Samleikurinn leikhús-Viagra 6. júní 2012 10:00 Melkorka fær mikið lof fyrir leik sinn á breskum leikhúsfjölum. „Það er heiður að leika á móti svona reyndum leikara,“ segir Melkorka Óskarsdóttir. Hún hefur hlotið mikið lof fyrir leik sinn í leikritinu Beast í London, sem frumsýnt var síðasta miðvikudag. Melkorka útskrifaðist fyrir fjórum árum með BA-gráðu í leiklist frá London Academy of Music and Dramatic Art og er þetta með fyrstu verkefnum hennar á þarlendu leiksviði. „Ég hef leikið í auglýsingum og tekið að mér smærri hlutverk í bíómyndum og þáttum. Eftir útskrift hef ég lítið leikið á Íslandi en meðal annars í stuttmynd Marteins Þórssonar, leikstjóra Roklands.“ Gagnrýnendur hafa farið fögrum orðum um sýninguna og fékk hún fimm stjörnu dóm á vefsíðu The Public Reviews. Þar er Melkorka sögð sýna mikinn þroska og dýpt í leik miðað við aldur ásamt því að vera skemmtileg áhorfs. Mótleikari hennar er Kieron Jecchinis. Hann á að baki langan feril í breskum leikhúsheimi. „Síðast fór hann með hlutverk í leikritinu Bingo á móti hinum þekkta Patrick Stewart í heimsfræga leikhúsinu Old Vic.“ Jecchinis hefur einnig leikið í kvikmyndum og er eflaust þekktastur fyrir leik sinn í Full Metal Jacket eftir Stanley Kubrick. Leikritið fjallar um ástarsamband eldri listamanns við vændiskonu. Samleikur þeirra er sagður í áðurnefndum dómi vera nálægur því að endurvekja fræg ummæli Charles Spencer, gagnrýnanda Telegraph, um algjört leikhús-Viagra. „Á köflum er verkið mjög sorglegt og við höfum grætt marga, sem er mjög gaman.“ Ungi leikhópurinn UNTitled Theatre stendur að baki uppsetningunni sem verður sýnd til 17. júní. Einnig koma þau fram á hátíð tengdri Ólympíuleikunum í júlí. -hþt Menning Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Það er heiður að leika á móti svona reyndum leikara,“ segir Melkorka Óskarsdóttir. Hún hefur hlotið mikið lof fyrir leik sinn í leikritinu Beast í London, sem frumsýnt var síðasta miðvikudag. Melkorka útskrifaðist fyrir fjórum árum með BA-gráðu í leiklist frá London Academy of Music and Dramatic Art og er þetta með fyrstu verkefnum hennar á þarlendu leiksviði. „Ég hef leikið í auglýsingum og tekið að mér smærri hlutverk í bíómyndum og þáttum. Eftir útskrift hef ég lítið leikið á Íslandi en meðal annars í stuttmynd Marteins Þórssonar, leikstjóra Roklands.“ Gagnrýnendur hafa farið fögrum orðum um sýninguna og fékk hún fimm stjörnu dóm á vefsíðu The Public Reviews. Þar er Melkorka sögð sýna mikinn þroska og dýpt í leik miðað við aldur ásamt því að vera skemmtileg áhorfs. Mótleikari hennar er Kieron Jecchinis. Hann á að baki langan feril í breskum leikhúsheimi. „Síðast fór hann með hlutverk í leikritinu Bingo á móti hinum þekkta Patrick Stewart í heimsfræga leikhúsinu Old Vic.“ Jecchinis hefur einnig leikið í kvikmyndum og er eflaust þekktastur fyrir leik sinn í Full Metal Jacket eftir Stanley Kubrick. Leikritið fjallar um ástarsamband eldri listamanns við vændiskonu. Samleikur þeirra er sagður í áðurnefndum dómi vera nálægur því að endurvekja fræg ummæli Charles Spencer, gagnrýnanda Telegraph, um algjört leikhús-Viagra. „Á köflum er verkið mjög sorglegt og við höfum grætt marga, sem er mjög gaman.“ Ungi leikhópurinn UNTitled Theatre stendur að baki uppsetningunni sem verður sýnd til 17. júní. Einnig koma þau fram á hátíð tengdri Ólympíuleikunum í júlí. -hþt
Menning Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira