Hugmyndum um nýjan skatt á lífeyrissjóði vex fylgi 15. maí 2012 08:30 ÍBÚABYGGÐ Viðræður eru nú í gangi um leiðir til að koma til móts við þá sem eru með lán tengd lánsveðum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Landssamtök lífeyrissjóða höfnuðu í gær hugmyndum um að færa niður fasteignalán, sem tryggð eru með lánsveðum hjá ábyrgðarmönnum, að 110 prósentum af fasteignamati. Efnahagsráðherra, fjármálaráðherra, innanríkisráðherra og velferðarráðherra lögðu drög að samkomulagi þar um fyrir fulltrúa sjóðanna á fundi í gær. Fulltrúar Íbúðalánasjóðs sátu fundinn einnig. „Það eru vonbrigði að lífeyrissjóðirnir telji sig ekki geta tekið þátt í þessu með okkur. Þá hefur farið mikill tími í að bíða eftir afgreiðslu þeirra," segir Steingrímur J. Sigfússon efnahagsráðherra. Arnar Sigurmundsson, stjórnarformaður landssamtakanna, segir að ljóst sé að lífeyrissjóðunum sé ekki heimilt að færa niður innheimtanlegar kröfur. Það hafi lengi legið fyrir og í tengslum við aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna árið 2010 hafi verið fengið lögfræðiálit sem staðfesti þetta. „Heimildir okkar lífeyrissjóðanna til að fella niður innheimtanlegar skuldir eru bara ekki til staðar, það er alveg skýrt," segir Arnar og bendir á að stærstur hluti þessara lána, sem eru 2.400 talsins, sé í góðum skilum. Steingrímur segir hins vegar að ekki sé verið að fara fram á að farið verði á svig við lög. Þegar upp sé staðið græði allir á skynsamlegri úrlausn og slíkar aðgerðir gætu bætt eignasafn lífeyrissjóðanna. „Við erum jú öll saman í þessu og lífeyrissjóðirnir líka, að koma heimilunum í gegnum þessa erfiðleika. Menn mega ekki alveg missa sjónar á því og setja niður hælana bara út af einhverri þröngri túlkun á lagabókstafnum." Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að vaxandi kurr sé í garð lífeyrissjóðanna innan stjórnarflokkanna. Þykir mörgum að þeir hafi ekki sýnt nægilegan vilja til að koma til móts við skuldara með lánsveð. Raddir um að leiðir til að skattleggja lífeyrissjóðina til að ná þessum greiðslum inn og koma svo til móts við skuldarana verða æ háværari. Steingrímur vildi þó ekki staðfesta þetta. „Ég ætla ekki að fara út í það, en við þekkjum nú glímuna við þátttöku lífeyrissjóðanna í ýmsum öðrum aðgerðum." Lífeyrissjóðirnir hafa lagt til þá lausn að þeir selji Íbúðalánasjóði umrædd lán og fengju í staðinn ríkisskuldabréf eða ígildi þeirra. „Með slíkum viðskiptum væri aðkomu lífeyrissjóðanna lokið," segir Arnar. - kóp Fréttir Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Fleiri fréttir Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Sjá meira
Landssamtök lífeyrissjóða höfnuðu í gær hugmyndum um að færa niður fasteignalán, sem tryggð eru með lánsveðum hjá ábyrgðarmönnum, að 110 prósentum af fasteignamati. Efnahagsráðherra, fjármálaráðherra, innanríkisráðherra og velferðarráðherra lögðu drög að samkomulagi þar um fyrir fulltrúa sjóðanna á fundi í gær. Fulltrúar Íbúðalánasjóðs sátu fundinn einnig. „Það eru vonbrigði að lífeyrissjóðirnir telji sig ekki geta tekið þátt í þessu með okkur. Þá hefur farið mikill tími í að bíða eftir afgreiðslu þeirra," segir Steingrímur J. Sigfússon efnahagsráðherra. Arnar Sigurmundsson, stjórnarformaður landssamtakanna, segir að ljóst sé að lífeyrissjóðunum sé ekki heimilt að færa niður innheimtanlegar kröfur. Það hafi lengi legið fyrir og í tengslum við aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna árið 2010 hafi verið fengið lögfræðiálit sem staðfesti þetta. „Heimildir okkar lífeyrissjóðanna til að fella niður innheimtanlegar skuldir eru bara ekki til staðar, það er alveg skýrt," segir Arnar og bendir á að stærstur hluti þessara lána, sem eru 2.400 talsins, sé í góðum skilum. Steingrímur segir hins vegar að ekki sé verið að fara fram á að farið verði á svig við lög. Þegar upp sé staðið græði allir á skynsamlegri úrlausn og slíkar aðgerðir gætu bætt eignasafn lífeyrissjóðanna. „Við erum jú öll saman í þessu og lífeyrissjóðirnir líka, að koma heimilunum í gegnum þessa erfiðleika. Menn mega ekki alveg missa sjónar á því og setja niður hælana bara út af einhverri þröngri túlkun á lagabókstafnum." Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að vaxandi kurr sé í garð lífeyrissjóðanna innan stjórnarflokkanna. Þykir mörgum að þeir hafi ekki sýnt nægilegan vilja til að koma til móts við skuldara með lánsveð. Raddir um að leiðir til að skattleggja lífeyrissjóðina til að ná þessum greiðslum inn og koma svo til móts við skuldarana verða æ háværari. Steingrímur vildi þó ekki staðfesta þetta. „Ég ætla ekki að fara út í það, en við þekkjum nú glímuna við þátttöku lífeyrissjóðanna í ýmsum öðrum aðgerðum." Lífeyrissjóðirnir hafa lagt til þá lausn að þeir selji Íbúðalánasjóði umrædd lán og fengju í staðinn ríkisskuldabréf eða ígildi þeirra. „Með slíkum viðskiptum væri aðkomu lífeyrissjóðanna lokið," segir Arnar. - kóp
Fréttir Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Fleiri fréttir Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Sjá meira