Styðja búsetu óháð formi 15. maí 2012 06:30 horft úr hallgrímskirkju Tillögurnar gera ráð fyrir samtímagreiðslu húsnæðisbóta óháð því hvort um leigu eða eign er að ræða. Kostnaðarauki miðað við núverandi kerfi er á bilnu 4 til 9 milljarðar króna, eftir úfærslum.fréttablaðið/vilhelm Nýtt kerfi húsnæðisbóta verður kynnt í dag. Það kemur í stað húsaleigu- og vaxtabóta. Um samtímagreiðslur verður að ræða og verða greiðslurnar óháðar því hvort fólk leigir eða á eigið húsnæði. Starfshópur leggur fram nokkrar útfærslur en ljóst er að kostnaður við bótakerfið mun aukast um milljarða frá því sem nú er. Vinnuhópur velferðarráðherra kynnir skýrslu sína um húsnæðisbætur í dag. Þar er lagt til að komið verði á fót nýju kerfi húsnæðisbóta og húsaleigubætur og vaxtabætur verði lagðar af. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá verður kerfið byggt á samtímagreiðslum. Starfshópurinn hefur sett upp nokkur dæmi um mismunandi upphæð bótanna. Miðað við fjöldaStarfshópurinn var skipaður 4. nóvember 2010 og í skipunarbréfi hans segir: „Fyrsta verkefni samráðshópsins er skoðun á úrræðum til að styrkja leigu- og búseturéttarkosti með það að markmiði að mæta stöðu sem upp er komin í húsnæðismálum í kjölfar efnahagsþrenginganna." Í því ljósi hefur starfshópurinn skoðað samspil húsaleigubóta og vaxtabóta og lagt nýja kerfið til. Bætur verða miðaðar við fjölda einstaklinga í heimili. Þá verða þær tengdar tekjum og hefur starf hópsins meðal annars lotið að því að finna tekjumörk við hæfi. Leiga verði raunverulegt valHilmar Ögmundsson, hagfræðingur BSRB, átti sæti í starfshópnum. Hann segir tillögur hópsins ríma vel við áherslur BSRB undanfarin ár um að jafna bótagreiðslur á milli ólíkra búsetuforma. „Markmið nefndarinnar var að jafna húsnæðisstuðning hins opinbera milli ólíkra búsetuforma og stuðla að því að heimili eigi raunverulegt val á milli leigu-, búseturéttar- og eignaríbúða. Ef þessar tillögur ganga eftir er það skref í rétta átt að því markmiði. Kannanir hafa sýnt að fjöldi fólks hér á landi sem er nú í eigin húsnæði vill frekar búa í leiguhúsnæði, en framboðið er ekki nægt. Fjárhagsstuðningur við þá sem eiga húsnæði hefur verið umtalsvert meiri en við þá sem leigja en þessar tillögur jafna rétt fólks á bótum á milli hinna ólíku búsetuforma og það hefur verið eitt af baráttumálum BSRB undanfarin ár." Grunnbætur og stuðullBæturnar miðast við einn einstakling í heimili. Ofan á þær leggst margföldunarstuðull eftir því hversu margir eru í heimili, óháð aldri viðkomandi. Einstaklingur fær því, án tekjuskerðingar, 22 þúsund í bætur, tveir í heimili fá 1,4 sinnum 22 þúsund og stuðullinn breytist eftir því sem fjölgar í heimili upp í sex manns. Sami stuðull reiknast á frítekjumarkið.Í drögum að skýrslunni kemur fram að ekki var eining innan hópsins um hvaða tekjuskilgreining skyldi ráða við tekjuskerðinguna, en samstaða var þó um að allar skattskyldar tekjur skyldu telja til skerðingar. Tillaga hópsins verður kynnt í dag, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Frekari útfærsla bíður síðan velferðarráðherra og að lokum alþingismanna. Fréttir Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Nýtt kerfi húsnæðisbóta verður kynnt í dag. Það kemur í stað húsaleigu- og vaxtabóta. Um samtímagreiðslur verður að ræða og verða greiðslurnar óháðar því hvort fólk leigir eða á eigið húsnæði. Starfshópur leggur fram nokkrar útfærslur en ljóst er að kostnaður við bótakerfið mun aukast um milljarða frá því sem nú er. Vinnuhópur velferðarráðherra kynnir skýrslu sína um húsnæðisbætur í dag. Þar er lagt til að komið verði á fót nýju kerfi húsnæðisbóta og húsaleigubætur og vaxtabætur verði lagðar af. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá verður kerfið byggt á samtímagreiðslum. Starfshópurinn hefur sett upp nokkur dæmi um mismunandi upphæð bótanna. Miðað við fjöldaStarfshópurinn var skipaður 4. nóvember 2010 og í skipunarbréfi hans segir: „Fyrsta verkefni samráðshópsins er skoðun á úrræðum til að styrkja leigu- og búseturéttarkosti með það að markmiði að mæta stöðu sem upp er komin í húsnæðismálum í kjölfar efnahagsþrenginganna." Í því ljósi hefur starfshópurinn skoðað samspil húsaleigubóta og vaxtabóta og lagt nýja kerfið til. Bætur verða miðaðar við fjölda einstaklinga í heimili. Þá verða þær tengdar tekjum og hefur starf hópsins meðal annars lotið að því að finna tekjumörk við hæfi. Leiga verði raunverulegt valHilmar Ögmundsson, hagfræðingur BSRB, átti sæti í starfshópnum. Hann segir tillögur hópsins ríma vel við áherslur BSRB undanfarin ár um að jafna bótagreiðslur á milli ólíkra búsetuforma. „Markmið nefndarinnar var að jafna húsnæðisstuðning hins opinbera milli ólíkra búsetuforma og stuðla að því að heimili eigi raunverulegt val á milli leigu-, búseturéttar- og eignaríbúða. Ef þessar tillögur ganga eftir er það skref í rétta átt að því markmiði. Kannanir hafa sýnt að fjöldi fólks hér á landi sem er nú í eigin húsnæði vill frekar búa í leiguhúsnæði, en framboðið er ekki nægt. Fjárhagsstuðningur við þá sem eiga húsnæði hefur verið umtalsvert meiri en við þá sem leigja en þessar tillögur jafna rétt fólks á bótum á milli hinna ólíku búsetuforma og það hefur verið eitt af baráttumálum BSRB undanfarin ár." Grunnbætur og stuðullBæturnar miðast við einn einstakling í heimili. Ofan á þær leggst margföldunarstuðull eftir því hversu margir eru í heimili, óháð aldri viðkomandi. Einstaklingur fær því, án tekjuskerðingar, 22 þúsund í bætur, tveir í heimili fá 1,4 sinnum 22 þúsund og stuðullinn breytist eftir því sem fjölgar í heimili upp í sex manns. Sami stuðull reiknast á frítekjumarkið.Í drögum að skýrslunni kemur fram að ekki var eining innan hópsins um hvaða tekjuskilgreining skyldi ráða við tekjuskerðinguna, en samstaða var þó um að allar skattskyldar tekjur skyldu telja til skerðingar. Tillaga hópsins verður kynnt í dag, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Frekari útfærsla bíður síðan velferðarráðherra og að lokum alþingismanna.
Fréttir Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira