Myndar allt fyrir danska hönnuðinn Henrik Vibskov 29. apríl 2012 11:00 Ljósmyndarinn Hörður Ellert Ólafsson er kominn í vinnu hjá hönnuðinum Henrik Vibskov og var meðal annars meðhönnuður í bók um kappann sem kemur út í Þýskalandi í dag. „Þetta er mjög gaman og ég er umvafinn jákvæðu og listrænu fólki hérna," segir ljósmyndarinn og grafíski hönnuðurinn Hörður Ellert Ólafsson sem starfar sem eins konar hirðljósmyndari hjá danska hönnuðinum Henrik Vibskov. Hörður kynntist Vibskov fyrir tveimur árum er hönnuðurinn var með vinnubúðir á Lunga-hátíðinni á Seyðisfirði. Í kjölfarið héldu þeir sambandi en Hörður hóf svo störf hjá Vibskov í byrjun árs. „Hann hafði samband við mig í haust og sagði að sig vantaði mann eins og mig í vinnu. Ég byrjaði svo í janúar og hef verið að gera allt fyrir hann, bæði mynda auglýsingar og tískusýningar," segir Hörður sem býr í Árósum þar sem hann stundar nám í nýsköpunar- og verkstjórnun í Kaospilot-skólanum. „Þetta felur í sér mikið flakk og mikla vinnu, en ég er bara þessi týpíski Íslendingur sem á ekki erfitt með að vera með marga bolta í loftinu í einu." Danski fatahönnuðurinn Henrik Vibskov er frægur fyrir framúrstefnulega hönnun. Fatnaður hans fæst um allan heim og er hann þekktur fyrir að blanda saman list og tísku á skemmtilegan hátt. Enn sem komið er er Vibskov eini skandinavíski hönnuðurinn á dagskrá tískuvikunnar í París þar sem hann sýnir við góðar undirtektir. Auk þess að mynda tískusýningar Vibskov er Hörður meðhönnuður í bók um danska fatahönnuðinn sem kemur út í dag á vegum þýska útgáfurisans Gestalten. Bókin nefnist Henrik Vibskov og fjallar um seinustu 10 ár í hönnunarlífi Vibskov. Bókin er hátt í 300 blaðsíður og sett upp með óhefðbundnu sniði. „Henrik er þekktur fyrir að fara óhefðbundar leiðir í hönnun sinni og í stað þess að setja bókina upp eftir tímaröð þá er hún sett upp í litaröð. Ég er mjög ánægður með hana og á von á því að hún eigi eftir að fást á Íslandi," segir Hörður sem var á leiðinni frá Kaupmannahöfn til Berlínar í lest þegar Fréttablaðið náði af honum tali en útgáfu bókarinnar verður fagnað þar í kvöld. „Það verður risagjörningur frá Henrik og heljarinnar partí, en við erum stór hópur frá Kaupmannahöfn á leiðinni þangað núna." Herði líkar lífið vel í Danaveldi og er ekkert á leiðinni heim. Auk þess að starfa fyrir Vibskov og vera í námi er Hörður einnig duglegur að þeyta skífum á ýmsum skemmtistöðum. „Það er allt annað að vera að vinna hér en heima. Danir eru heiðarlegir og ég hef til dæmis aldrei lent í vandræðum með að fá borgað en það er því miður ekki hægt að segja það sama um Ísland." alfrun@frettabladid.is Mest lesið Fékk ekki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Níu tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands Sjóðheitt fyrir snjóstorm Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Aldrei of seint að prófa sig áfram Dannaðar dömur mættu með dramað „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Hiti í Hringekjunni Virtist hvorki geta séð né andað Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Sjá meira
„Þetta er mjög gaman og ég er umvafinn jákvæðu og listrænu fólki hérna," segir ljósmyndarinn og grafíski hönnuðurinn Hörður Ellert Ólafsson sem starfar sem eins konar hirðljósmyndari hjá danska hönnuðinum Henrik Vibskov. Hörður kynntist Vibskov fyrir tveimur árum er hönnuðurinn var með vinnubúðir á Lunga-hátíðinni á Seyðisfirði. Í kjölfarið héldu þeir sambandi en Hörður hóf svo störf hjá Vibskov í byrjun árs. „Hann hafði samband við mig í haust og sagði að sig vantaði mann eins og mig í vinnu. Ég byrjaði svo í janúar og hef verið að gera allt fyrir hann, bæði mynda auglýsingar og tískusýningar," segir Hörður sem býr í Árósum þar sem hann stundar nám í nýsköpunar- og verkstjórnun í Kaospilot-skólanum. „Þetta felur í sér mikið flakk og mikla vinnu, en ég er bara þessi týpíski Íslendingur sem á ekki erfitt með að vera með marga bolta í loftinu í einu." Danski fatahönnuðurinn Henrik Vibskov er frægur fyrir framúrstefnulega hönnun. Fatnaður hans fæst um allan heim og er hann þekktur fyrir að blanda saman list og tísku á skemmtilegan hátt. Enn sem komið er er Vibskov eini skandinavíski hönnuðurinn á dagskrá tískuvikunnar í París þar sem hann sýnir við góðar undirtektir. Auk þess að mynda tískusýningar Vibskov er Hörður meðhönnuður í bók um danska fatahönnuðinn sem kemur út í dag á vegum þýska útgáfurisans Gestalten. Bókin nefnist Henrik Vibskov og fjallar um seinustu 10 ár í hönnunarlífi Vibskov. Bókin er hátt í 300 blaðsíður og sett upp með óhefðbundnu sniði. „Henrik er þekktur fyrir að fara óhefðbundar leiðir í hönnun sinni og í stað þess að setja bókina upp eftir tímaröð þá er hún sett upp í litaröð. Ég er mjög ánægður með hana og á von á því að hún eigi eftir að fást á Íslandi," segir Hörður sem var á leiðinni frá Kaupmannahöfn til Berlínar í lest þegar Fréttablaðið náði af honum tali en útgáfu bókarinnar verður fagnað þar í kvöld. „Það verður risagjörningur frá Henrik og heljarinnar partí, en við erum stór hópur frá Kaupmannahöfn á leiðinni þangað núna." Herði líkar lífið vel í Danaveldi og er ekkert á leiðinni heim. Auk þess að starfa fyrir Vibskov og vera í námi er Hörður einnig duglegur að þeyta skífum á ýmsum skemmtistöðum. „Það er allt annað að vera að vinna hér en heima. Danir eru heiðarlegir og ég hef til dæmis aldrei lent í vandræðum með að fá borgað en það er því miður ekki hægt að segja það sama um Ísland." alfrun@frettabladid.is
Mest lesið Fékk ekki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Níu tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands Sjóðheitt fyrir snjóstorm Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Aldrei of seint að prófa sig áfram Dannaðar dömur mættu með dramað „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Hiti í Hringekjunni Virtist hvorki geta séð né andað Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Sjá meira