Sögð hafa óhlýðnast vegna nektarstaðar 11. apríl 2012 06:30 Goldfinger Bæjarfulltrúar segja vef skemmtistaðarins og viðtöl við eiganda hans ásamt lögregluskýrslum hafa gefið tilefni til nánari skoðunar á staðnum áður en starfsleyfið var endurnýjað.Fréttablaðið/Heiða Þrír bæjarfulltrúar fyrrverandi meirihluta í Kópavogi átelja Guðrúnu Pálsdóttur, sem þau réðu sjálf sem bæjarstjóra sumarið 2010, vegna útgáfu starfsleyfis til skemmtistaðarins Goldfinger. Guðríður Arnardóttir úr Samfylkingu, Hjálmar Hjálmarsson úr Næst besta flokknum og Guðný Dóra Gestsdóttir frá Vinstri grænum lögðu fram fyrirspurn á fundi bæjarráðs 29. mars síðastliðinn vegna útgáfu á starfsleyfi til Goldfinger. „Óskað er eftir upplýsingum og rökstuðningi vegna ákvörðunar fyrrverandi bæjarstjóra að kalla ekki saman umsagnaraðila vegna starfsleyfis til Goldfinger þrátt fyrir að bæjarráð hafi samþykkt þetta einróma á fundi sínum," segir í bókun þremenninganna sem vitna til bókunar bæjarráðsins frá 9. desember 2010: „Bæjarráð felur bæjarstjóra að kalla saman til fundar lögbundna umsagnaraðila að málinu og að umræddir aðilar (fulltrúar sveitarstjórnar, heilbrigðiseftirlits, slökkviliðs, vinnueftirlits, byggingarfulltrúi og lögregla) vinni saman umsögn um málið." Bæjaryfirvöld eru aðeins einn umsagnaraðilanna. Það er hins vegar sýslumaður sem gefur út starfsleyfið sjálft og það fékk Goldfinger eftir að engin umsögn hafði borist frá Kópavogsbæ í febrúar í fyrra. Áður hafði lögmaður hjá bænum og lögmannsstofa sem bærinn leitaði til komist að þeirri niðurstöðu að bæjarstjórn hefði ekki lögmæta ástæðu til að leggjast gegn útgáfu leyfisins. Guðríður, Hjálmar og Guðný Dóra segjast í bókun sinni „telja ámælisvert að samþykkt bæjarráðs hafi verið virt að vettugi og leyfi hafi verið veitt án frekari umfjöllunar af kjörnum fulltrúum Kópavogsbæjar". Ástæður þess að ákveðið hafi verið í bæjarráði í desember 2010 að kalla alla umsagnaraðila um starfsleyfisveitinguna saman til fundar segja bæjarfulltrúarnir hafa verið lögregluskýrslu, viðtöl í fjölmiðlum við Ásgeir Davíðsson, eiganda Goldfinger, og vef skemmtistaðarins „þar sem konur sýna nekt sína og drykkir seldir á allt að 190.000 krónur". Bæjarfulltrúarnir þrír undirstrika að allir bæjarráðsmenn hafi staðið að samþykktinni um að kalla umsagnaraðilana saman til fundar vegna Goldfinger. „Var einhugur um að skoða frekar starfsemi staðarins og að ganga úr skugga um að ekki sé verið að gera út á nekt starfsmanna og farið sé að lögum." Fréttablaðið fékk ekki svar í gær frá Guðrúnu Pálsdóttur vegna fyrirspurnar bæjarfulltrúanna. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent Fleiri fréttir Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Sjá meira
Þrír bæjarfulltrúar fyrrverandi meirihluta í Kópavogi átelja Guðrúnu Pálsdóttur, sem þau réðu sjálf sem bæjarstjóra sumarið 2010, vegna útgáfu starfsleyfis til skemmtistaðarins Goldfinger. Guðríður Arnardóttir úr Samfylkingu, Hjálmar Hjálmarsson úr Næst besta flokknum og Guðný Dóra Gestsdóttir frá Vinstri grænum lögðu fram fyrirspurn á fundi bæjarráðs 29. mars síðastliðinn vegna útgáfu á starfsleyfi til Goldfinger. „Óskað er eftir upplýsingum og rökstuðningi vegna ákvörðunar fyrrverandi bæjarstjóra að kalla ekki saman umsagnaraðila vegna starfsleyfis til Goldfinger þrátt fyrir að bæjarráð hafi samþykkt þetta einróma á fundi sínum," segir í bókun þremenninganna sem vitna til bókunar bæjarráðsins frá 9. desember 2010: „Bæjarráð felur bæjarstjóra að kalla saman til fundar lögbundna umsagnaraðila að málinu og að umræddir aðilar (fulltrúar sveitarstjórnar, heilbrigðiseftirlits, slökkviliðs, vinnueftirlits, byggingarfulltrúi og lögregla) vinni saman umsögn um málið." Bæjaryfirvöld eru aðeins einn umsagnaraðilanna. Það er hins vegar sýslumaður sem gefur út starfsleyfið sjálft og það fékk Goldfinger eftir að engin umsögn hafði borist frá Kópavogsbæ í febrúar í fyrra. Áður hafði lögmaður hjá bænum og lögmannsstofa sem bærinn leitaði til komist að þeirri niðurstöðu að bæjarstjórn hefði ekki lögmæta ástæðu til að leggjast gegn útgáfu leyfisins. Guðríður, Hjálmar og Guðný Dóra segjast í bókun sinni „telja ámælisvert að samþykkt bæjarráðs hafi verið virt að vettugi og leyfi hafi verið veitt án frekari umfjöllunar af kjörnum fulltrúum Kópavogsbæjar". Ástæður þess að ákveðið hafi verið í bæjarráði í desember 2010 að kalla alla umsagnaraðila um starfsleyfisveitinguna saman til fundar segja bæjarfulltrúarnir hafa verið lögregluskýrslu, viðtöl í fjölmiðlum við Ásgeir Davíðsson, eiganda Goldfinger, og vef skemmtistaðarins „þar sem konur sýna nekt sína og drykkir seldir á allt að 190.000 krónur". Bæjarfulltrúarnir þrír undirstrika að allir bæjarráðsmenn hafi staðið að samþykktinni um að kalla umsagnaraðilana saman til fundar vegna Goldfinger. „Var einhugur um að skoða frekar starfsemi staðarins og að ganga úr skugga um að ekki sé verið að gera út á nekt starfsmanna og farið sé að lögum." Fréttablaðið fékk ekki svar í gær frá Guðrúnu Pálsdóttur vegna fyrirspurnar bæjarfulltrúanna. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent Fleiri fréttir Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Sjá meira