Milljarðatugir fólgnir í þara 31. maí 2012 07:00 Þörungaiðnaður á Íslandi felur í sér gríðarlega möguleika. Um mannaflsfrekan milljarðaiðnað er að ræða ef rétt verður haldið á málum. Hins vegar vantar sárlega fjármagn til að halda áfram rannsóknum á auðlind sem liggur óhreyfð í fjörum landsins. Hörður G. Kristinsson, sviðs- og rannsóknastjóri Matís, segir að stofnunin sé þegar búin að stunda rannsóknir á möguleikum þörungaiðnaðar í ýmsu samhengi. „Þetta er gullpottur sem við sitjum á án þess að gefa honum gaum. Matís hefur rannsakað aðferðir til að vinna virk efni úr þörungum lengi og við erum komin á það stig að við gætum hafið framleiðslu." Hörður segir að til þess að koma iðnaði á koppinn þurfi tvennt: Fjárfesta til að nýta þá þekkingu sem er fyrirliggjandi og hins vegar rannsókna- og þróunarfé. „Ég vil að gerð verði nýtingaráætlun byggð á hugsun um sjálfbærni; að gert verði átak líkt og í fiskiðnaði," segir Hörður. Mikið er til af hráefni hér á landi og það er lítið nýtt. Núna er það aðeins Þörungaverksmiðjan sem nýtir þang og fáeinir einkaaðilar sem þurrka þang til manneldis. Þá hefur Bláa lónið náð eftirtektarverðum árangri við að nýta þörunga í snyrtivörur. Hörður segir að bæta megi þörungum í matvæli til að gera þau næringarríkari og bragðbetri. Þörungar eru notaðir í fæðubótarefni, eins og Frakkar og Írar hafa gert. Norðmenn sjá þörunga í samhengi við framleiðslu á lífrænu eldsneyti. „Tækifæri okkar hérna á Íslandi eru fjölbreyttari en víðast hvar vegna hreinnar náttúru. Þangið okkar býr við erfið skilyrði og hefur þróað með sér efni sem hægt er að nota í læknisfræðilegum tilgangi. Efnin sem eru eftirsóknarverð eru í stuttu máli í meiri styrk en annars staðar. Það vekur áhuga erlendis frá en eftirspurn eftir þessum vörum er miklum mun meiri en framboðið á heimsvísu," segir Hörður. Þegar hafa erlend fyrirtæki lýst yfir áhuga við Matís á að nýta ódýra orku til framleiðslu í stórum stíl á smáþörungum í gróðurhúsum. „Það eru ákveðnir þörungar sem eru fullir af mjög dýrum efnum og ég sé fyrir mér að innan fárra ára verðum við komin með til landsins nokkur erlend fyrirtæki í þessari framleiðslu, enda getum við alltaf bent á að við þessa framleiðslu sé nýtt græn orka. Við það getur ekkert annað land keppt." Þörungaiðnaður er mannaflsfrekur á öllum stigum framleiðslu, og krefst jafnt menntaðs og ómenntaðs starfsfólks. - shá Fréttir Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Þörungaiðnaður á Íslandi felur í sér gríðarlega möguleika. Um mannaflsfrekan milljarðaiðnað er að ræða ef rétt verður haldið á málum. Hins vegar vantar sárlega fjármagn til að halda áfram rannsóknum á auðlind sem liggur óhreyfð í fjörum landsins. Hörður G. Kristinsson, sviðs- og rannsóknastjóri Matís, segir að stofnunin sé þegar búin að stunda rannsóknir á möguleikum þörungaiðnaðar í ýmsu samhengi. „Þetta er gullpottur sem við sitjum á án þess að gefa honum gaum. Matís hefur rannsakað aðferðir til að vinna virk efni úr þörungum lengi og við erum komin á það stig að við gætum hafið framleiðslu." Hörður segir að til þess að koma iðnaði á koppinn þurfi tvennt: Fjárfesta til að nýta þá þekkingu sem er fyrirliggjandi og hins vegar rannsókna- og þróunarfé. „Ég vil að gerð verði nýtingaráætlun byggð á hugsun um sjálfbærni; að gert verði átak líkt og í fiskiðnaði," segir Hörður. Mikið er til af hráefni hér á landi og það er lítið nýtt. Núna er það aðeins Þörungaverksmiðjan sem nýtir þang og fáeinir einkaaðilar sem þurrka þang til manneldis. Þá hefur Bláa lónið náð eftirtektarverðum árangri við að nýta þörunga í snyrtivörur. Hörður segir að bæta megi þörungum í matvæli til að gera þau næringarríkari og bragðbetri. Þörungar eru notaðir í fæðubótarefni, eins og Frakkar og Írar hafa gert. Norðmenn sjá þörunga í samhengi við framleiðslu á lífrænu eldsneyti. „Tækifæri okkar hérna á Íslandi eru fjölbreyttari en víðast hvar vegna hreinnar náttúru. Þangið okkar býr við erfið skilyrði og hefur þróað með sér efni sem hægt er að nota í læknisfræðilegum tilgangi. Efnin sem eru eftirsóknarverð eru í stuttu máli í meiri styrk en annars staðar. Það vekur áhuga erlendis frá en eftirspurn eftir þessum vörum er miklum mun meiri en framboðið á heimsvísu," segir Hörður. Þegar hafa erlend fyrirtæki lýst yfir áhuga við Matís á að nýta ódýra orku til framleiðslu í stórum stíl á smáþörungum í gróðurhúsum. „Það eru ákveðnir þörungar sem eru fullir af mjög dýrum efnum og ég sé fyrir mér að innan fárra ára verðum við komin með til landsins nokkur erlend fyrirtæki í þessari framleiðslu, enda getum við alltaf bent á að við þessa framleiðslu sé nýtt græn orka. Við það getur ekkert annað land keppt." Þörungaiðnaður er mannaflsfrekur á öllum stigum framleiðslu, og krefst jafnt menntaðs og ómenntaðs starfsfólks. - shá
Fréttir Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira