Ég er enn í hálfgerðu losti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. júní 2012 10:00 Margrét Lára (fyrir miðju) fagnar Þýskalandstitlinum með liðsfélögum sínum á mánudagskvöldið. Mynd/Nordic Photos/Getty Margrét Lára Viðarsdóttir, sem varð á dögunum Þýskalandsmeistari með Turbine Potsdam, segist ennþá vera að átta sig á titlinum. Hún segist skilja í góðu við þýska liðið en þarf að njóta meiri skilnings á meiðslum sínum á næsta viðkomustað. „Ég held að þetta gerist ekkert stærra í kvennafótboltanum hvað varðar spennu og umgjörð. Það var hrikalega gaman að taka þátt í þessu. Á seinasta leiknum voru sjö þúsund áhorfendur, völlurinn kjaftfullur og allir að öskra og klappa. Fólk byrjaði að mæta einum og hálfum tíma fyrir leik og fagnaði með okkur í klukkutíma eftir á. Í rauninni áttar maður sig ekki á því að svona sé til í kvennafótboltanum," sagði Margrét Lára en mikil spenna var í toppbaráttunni fram að síðustu umferðinni. „Seinasti mánuðurinn var rosalegur þar sem við spiluðum úrslitaleik í hverri einustu viku," segir Margrét sem segir liðið hafa verið komið með bakið upp við vegg. Liðið lagði keppinautana þrjá að velli í háspennuleikjum í lokaumferðunum. Lítill skilningur á meiðslunum„Þessir leikir voru allir mjög spennandi, skemmtilegir og hágæðafótbolti. Ég er ennþá í hálfgerðu losti eftir þetta," sagði landsliðskonan sem skoraði eitt marka Potsdam í auðveldum 8-0 sigri á Leipzig í síðasta leiknum. „Sá var hálfgert formsatriði enda féll Leipzig með miklum yfirburðum. Það hefði verið mikið slys hefðum við klúðrað honum," sagði landsliðskonan. Það er skammt stórra högga á milli í lífi knattspyrnukonunnar Margrétar Láru. Aðeins klukkustundum eftir að hún fagnaði Þýskalandstitlinum ræddi hún við læknateymi Potsdam og ljóst varð að hún yrði ekki áfram í herbúðum félagsins. Margrét Lára hefur glímt við álagsmeiðsli aftan í læri í fjögur ár. Meiðslin eru þó þess eðlis að röntgenmyndir sýna ekki að um nein meiðsli séu að ræða. Hjá Potsdam er æft tíu sinnum í viku auk leikja þannig að álagið er mikið og líða oft fjórtán eða fimmtán dagar á milli hvíldardaga. Lítill skilningur hefur verið á álagsmeiðslum Margrétar Láru. „Kröfurnar hjá Potsdam eru miklar. Þjálfarinn verður sjötugur á þessu ári, hefur þjálfað liðið í fjörutíu ár og er Austur-Þjóðverji. Hann er með sína uppskrift að meistaraliði," segir landsliðskonan sem segist bera mikla virðingu fyrir honum og hans störfum. Æfingaálagið hjá félaginu sé þó þess eðlis að það gangi ekki upp fyrir hana sem séu mikil vonbrigði. „Ég var mjög ánægð í Potsdam og naut tímans rosalega vel. Ég féll vel inn í spilamennsku liðsins og liðið hentaði mér mjög vel. En fótbolti er eins og lífið, það er ekki alltaf eins og maður kýs." Vill halda Draumnum lifandiÍslenska kvennalandsliðið leikur tvo mikilvæga leiki gegn Ungverjum og Búlgaríu í undankeppni Evrópumótsins um miðjan júní. Margrét Lára hefur tekið því rólega undanfarna daga en stefnir á að æfa í kjölfarið með Valskonum í aðdraganda landsleikjanna. „Ég vona að kraftaverk gerist á næstu dögum og vikum svo ég geti spilað af minni mestu getu með landsliðinu. Ég ætla að gera allt sem ég get til þess að verða klár," segir Margrét Lára sem stefnir á að komast að hjá nýju liði erlendis síðari hluta sumars. „Ég vil halda atvinnumannadraumnum lifandi í nokkur ár í viðbót. Ég er ekki alveg tilbúin að koma heim. Formsatriðið hjá mér er að ná heilsu og komast að hjá liði erlendis sem hefur skilning á mínum meiðslum," segir Margrét Lára. Þýski boltinn Mest lesið Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Formúla 1 Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Handbolti Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Íslenski boltinn Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Enski boltinn Sigurbjörn hættur: „Árangurinn hefur verið stórkostlegur“ Sport Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Enski boltinn Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Fótbolti Ronaldo þénar 150 milljónum meira en Messi Fótbolti Mamardashvili í markinu gegn United Enski boltinn Fleiri fréttir Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Blikar mæta dönsku meisturunum í 16-liða úrslitum Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Mamardashvili í markinu gegn United Ronaldo þénar 150 milljónum meira en Messi Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Vinicius Junior bauð í svaka partý en gæti endað í fangelsi Gæti náð Liverpool-leiknum Diljá og félagar náðu ekki að snúa við blaðinu Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Borgarstjóri Boston svarar Trump „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Sjá meira
Margrét Lára Viðarsdóttir, sem varð á dögunum Þýskalandsmeistari með Turbine Potsdam, segist ennþá vera að átta sig á titlinum. Hún segist skilja í góðu við þýska liðið en þarf að njóta meiri skilnings á meiðslum sínum á næsta viðkomustað. „Ég held að þetta gerist ekkert stærra í kvennafótboltanum hvað varðar spennu og umgjörð. Það var hrikalega gaman að taka þátt í þessu. Á seinasta leiknum voru sjö þúsund áhorfendur, völlurinn kjaftfullur og allir að öskra og klappa. Fólk byrjaði að mæta einum og hálfum tíma fyrir leik og fagnaði með okkur í klukkutíma eftir á. Í rauninni áttar maður sig ekki á því að svona sé til í kvennafótboltanum," sagði Margrét Lára en mikil spenna var í toppbaráttunni fram að síðustu umferðinni. „Seinasti mánuðurinn var rosalegur þar sem við spiluðum úrslitaleik í hverri einustu viku," segir Margrét sem segir liðið hafa verið komið með bakið upp við vegg. Liðið lagði keppinautana þrjá að velli í háspennuleikjum í lokaumferðunum. Lítill skilningur á meiðslunum„Þessir leikir voru allir mjög spennandi, skemmtilegir og hágæðafótbolti. Ég er ennþá í hálfgerðu losti eftir þetta," sagði landsliðskonan sem skoraði eitt marka Potsdam í auðveldum 8-0 sigri á Leipzig í síðasta leiknum. „Sá var hálfgert formsatriði enda féll Leipzig með miklum yfirburðum. Það hefði verið mikið slys hefðum við klúðrað honum," sagði landsliðskonan. Það er skammt stórra högga á milli í lífi knattspyrnukonunnar Margrétar Láru. Aðeins klukkustundum eftir að hún fagnaði Þýskalandstitlinum ræddi hún við læknateymi Potsdam og ljóst varð að hún yrði ekki áfram í herbúðum félagsins. Margrét Lára hefur glímt við álagsmeiðsli aftan í læri í fjögur ár. Meiðslin eru þó þess eðlis að röntgenmyndir sýna ekki að um nein meiðsli séu að ræða. Hjá Potsdam er æft tíu sinnum í viku auk leikja þannig að álagið er mikið og líða oft fjórtán eða fimmtán dagar á milli hvíldardaga. Lítill skilningur hefur verið á álagsmeiðslum Margrétar Láru. „Kröfurnar hjá Potsdam eru miklar. Þjálfarinn verður sjötugur á þessu ári, hefur þjálfað liðið í fjörutíu ár og er Austur-Þjóðverji. Hann er með sína uppskrift að meistaraliði," segir landsliðskonan sem segist bera mikla virðingu fyrir honum og hans störfum. Æfingaálagið hjá félaginu sé þó þess eðlis að það gangi ekki upp fyrir hana sem séu mikil vonbrigði. „Ég var mjög ánægð í Potsdam og naut tímans rosalega vel. Ég féll vel inn í spilamennsku liðsins og liðið hentaði mér mjög vel. En fótbolti er eins og lífið, það er ekki alltaf eins og maður kýs." Vill halda Draumnum lifandiÍslenska kvennalandsliðið leikur tvo mikilvæga leiki gegn Ungverjum og Búlgaríu í undankeppni Evrópumótsins um miðjan júní. Margrét Lára hefur tekið því rólega undanfarna daga en stefnir á að æfa í kjölfarið með Valskonum í aðdraganda landsleikjanna. „Ég vona að kraftaverk gerist á næstu dögum og vikum svo ég geti spilað af minni mestu getu með landsliðinu. Ég ætla að gera allt sem ég get til þess að verða klár," segir Margrét Lára sem stefnir á að komast að hjá nýju liði erlendis síðari hluta sumars. „Ég vil halda atvinnumannadraumnum lifandi í nokkur ár í viðbót. Ég er ekki alveg tilbúin að koma heim. Formsatriðið hjá mér er að ná heilsu og komast að hjá liði erlendis sem hefur skilning á mínum meiðslum," segir Margrét Lára.
Þýski boltinn Mest lesið Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Formúla 1 Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Handbolti Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Íslenski boltinn Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Enski boltinn Sigurbjörn hættur: „Árangurinn hefur verið stórkostlegur“ Sport Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Enski boltinn Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Fótbolti Ronaldo þénar 150 milljónum meira en Messi Fótbolti Mamardashvili í markinu gegn United Enski boltinn Fleiri fréttir Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Blikar mæta dönsku meisturunum í 16-liða úrslitum Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Mamardashvili í markinu gegn United Ronaldo þénar 150 milljónum meira en Messi Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Vinicius Junior bauð í svaka partý en gæti endað í fangelsi Gæti náð Liverpool-leiknum Diljá og félagar náðu ekki að snúa við blaðinu Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Borgarstjóri Boston svarar Trump „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Sjá meira