Segir Y-listann hafa viljað salta vaxtamál 5. maí 2012 13:00 Guðríður Arnardóttir og Rannveig H. Ásgeirsdóttir Fyrrverandi formaður bæjarráðs Kópavogs segir þáverandi meirihluta hafa rætt að fela bæjarstjóranum, sem átti að segja upp, annað starf á vegum bæjarins. „Oddviti Y-lista var mótfallinn frekari könnun að svo stöddu og lagði á það áherslu að málið yrði látið liggja þar til niðurstöður stjórnsýsluúttektar lægju fyrir," segir Guðríður Arnardóttir spurð um það hvers vegna ekki hafi verið brugðist meira við upplýsingunum um sérkjör sem þáverandi bæjarstjóri hafði notið í fjármálastjórnartíð sinni. Oddviti Y-lista er Rannveig Ásgeirsdóttir sem er núverandi formaður bæjarráðs. Ekki náðist tal af Rannveigu í gær. Guðrún Pálsdóttir, sem var bæjarstjóri frá því í júní 2010 fram í febrúar á þessu ári, greiddi vaxtalausar afborganir af gatnagerðargjöldum fyrir um áratug. Þetta lá fyrir í ágúst í fyrra en bæjarfulltrúar þáverandi minnihluta sjálfstæðismanna og framsóknarmanna fengu upplýsingarnar ekki í hendur. „Mér þótti eðilegt að kanna málið frekar og mun ítarlegar áður en það yrði lagt fyrir bæjarráð," útskýrir Guðríður sem segir málið hafa verið rætt í þáverandi meirihluta Samfylkingar, Næst besta flokksins, Y-lista Kópavogsbúa og Vinstri grænna. Til hafi staðið að gera úttekt á vinnubrögðum og ákvarðanatöku innan stjórnkerfis bæjarins. Ekki hafi verið samstaða innan meirihlutans um það hvernig taka ætti á máli Guðrúnar. „Guðríður hefur sagt að upplýsingar um vaxtakjör Guðrúnar við lóðakaup þegar hún var fjármálastjóri hafi átt þátt í þeirri ákvörðun að víkja henni úr bæjarstjórastólnum. „Það var niðurstaða okkar eftir umræður um nokkurn tíma að bæjarstjóri væri ekki að ná tökum á starfinu. Langur starfsaldur hennar hjá bænum reyndist henni fyrirstaða en auðvitað vó sú staðreynd þungt að í fyrirhugaðri úttekt á stjórnsýslu bæjarins yrðu störf hennar sem fjármálastjóra bæjarins jafnframt til skoðunar. Þannig var óheppilegt að hún gegndi stöðu bæjarstjóra á sama tíma," segir Guðríður. Núverandi meirihluti Sjálfstæðisflokks, Y-lista Kópavogsbúa og Framsóknarflokks í bæjarstjórn gekk frá starfslokum Guðrúnar sem bæjarstjóra og samdi við hana um að taka við sviðsstjórastarfi í haust. Fyrri meirihluti íhugaði einmitt að fela Guðrúnu annað starf hjá bænum. Í ráðningarsamningi hennar var ákvæði um að hún tæki við sinni fyrri stöðu hjá bænum þegar hún hætti sem bæjarstjóri. „Sá möguleiki var ræddur bæði í meirihlutanum og við hana sjálfa að hún tæki við öðru starfi en sínu fyrra starfi, en engar ákvarðanir voru teknar í því sambandi," segir Guðríður Arnardóttir. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Fleiri fréttir Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Sjá meira
„Oddviti Y-lista var mótfallinn frekari könnun að svo stöddu og lagði á það áherslu að málið yrði látið liggja þar til niðurstöður stjórnsýsluúttektar lægju fyrir," segir Guðríður Arnardóttir spurð um það hvers vegna ekki hafi verið brugðist meira við upplýsingunum um sérkjör sem þáverandi bæjarstjóri hafði notið í fjármálastjórnartíð sinni. Oddviti Y-lista er Rannveig Ásgeirsdóttir sem er núverandi formaður bæjarráðs. Ekki náðist tal af Rannveigu í gær. Guðrún Pálsdóttir, sem var bæjarstjóri frá því í júní 2010 fram í febrúar á þessu ári, greiddi vaxtalausar afborganir af gatnagerðargjöldum fyrir um áratug. Þetta lá fyrir í ágúst í fyrra en bæjarfulltrúar þáverandi minnihluta sjálfstæðismanna og framsóknarmanna fengu upplýsingarnar ekki í hendur. „Mér þótti eðilegt að kanna málið frekar og mun ítarlegar áður en það yrði lagt fyrir bæjarráð," útskýrir Guðríður sem segir málið hafa verið rætt í þáverandi meirihluta Samfylkingar, Næst besta flokksins, Y-lista Kópavogsbúa og Vinstri grænna. Til hafi staðið að gera úttekt á vinnubrögðum og ákvarðanatöku innan stjórnkerfis bæjarins. Ekki hafi verið samstaða innan meirihlutans um það hvernig taka ætti á máli Guðrúnar. „Guðríður hefur sagt að upplýsingar um vaxtakjör Guðrúnar við lóðakaup þegar hún var fjármálastjóri hafi átt þátt í þeirri ákvörðun að víkja henni úr bæjarstjórastólnum. „Það var niðurstaða okkar eftir umræður um nokkurn tíma að bæjarstjóri væri ekki að ná tökum á starfinu. Langur starfsaldur hennar hjá bænum reyndist henni fyrirstaða en auðvitað vó sú staðreynd þungt að í fyrirhugaðri úttekt á stjórnsýslu bæjarins yrðu störf hennar sem fjármálastjóra bæjarins jafnframt til skoðunar. Þannig var óheppilegt að hún gegndi stöðu bæjarstjóra á sama tíma," segir Guðríður. Núverandi meirihluti Sjálfstæðisflokks, Y-lista Kópavogsbúa og Framsóknarflokks í bæjarstjórn gekk frá starfslokum Guðrúnar sem bæjarstjóra og samdi við hana um að taka við sviðsstjórastarfi í haust. Fyrri meirihluti íhugaði einmitt að fela Guðrúnu annað starf hjá bænum. Í ráðningarsamningi hennar var ákvæði um að hún tæki við sinni fyrri stöðu hjá bænum þegar hún hætti sem bæjarstjóri. „Sá möguleiki var ræddur bæði í meirihlutanum og við hana sjálfa að hún tæki við öðru starfi en sínu fyrra starfi, en engar ákvarðanir voru teknar í því sambandi," segir Guðríður Arnardóttir. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Fleiri fréttir Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Sjá meira