Gengjastríð í Breiðholti í nýrri þáttaröð af Pressu 20. apríl 2012 11:00 Óskar Jónason er að hefja tökur á þriðju seríunni um blaðakonuna Láru í Pressu 3 en serían fer í loftið í haust. „Ég held að það sé tengingin við raunveruleikann sem útskýrir vinsældir seríunnar hjá áhorfendum," segir leikstjórinn Óskar Jónasson sem þessa dagana undirbýr tökur á þriðju seríu sjónvarpsþáttanna Pressu. Pressa 3 er væntanleg í loftið í haust á Stöð 2 og er Óskar þessa dagana á fullu við æfingar en tökur hefjast í byrjun maí. „Þetta verður mikil keyrsla en tökur standa yfir í sex vikur. Sem er í raun lítill tími ef maður hugsar til þess að við erum að taka upp efni sem jafngildir þremur kvikmyndum," segir Óskar, en nýja serían samanstendur af sex þáttum. Leikarahópurinn verður sá hinn sami og í fyrri seríum en meðal leikara eru þau Sara Dögg Ásgeirsdóttir, Kjartan Guðjónsson og Þorsteinn Bachman. Óskar skrifar handritið í samstarfi við Sigurjón Kjartansson, Margréti Örnólfsdóttur og Jóhann Ævar Grímsson. Serían er framleidd af Saga Film. Blaðið Pósturinn verður áfram sögusviðið en að þessu sinni er söguhetjan Lára komin með mikinn leiða á starfi sínu sem blaðamaður þar og farin að svipast um eftir einhverju öðru að gera. Tökuliðið er að koma sér fyrir í fyrrum höfuðstöðvum DV í Brautarholti þar sem tökurnar fara fram. Söguþráðurinn að þessu sinni er gengjastríð í Breiðholti og árásir á innflytjendur. „Við höfum alltaf reynt að tengja glæpamálin í seríunni við mál sem áhorfandinn kannast við. Það gerir seríuna trúverðugri," segir Óskar en mikið er lagt upp úr því. „Við förum bæði í vettvangskannanir hjá lögreglunni og hjá ritstjórnum til að fá innsýn inn í þessar starfsstéttir. Oft gerast samt hlutir í raunveruleikanum sem við getum ómögulega endurgert í sjónvarpinu því þeir eru einfaldlega of skrýtnir."Sara Dögg Ásgeirsdóttir snýr aftur sem blaðakonan Lára.Með þriðju seríuna í bígerð er Pressa, með blaðakonunni Láru í fararbroddi, orðin ansi langlíf á skjám landsmanna. Óskar hefur ákveðnar skýringar á því. „Serían höfðar til marga sem skilja hvernig það er að blanda saman atvinnu og fjölskyldulífi, en við reynum að tengja þetta tvennt saman. Það að það sé pressa á öllum vígstöðvum er íslenskur veruleiki. Söguþráðurinn að þessu sinni fléttast í kringum eitt einstakt glæpamál í stað marga," segir Óskar og bætir við að Pressa 3 endi að þessu sinni með sprengingu. „Það er engin kjarnorkusprenging kannski en á eftir að koma mörgum áhorfendum á óvart." alfrun@frettabladid.is Menning Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Ég held að það sé tengingin við raunveruleikann sem útskýrir vinsældir seríunnar hjá áhorfendum," segir leikstjórinn Óskar Jónasson sem þessa dagana undirbýr tökur á þriðju seríu sjónvarpsþáttanna Pressu. Pressa 3 er væntanleg í loftið í haust á Stöð 2 og er Óskar þessa dagana á fullu við æfingar en tökur hefjast í byrjun maí. „Þetta verður mikil keyrsla en tökur standa yfir í sex vikur. Sem er í raun lítill tími ef maður hugsar til þess að við erum að taka upp efni sem jafngildir þremur kvikmyndum," segir Óskar, en nýja serían samanstendur af sex þáttum. Leikarahópurinn verður sá hinn sami og í fyrri seríum en meðal leikara eru þau Sara Dögg Ásgeirsdóttir, Kjartan Guðjónsson og Þorsteinn Bachman. Óskar skrifar handritið í samstarfi við Sigurjón Kjartansson, Margréti Örnólfsdóttur og Jóhann Ævar Grímsson. Serían er framleidd af Saga Film. Blaðið Pósturinn verður áfram sögusviðið en að þessu sinni er söguhetjan Lára komin með mikinn leiða á starfi sínu sem blaðamaður þar og farin að svipast um eftir einhverju öðru að gera. Tökuliðið er að koma sér fyrir í fyrrum höfuðstöðvum DV í Brautarholti þar sem tökurnar fara fram. Söguþráðurinn að þessu sinni er gengjastríð í Breiðholti og árásir á innflytjendur. „Við höfum alltaf reynt að tengja glæpamálin í seríunni við mál sem áhorfandinn kannast við. Það gerir seríuna trúverðugri," segir Óskar en mikið er lagt upp úr því. „Við förum bæði í vettvangskannanir hjá lögreglunni og hjá ritstjórnum til að fá innsýn inn í þessar starfsstéttir. Oft gerast samt hlutir í raunveruleikanum sem við getum ómögulega endurgert í sjónvarpinu því þeir eru einfaldlega of skrýtnir."Sara Dögg Ásgeirsdóttir snýr aftur sem blaðakonan Lára.Með þriðju seríuna í bígerð er Pressa, með blaðakonunni Láru í fararbroddi, orðin ansi langlíf á skjám landsmanna. Óskar hefur ákveðnar skýringar á því. „Serían höfðar til marga sem skilja hvernig það er að blanda saman atvinnu og fjölskyldulífi, en við reynum að tengja þetta tvennt saman. Það að það sé pressa á öllum vígstöðvum er íslenskur veruleiki. Söguþráðurinn að þessu sinni fléttast í kringum eitt einstakt glæpamál í stað marga," segir Óskar og bætir við að Pressa 3 endi að þessu sinni með sprengingu. „Það er engin kjarnorkusprenging kannski en á eftir að koma mörgum áhorfendum á óvart." alfrun@frettabladid.is
Menning Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira