Ráðuneytið segir Deloitte falsa tölur 16. maí 2012 09:00 Löndun Í greinargerð sjávarútvegsráðuneytisins segir að niðurstöður endurskoðunarfyrirtækisins Deloitte um afleiðingar veiðigjalds séu ekki marktækar. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið segir endurskoðunarfyrirtækið Deloitte falsa tölur í greinargerð sinni um afleiðingar veiðigjalds. Niðurstöður fyrirtækisins séu ekki marktækar og ekki hægt að byggja á þeim. Þetta kemur fram í greinargerð ráðuneytisins sem send var nefndarmönnum í atvinnuveganefnd Alþingis í gær. Hvað mat fyrirtækisins á áhrifum á einstök félög í sjávarútvegi varðar segir að fyrirtækið gangi út frá öfugum tengslum hagkvæmni og afkomuhorfa. Ráðuneytið segir það niðurstöður Deloitte að því hærri sem tekjur á hvert kíló séu og því lægri kostnaður, því verri séu afkomuhorfur. Fyrirtækið reikni afskriftir sem hlutfall af EBITDA (hagnaður fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta) og ofreikni vexti. „Þessi dæmi Deloitte sýna öðru betur að greining þeirra byggist ekki á mati afkomu og arðsemi veiða og vinnslu en snýst um að haga bókhaldslegum stærðum með þeim hætti sem henta þykir." Þá segja ráðuneytismenn Deloitte ofmeta fjárfestingarþörf um sjö milljarða króna með því að segja hana 30 prósent af EBITDA. „Þessi forsenda er fráleit og leiðir til villandi niðurstöðu," segir í greinargerðinni. Til að mynda sé fjárfestingaþörf árins 2010 áætluð þrátt fyrir að hún liggi þegar fyrir sem raunstærð. Þá er afskriftaþörfin sögð ofmetin um 60 prósent með því að miða við heimildir um hraðari afskriftir, en ekki efnahagslega rýrnun eigna miðað við endingartíma. Þá sé það gert við veiðiheimildir sem eðli sínu samkvæmt séu „ekki afskrifanlegar þar sem þær rýrna ekki við notkun líkt og frystihús og skip gera." Þá sé fjármagnskostnaður ofreiknaður með tvennum hætti. Í fyrsta lagi sé skuldastofn ofmetinn með því að tilgreina allar skuldir útgerðarfyrirtækja, einnig þær sem tengjast fjárfestingu í óskyldri starfsemi, en ekki tekjur vegna þess rekstrar. Þá reikni Deloitte nú með 6% vöxtum en í ársreikningi Granda sjáist að nafnvextir lána í evrum séu á milli 4 og 5 prósent. Ofmat Deloitte á afskriftum og vaxtagjöldum nemi frá 12 og hátt í 20 milljarða. Að lokum er athygli vakin á því að margar umsagnir um frumvarpið byggist á niðurstöðum Deloitte „og ætla mætti að þær væru öðruvísi ef að vandaðra mat lægi þeim til hliðsjónar."- kóp Fréttir Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Fleiri fréttir „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Sjá meira
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið segir endurskoðunarfyrirtækið Deloitte falsa tölur í greinargerð sinni um afleiðingar veiðigjalds. Niðurstöður fyrirtækisins séu ekki marktækar og ekki hægt að byggja á þeim. Þetta kemur fram í greinargerð ráðuneytisins sem send var nefndarmönnum í atvinnuveganefnd Alþingis í gær. Hvað mat fyrirtækisins á áhrifum á einstök félög í sjávarútvegi varðar segir að fyrirtækið gangi út frá öfugum tengslum hagkvæmni og afkomuhorfa. Ráðuneytið segir það niðurstöður Deloitte að því hærri sem tekjur á hvert kíló séu og því lægri kostnaður, því verri séu afkomuhorfur. Fyrirtækið reikni afskriftir sem hlutfall af EBITDA (hagnaður fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta) og ofreikni vexti. „Þessi dæmi Deloitte sýna öðru betur að greining þeirra byggist ekki á mati afkomu og arðsemi veiða og vinnslu en snýst um að haga bókhaldslegum stærðum með þeim hætti sem henta þykir." Þá segja ráðuneytismenn Deloitte ofmeta fjárfestingarþörf um sjö milljarða króna með því að segja hana 30 prósent af EBITDA. „Þessi forsenda er fráleit og leiðir til villandi niðurstöðu," segir í greinargerðinni. Til að mynda sé fjárfestingaþörf árins 2010 áætluð þrátt fyrir að hún liggi þegar fyrir sem raunstærð. Þá er afskriftaþörfin sögð ofmetin um 60 prósent með því að miða við heimildir um hraðari afskriftir, en ekki efnahagslega rýrnun eigna miðað við endingartíma. Þá sé það gert við veiðiheimildir sem eðli sínu samkvæmt séu „ekki afskrifanlegar þar sem þær rýrna ekki við notkun líkt og frystihús og skip gera." Þá sé fjármagnskostnaður ofreiknaður með tvennum hætti. Í fyrsta lagi sé skuldastofn ofmetinn með því að tilgreina allar skuldir útgerðarfyrirtækja, einnig þær sem tengjast fjárfestingu í óskyldri starfsemi, en ekki tekjur vegna þess rekstrar. Þá reikni Deloitte nú með 6% vöxtum en í ársreikningi Granda sjáist að nafnvextir lána í evrum séu á milli 4 og 5 prósent. Ofmat Deloitte á afskriftum og vaxtagjöldum nemi frá 12 og hátt í 20 milljarða. Að lokum er athygli vakin á því að margar umsagnir um frumvarpið byggist á niðurstöðum Deloitte „og ætla mætti að þær væru öðruvísi ef að vandaðra mat lægi þeim til hliðsjónar."- kóp
Fréttir Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Fleiri fréttir „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Sjá meira