Draumur um barn í lausu lofti vegna tafa 19. maí 2012 11:00 Óánægð Tinna og Marinó geta ekki sótt um barn vegna þess að þau komast ekki á nauðsynlegt námskeið á vegum Íslenskrar ættleiðingar. Mynd/finnbogi Marinósson „Mér finnst fáránlegt að einhverjir karlar í jakkafötum, án þess að ég sé með einhverja fordóma, geti stjórnað því hvort ég fái minn æðsta draum uppfylltan," segir Tinna Rúnarsdóttir, sem sér fram á að geta ekki eignast barn ef Íslensk ættleiðing fær ekki fjárveitingar frá ríkinu til að halda nauðsynleg námskeið fyrir verðandi kjörforeldra. Félagið hætti að bjóða upp á námskeiðin fyrir um mánuði vegna þess að ekki hafa náðst samningar við stjórnvöld um fjárframlög. Mánuði fyrr hafði félagið frestað aðalfundi sínum af sömu ástæðu. Tinna segir að sér finnist ráðuneytið hafa verið allt of lengi að bregðast við. „Ef það eru til peningar til að endurnýja bílaflota ráðherra þá eru til peningar til að styrkja Íslenska ættleiðingu og halda þessi námskeið," segir hún. Hörður Svavarsson, formaður Íslenskrar ættleiðingar, segir að til standi að tilkynna félagsmönnum nú um helgina að komið sé að því að ganga á varasjóð félagsins. „Í reglugerð segir að félaginu beri að haga rekstri sínum þannig að ef það verður lagt niður séu til fjármunir til að fylgja eftir þeim umsóknum sem kunna að vera til staðar þegar starfsemin hættir," útskýrir Hörður. „Núna er félagið í lokunarfasa – eða frágangsferli. Það þýðir að þegar þessi sjóður er upp urinn, einhvern tímann í haust, þá er ekki lengur neitt svigrúm til að starfa." Tinna og maður hennar, Marinó Magnús Guðmundsson, fengu forsamþykki frá íslenskum stjórnvöldum fyrir ættleiðingu í mars en lengra komast þau ekki vegna þess að seta á námskeiðinu er skilyrði fyrir því að hægt sé að senda umsókn úr landi. „Það er enginn að fara að ættleiða nema þetta námskeið verði haldið. Ef þau gera ekki eitthvað í þessu þá eru þau að fara að stoppa ættleiðingu til Íslands. Þetta er ekkert flókið," segir Tinna. Hún er sjálf ættleidd og segir að nú til dags sé biðtíminn umtalsvert lengri en var þegar hún kom til landsins, þótt ekki bætist við tafir við að leysa úr málinu í innanríkisráðuneytinu. Tinna hefur óskað eftir fundi með Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra en kveðst ekki enn hafa fengið svar við beiðninni. Hörður segir að Íslensk ættleiðing sé nokkurn veginn í sömu stöðu núna og fyrir tveimur mánuðum. „Okkur hefur reyndar verið sagt að kannski komi eitthvað inn á fjáraukalög í haust, en höfum enga fullvissu um það," segir hann. Ekki náðist í Ögmund Jónasson í gær. Hann er staddur erlendis. stigur@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Fleiri fréttir Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sjá meira
„Mér finnst fáránlegt að einhverjir karlar í jakkafötum, án þess að ég sé með einhverja fordóma, geti stjórnað því hvort ég fái minn æðsta draum uppfylltan," segir Tinna Rúnarsdóttir, sem sér fram á að geta ekki eignast barn ef Íslensk ættleiðing fær ekki fjárveitingar frá ríkinu til að halda nauðsynleg námskeið fyrir verðandi kjörforeldra. Félagið hætti að bjóða upp á námskeiðin fyrir um mánuði vegna þess að ekki hafa náðst samningar við stjórnvöld um fjárframlög. Mánuði fyrr hafði félagið frestað aðalfundi sínum af sömu ástæðu. Tinna segir að sér finnist ráðuneytið hafa verið allt of lengi að bregðast við. „Ef það eru til peningar til að endurnýja bílaflota ráðherra þá eru til peningar til að styrkja Íslenska ættleiðingu og halda þessi námskeið," segir hún. Hörður Svavarsson, formaður Íslenskrar ættleiðingar, segir að til standi að tilkynna félagsmönnum nú um helgina að komið sé að því að ganga á varasjóð félagsins. „Í reglugerð segir að félaginu beri að haga rekstri sínum þannig að ef það verður lagt niður séu til fjármunir til að fylgja eftir þeim umsóknum sem kunna að vera til staðar þegar starfsemin hættir," útskýrir Hörður. „Núna er félagið í lokunarfasa – eða frágangsferli. Það þýðir að þegar þessi sjóður er upp urinn, einhvern tímann í haust, þá er ekki lengur neitt svigrúm til að starfa." Tinna og maður hennar, Marinó Magnús Guðmundsson, fengu forsamþykki frá íslenskum stjórnvöldum fyrir ættleiðingu í mars en lengra komast þau ekki vegna þess að seta á námskeiðinu er skilyrði fyrir því að hægt sé að senda umsókn úr landi. „Það er enginn að fara að ættleiða nema þetta námskeið verði haldið. Ef þau gera ekki eitthvað í þessu þá eru þau að fara að stoppa ættleiðingu til Íslands. Þetta er ekkert flókið," segir Tinna. Hún er sjálf ættleidd og segir að nú til dags sé biðtíminn umtalsvert lengri en var þegar hún kom til landsins, þótt ekki bætist við tafir við að leysa úr málinu í innanríkisráðuneytinu. Tinna hefur óskað eftir fundi með Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra en kveðst ekki enn hafa fengið svar við beiðninni. Hörður segir að Íslensk ættleiðing sé nokkurn veginn í sömu stöðu núna og fyrir tveimur mánuðum. „Okkur hefur reyndar verið sagt að kannski komi eitthvað inn á fjáraukalög í haust, en höfum enga fullvissu um það," segir hann. Ekki náðist í Ögmund Jónasson í gær. Hann er staddur erlendis. stigur@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Fleiri fréttir Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sjá meira