Fer til Hollands og nælir í BA-gráðu í sirkuslistum 12. apríl 2012 11:30 Eyrún Ævarsdóttir fékk inngöngu í sirkusnám við Codart-skólann í Rotterdam. Eyrún hefur verið meðlimur í Sirkus Íslands í þrjú ár. fréttablaðið/stefán „Fyrsta árið lærir maður allar greinar fagsins, þar á meðal að gegla og loftfimleika, en hin þrjú árin fara í það að sérhæfa sig," segir Eyrún Ævarsdóttir sem mun hefja nám í sirkuslistum við Codart-skólann í Rotterdam í haust. Eyrún leiddist inn í sirkusinn í gegnum leiklist og hefur verið meðlimur í Sirkus Íslands í þrjú ár. Hún hefur sérhæft sig í loftfimleikunum aerial silks, eða silki eins og hún kýs að kalla það, og þrisvar sinnum komið fram með Sirkusnum. „Á fyrstu sýningunni var ég trúður en síðan fór ég að einbeita mér að loftfimleikum í auknum mæli og það er nú orðið sérgreinin mín. Silki eru borðar sem hanga úr loftinu og maður vefur sig í þá, klifrar upp þá og gerir alls kyns kúnstir," útskýrir Eyrún sem útskrifast með BA-gráðu í Circus Arts að náminu loknu. Eyrún lauk námi af félagsfræðibraut Menntaskólans í Hamrahlíð um jólin og sótti um inngöngu í Codart stuttu síðar. Hún segir námsvalið ekki hafa komið foreldrum hennar á óvart enda hafi hún verið viðloðandi Sirkus Íslands í nokkur ár. Eyrún var kölluð í inntökupróf við skólann fyrir stuttu sem hún segir hafa verið langt og strangt. „Þetta voru í raun tveggja daga vinnubúðir þar sem allir umsækjendurnir unnu saman í hópum. Þetta var flest mjög venjulegt fólk og margir voru með bakgrunn í dansi og leiklist." Aðspurð segist hún vilja flytja aftur heim að náminu loknu til að leggja sitt af mörkum til að efla sirkuslistina á Íslandi. „Draumurinn er að geta nýtt námið hér heima eftir að ég klára. Mig langar að flétta saman sirkuslistum og leiklist, kannski ekki svo ólíkt því sem Vesturport hefur verið að gera, en með áhersluna á sirkus og leiklistina í aukahlutverki."sara@frettabladid.is Menning Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Fyrsta árið lærir maður allar greinar fagsins, þar á meðal að gegla og loftfimleika, en hin þrjú árin fara í það að sérhæfa sig," segir Eyrún Ævarsdóttir sem mun hefja nám í sirkuslistum við Codart-skólann í Rotterdam í haust. Eyrún leiddist inn í sirkusinn í gegnum leiklist og hefur verið meðlimur í Sirkus Íslands í þrjú ár. Hún hefur sérhæft sig í loftfimleikunum aerial silks, eða silki eins og hún kýs að kalla það, og þrisvar sinnum komið fram með Sirkusnum. „Á fyrstu sýningunni var ég trúður en síðan fór ég að einbeita mér að loftfimleikum í auknum mæli og það er nú orðið sérgreinin mín. Silki eru borðar sem hanga úr loftinu og maður vefur sig í þá, klifrar upp þá og gerir alls kyns kúnstir," útskýrir Eyrún sem útskrifast með BA-gráðu í Circus Arts að náminu loknu. Eyrún lauk námi af félagsfræðibraut Menntaskólans í Hamrahlíð um jólin og sótti um inngöngu í Codart stuttu síðar. Hún segir námsvalið ekki hafa komið foreldrum hennar á óvart enda hafi hún verið viðloðandi Sirkus Íslands í nokkur ár. Eyrún var kölluð í inntökupróf við skólann fyrir stuttu sem hún segir hafa verið langt og strangt. „Þetta voru í raun tveggja daga vinnubúðir þar sem allir umsækjendurnir unnu saman í hópum. Þetta var flest mjög venjulegt fólk og margir voru með bakgrunn í dansi og leiklist." Aðspurð segist hún vilja flytja aftur heim að náminu loknu til að leggja sitt af mörkum til að efla sirkuslistina á Íslandi. „Draumurinn er að geta nýtt námið hér heima eftir að ég klára. Mig langar að flétta saman sirkuslistum og leiklist, kannski ekki svo ólíkt því sem Vesturport hefur verið að gera, en með áhersluna á sirkus og leiklistina í aukahlutverki."sara@frettabladid.is
Menning Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira