Tíu þúsund kafarar í Silfru nú í sumar 26. apríl 2012 10:00 Silfra Hin kristaltæra Silfra er feikidjúp og opnast út í Þingvallavatn austan Öxarár. Á mestu álagsstundum svamla kafarar þar hver um annan þveran.Fréttablaðið/Vilhelm „Menn verða að fá þá vöru sem er verið að selja," segir Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, um þá fyrirætlan að bjóða út sérleyfi fyrir köfunarþjónustu í friðlandinu. Fimm fyrirtæki selja köfun og snork í gjánni Silfru. Talið er að burðarþoli gjárinnar sé náð eftir viðvarandi vöxt í starfseminni. Fyrirtækin áætla að á bilinu sjö til átta þúsund kafarar hafi synt um Silfru í fyrrasumar og gera ráð fyrir 10 til 30 prósenta aukningu á þessu ári. Það þýðir að kafararnir gætu orðið yfir tíu þúsund í sumar. Reiknað með að Silfra velti á bilinu 100 til 120 milljónum króna á ári. „Þetta er gríðarlega ásetið svæði. Viðskiptavinir þarna fá stundum ekki alveg það sem þeir áttu von á ef það er mikil örtröð eins og oft er," segir Ólafur sem kveður undirbúning útboðs á sérleyfunum á lokastigi. Umsagnir og álit hafi verið fengin frá fjölmörgum aðilum, meðal annars á sviði öryggismála sem séu fyrsta forgangsatriði. Jafnhliða hafi endurbætur á aðstöðu fyrir köfunarþjónustuna verið settar inn í framkvæmdaáætlun þjóðgarðsins. „Annars vegar er um að ræða að gera skipulag til lengri tíma og hins vegar að ráðast í það í sumar að koma upp bílastæðum og salernum til bráðabirgða. Einnig að setja stiga þar sem kafarar fara upp úr Silfru og lagfæra stíga auk annars," lýsir Ólafur. Að sögn Ólafs eiga köfunarfyrirtæki að fá ákveðið tímahólf á hverjum degi. „Síðan er ætlunin að komið verði á gjaldi þar sem greitt verður eftir aðsókn hjá hverju fyrirtæki," segir hann og undirstrikar að gjaldið sem innheimta eigi af hverjum kafara sé ekki skattur heldur greiðsla fyrir veitta þjónustu af hálfu þjóðgarðsins. „Við erum að fara hér inn á alveg nýjar brautir. Ætlunin er að allir geti átt jöfn tækifæri," segir þjóðgarðsvörður. - gar Fréttir Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
„Menn verða að fá þá vöru sem er verið að selja," segir Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, um þá fyrirætlan að bjóða út sérleyfi fyrir köfunarþjónustu í friðlandinu. Fimm fyrirtæki selja köfun og snork í gjánni Silfru. Talið er að burðarþoli gjárinnar sé náð eftir viðvarandi vöxt í starfseminni. Fyrirtækin áætla að á bilinu sjö til átta þúsund kafarar hafi synt um Silfru í fyrrasumar og gera ráð fyrir 10 til 30 prósenta aukningu á þessu ári. Það þýðir að kafararnir gætu orðið yfir tíu þúsund í sumar. Reiknað með að Silfra velti á bilinu 100 til 120 milljónum króna á ári. „Þetta er gríðarlega ásetið svæði. Viðskiptavinir þarna fá stundum ekki alveg það sem þeir áttu von á ef það er mikil örtröð eins og oft er," segir Ólafur sem kveður undirbúning útboðs á sérleyfunum á lokastigi. Umsagnir og álit hafi verið fengin frá fjölmörgum aðilum, meðal annars á sviði öryggismála sem séu fyrsta forgangsatriði. Jafnhliða hafi endurbætur á aðstöðu fyrir köfunarþjónustuna verið settar inn í framkvæmdaáætlun þjóðgarðsins. „Annars vegar er um að ræða að gera skipulag til lengri tíma og hins vegar að ráðast í það í sumar að koma upp bílastæðum og salernum til bráðabirgða. Einnig að setja stiga þar sem kafarar fara upp úr Silfru og lagfæra stíga auk annars," lýsir Ólafur. Að sögn Ólafs eiga köfunarfyrirtæki að fá ákveðið tímahólf á hverjum degi. „Síðan er ætlunin að komið verði á gjaldi þar sem greitt verður eftir aðsókn hjá hverju fyrirtæki," segir hann og undirstrikar að gjaldið sem innheimta eigi af hverjum kafara sé ekki skattur heldur greiðsla fyrir veitta þjónustu af hálfu þjóðgarðsins. „Við erum að fara hér inn á alveg nýjar brautir. Ætlunin er að allir geti átt jöfn tækifæri," segir þjóðgarðsvörður. - gar
Fréttir Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira