aðalhlutverkum. Að sögn Antons Inga verður heimildarmyndin í fullri lengd. „Þetta er frekar stórt verkefni, enda um tónlistarsögu Suðurnesja. Það er úr hellingi að velja þar.“ Bítlabærinn Keflavík verður áberandi í myndinni og verður þar fjallað um goðsagnir á borð við Rúnar Júlíusson og Magnús Kjartansson. Einnig koma við sögu hljómsveitirnar Of Monsters and Men, sem kemur að hluta til úr Garði, og Klassart úr Sandgerði. Á Keflavík Music Festival verður svo fylgt eftir flytjendum borð við Retro Stefson, Lay Low og Sykri. Með Antoni Inga koma að myndinni framleiðendurnir Erlingur Jack Guðmundsson, Garðar Örn Arnarson og þeir Ólafur Geir Jónsson og Pálmi Þór Erlingsson sem skipuleggja Keflavík Music Festival. Til stendur að frumsýna myndina á Ljósanótt í Reykjanesbæ í haust og sýna hana víðar í framhaldinu. Útgáfa á mynddiski er einnig fyrirhuguð. Keflavík Music Festival verður haldin í fyrsta sinn 7. til 10. júní. Hátíðin fer fram á helstu skemmtistöðum Reykjanesbæjar og hefst hún á tónleikum á Ránni með hljómsveitunum Valdimar og Klassart. Um eitt hundrað flytjendur koma fram á hátíðinni. freyr@frettabladid.is
Menning Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira