Undir meira álagi og ósáttari við laun 27. apríl 2012 07:30 Forstöðumenn ríkisstofnana upplifa meira álag og streitu í starfi nú en fyrir fimm árum. 94 prósent þeirra telja nær alltaf eða oft mikið álag í starfi sínu. Þetta kemur fram í könnun á störfum og starfsskilyrðum forstöðumanna ríkisstofnana, sem gerð var á vegum fjármálaráðuneytisins, Félags forstöðumanna ríkisstofnana og Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands. „Könnunin var einnig gerð árið 2007 og það er mjög áberandi hvað það hafa orðið miklar breytingar á starfsumhverfi forstöðumanna á þessum tíma," segir Ómar H. Kristmundsson, prófessor í stjórnmálafræði, sem vann að skýrslunni. Rúmur helmingur forstöðumanna segir gott jafnvægi milli vinnu sinnar og einkalífs. Aðeins 25 prósent forstöðumanna í æðstu stjórnsýslu voru þessarar skoðunar, en hlutfall þeirra var 92 prósent fyrir fimm árum. Þá voru 35 prósent forstöðumanna heilbrigðisstofnana á því að jafnvægi væri á milli vinnu og einkalífs, en 59 prósent voru þeirrar skoðunar fyrir fimm árum. Þá taka átta af hverjum tíu forstöðumönnum vinnutengd verkefni iðulega með sér heim og sextíu prósent segjast nær alltaf eða oft vera uppgefin að loknum vinnudegi. Þetta hlutfall var 40 prósent fyrir fimm árum. Um 90 prósent forstöðumannanna eru á heildina litið ánægð í starfi sínu, og tæpur helmingur segist mjög ánægður. Níu af hverjum tíu telja einnig að góður starfsandi sé ríkjandi innan stofnunar sinnar. Þá segir Ómar að veruleg óánægja sé með kaup og kjör og forstöðumenn séu ekki sáttir við núverandi fyrirkomulag í launamálum. Óánægja þeirra hefur aukist milli kannana, 80 prósent eru óánægð og tíu prósent ánægð. Árið 2007 voru fimm af hverjum tíu óánægðir en þrír af hverjum tíu ánægðir með laun sín. Algengast er að forstöðumenn telji að launin séu ekki í samræmi við ábyrgð, vinnuframlag og álag, en launaóánægjan eykst með aukinni stærð stofnunarinnar. Þrír af hverjum fjórum forstöðumönnum eru óánægðir með fyrirkomulag við ákvörðun launa. 25 prósent telja að ráðuneyti eigi að ákveða launin, 15 prósent að stjórn stofnunarinnar eigi að gera það, 28 prósent telja að semja eigi um laun í kjarasamningum en 32 prósent vilja annað fyrirkomulag. thorunn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Forstöðumenn ríkisstofnana upplifa meira álag og streitu í starfi nú en fyrir fimm árum. 94 prósent þeirra telja nær alltaf eða oft mikið álag í starfi sínu. Þetta kemur fram í könnun á störfum og starfsskilyrðum forstöðumanna ríkisstofnana, sem gerð var á vegum fjármálaráðuneytisins, Félags forstöðumanna ríkisstofnana og Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands. „Könnunin var einnig gerð árið 2007 og það er mjög áberandi hvað það hafa orðið miklar breytingar á starfsumhverfi forstöðumanna á þessum tíma," segir Ómar H. Kristmundsson, prófessor í stjórnmálafræði, sem vann að skýrslunni. Rúmur helmingur forstöðumanna segir gott jafnvægi milli vinnu sinnar og einkalífs. Aðeins 25 prósent forstöðumanna í æðstu stjórnsýslu voru þessarar skoðunar, en hlutfall þeirra var 92 prósent fyrir fimm árum. Þá voru 35 prósent forstöðumanna heilbrigðisstofnana á því að jafnvægi væri á milli vinnu og einkalífs, en 59 prósent voru þeirrar skoðunar fyrir fimm árum. Þá taka átta af hverjum tíu forstöðumönnum vinnutengd verkefni iðulega með sér heim og sextíu prósent segjast nær alltaf eða oft vera uppgefin að loknum vinnudegi. Þetta hlutfall var 40 prósent fyrir fimm árum. Um 90 prósent forstöðumannanna eru á heildina litið ánægð í starfi sínu, og tæpur helmingur segist mjög ánægður. Níu af hverjum tíu telja einnig að góður starfsandi sé ríkjandi innan stofnunar sinnar. Þá segir Ómar að veruleg óánægja sé með kaup og kjör og forstöðumenn séu ekki sáttir við núverandi fyrirkomulag í launamálum. Óánægja þeirra hefur aukist milli kannana, 80 prósent eru óánægð og tíu prósent ánægð. Árið 2007 voru fimm af hverjum tíu óánægðir en þrír af hverjum tíu ánægðir með laun sín. Algengast er að forstöðumenn telji að launin séu ekki í samræmi við ábyrgð, vinnuframlag og álag, en launaóánægjan eykst með aukinni stærð stofnunarinnar. Þrír af hverjum fjórum forstöðumönnum eru óánægðir með fyrirkomulag við ákvörðun launa. 25 prósent telja að ráðuneyti eigi að ákveða launin, 15 prósent að stjórn stofnunarinnar eigi að gera það, 28 prósent telja að semja eigi um laun í kjarasamningum en 32 prósent vilja annað fyrirkomulag. thorunn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira