Ber virðingu fyrir gömlu og góðu 12. maí 2012 13:00 Þau Greta og Jónsi verða glæsileg á sviðinu í Bakú. „Við berum mikla virðingu fyrir þjóðbúningnum en við viljum reyna að nútímavæða hann og gera hann þannig að konur geti notað hann við fleiri tækifæri," segir Rebekka A. Ingimundardóttir, hönnuður kjólsins sem Greta Salóme mun klæðast í Eurovision-söngvakeppninni í Bakú 22. og 26. maí næstkomandi. Rebekka hannaði einnig kjólinn sem Greta klæddist í Hörpunni og báðir voru þeir saumaðir af Elmu Bjarney Guðmundsdóttur. „Við vildum halda þessu þjóðlegu en það eru ýmis óvænt element í kjólnum," segir Rebekka. Fötin sem Jónsi klæðist segir hún vera samstarfsverkefni hennar sjálfrar, Freydísar Jónsdóttur hjá Private Label og þeirra hjá NTC. „Jakkinn er í reiðjakkastíl og hann er með svokallað „cravat" um hálsinn. Svo er hann í háum skóm með buxurnar ofan í, en það á að vísa til þess þegar íslenskir karlmenn voru í ullarsokkum og sauðskinnsskóm," segir hún. Bakraddirnar verða einnig í þjóðlegum stíl í hönnun frá Áróru, Private Label og Huginn Muninn meðal annars. Rebekka fór með hópnum út í morgun, en hún sér einnig um sviðsframkomu atriðisins í Bakú. „Ég er hálfgerður leikstjóri, en svo fengum við hana Völu, dansara frá Íslenska dansflokknum, til að hjálpa okkur með handahreyfingarnar," segir Rebekka sem er lærður leikstjóri og leikmynda- og búningahönnuður. Hún er ekki búin að hlusta mikið á önnur lög í keppninni en telur okkur þó eiga góða möguleika. „Ég held að við séum að fara að gera góða hluti úti og verðum sjálfum okkur samkvæm," segir hún að lokum. -trs Mest lesið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Fleiri fréttir Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Níu tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands Sjóðheitt fyrir snjóstorm Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Aldrei of seint að prófa sig áfram Dannaðar dömur mættu með dramað „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Hiti í Hringekjunni Virtist hvorki geta séð né andað Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Sjá meira
„Við berum mikla virðingu fyrir þjóðbúningnum en við viljum reyna að nútímavæða hann og gera hann þannig að konur geti notað hann við fleiri tækifæri," segir Rebekka A. Ingimundardóttir, hönnuður kjólsins sem Greta Salóme mun klæðast í Eurovision-söngvakeppninni í Bakú 22. og 26. maí næstkomandi. Rebekka hannaði einnig kjólinn sem Greta klæddist í Hörpunni og báðir voru þeir saumaðir af Elmu Bjarney Guðmundsdóttur. „Við vildum halda þessu þjóðlegu en það eru ýmis óvænt element í kjólnum," segir Rebekka. Fötin sem Jónsi klæðist segir hún vera samstarfsverkefni hennar sjálfrar, Freydísar Jónsdóttur hjá Private Label og þeirra hjá NTC. „Jakkinn er í reiðjakkastíl og hann er með svokallað „cravat" um hálsinn. Svo er hann í háum skóm með buxurnar ofan í, en það á að vísa til þess þegar íslenskir karlmenn voru í ullarsokkum og sauðskinnsskóm," segir hún. Bakraddirnar verða einnig í þjóðlegum stíl í hönnun frá Áróru, Private Label og Huginn Muninn meðal annars. Rebekka fór með hópnum út í morgun, en hún sér einnig um sviðsframkomu atriðisins í Bakú. „Ég er hálfgerður leikstjóri, en svo fengum við hana Völu, dansara frá Íslenska dansflokknum, til að hjálpa okkur með handahreyfingarnar," segir Rebekka sem er lærður leikstjóri og leikmynda- og búningahönnuður. Hún er ekki búin að hlusta mikið á önnur lög í keppninni en telur okkur þó eiga góða möguleika. „Ég held að við séum að fara að gera góða hluti úti og verðum sjálfum okkur samkvæm," segir hún að lokum. -trs
Mest lesið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Fleiri fréttir Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Níu tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands Sjóðheitt fyrir snjóstorm Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Aldrei of seint að prófa sig áfram Dannaðar dömur mættu með dramað „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Hiti í Hringekjunni Virtist hvorki geta séð né andað Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Sjá meira