Masters 2012: Norður-Írinn lifir í "andlegri-Greg Norman“ blöðru 4. apríl 2012 22:45 Rory McIlroy. Rory McIlroy er á góðri leið með að verða einn þekktasti kylfingur heims en hann á enn töluvert í land að ná Tiger Woods í vinsældum. Hinn 22 ára Norður-Íri var í dauðafæri fyrir ári á lokadegi Mastersmótsins þar sem hann mætti til leiks í síðasta ráshóp með fjögurra högga forskot á keppinauta sína. McIlroy klúðraði lokahringnum með eftirminnilegum hætti og lék eins og meðalskussi í íþróttinni, á 80 höggum. Charl Schwartzel frá Suður-Afríku sigraði á mótinu en fæstir muna eftir því. Klúðrið hjá McIlroy stóð upp úr þegar mótið var gert upp í fjölmiðlum. McIlroy lærði af reynslunni og hann reis upp úr öskunni átta vikum síðar þegar hann sigraði með glæsibrag á Opna bandaríska meistaramótinu – og landaði þar með sínum fyrsta sigri á einu af risamótunum fjórum sem fram fara á hverju ári. McIlroy ætlar að læra af reynslunni og mun hann loka sig algjörlega frá því sem er að gerast í hinu daglega lífi á meðan Mastersmótið fer fram. Hann ætlar að búa til „andlega blöðru" sem hann mun dvelja í á meðan keppnin fer fram. McIlroy fékk góð ráð frá reyndum köppum eftir lokadaginn á Mastersmótinu fyrir ári. Þar fór fremstur í flokki „Hvíti hákarlinn" Greg Norman frá Ástralíu. Ef einhver þekkir þá tilfinningu að standa uppi með ekki neitt í höndunum eftir lokadag á risamóti þá er það Norman. Hann hefur átta sinnum á ferlinum endað í öðru sæti á stórmóti – sem er reyndar ekki met. Jack Nicklaus endaði 19 sinnum í öðru sæti og Bandaríkjamaðurinn Tom Watson deilir öðru sætinu með Norman á þessum lista. „Greg Norman hefur ávallt gefið sér tíma til þess að ráðleggja mér og hann er frábær manneskja sem vill öllum vel. Hann hafði samband við mig eftir mótið á Augusta í fyrra og gaf mér góð ráð. Eitt af þeim var að ég ætti ekki að fylgjast með því sem er að gerast fyrir utan golfvöllinn á meðan mótið fer fram. Ekki lesa blöð, horfa á sjónvarpsfréttir eða nota samskiptavefi. Ég þarf að loka mig algjörlega af og einbeita mér að golfinu og mótinu sjálfu. Ég hef verið að æfa mig í þessu og það hefur gengið vel. Norman náði góðum tökum á þessu þegar hann var á hátindi ferilsins og ég hlusta þegar hann gefur mér ráð," sagði McIlroy. Broccoli og kjúklingur í öll málRory McIlroy.Hinn 22 ára gamli Norður-Íri hefur komið með ferska vinda inn í atvinnugolfið og áhugi fjölmiðla á kylfingnum hefur stóraukist eftir að hann opinberaði samband sitt við eina bestu tenniskonu heims, Caroline Wozniacki frá Danmörku. Á undanförnum 16 mánuðum hefur McIlroy verið í samstarfi við Steve McGregor sem er einn þekktasti styrktarþjálfari Bretlands. McGregor hafði áður gjörbreytt líkamsástandi enska kylfingsins Lee Westwood sem er í þriðja sæti heimslistans. Í viðtali við bandaríska tímaritið Men's Health segir McIlroy að hann hafi öðlast meiri stöðugleika í golfsveiflunni eftir að hann hóf að taka á lóðunum af enn meiri krafti en áður. McIlroy verður seint sagður „tröll að vexti" en hann er rétt um 72 kg að þyngd og 1,80 m á hæð. Hann leikur sér að því að slá 270 metra upphafshögg en aukin högglengd var ekki það sem McIlroy vildi fá út úr styrktaræfingunum. Högglengd Norður-Írans ætti að nýtast vel á Augusta en högglangir kylfingar hafa oft haft betur en þeir sem slá styttra á þessu stórmóti. Styrktarþjálfun McIlroy hefur m.a. snúist um að fá betra jafnvægi í vöðvastyrkinn í efri hlutann en aðaláherslan var lögð á að styrkja neðri líkamshluta á borð við mjaðmir, kálfa og lærvöðva þar sem krafturinn í golfsveiflunni verður til. Líkamsfituhlutfallið hjá McIlroy hefur lækkað mikið á síðustu mánuðum og hann hefur einnig gjörbreytt matarvenjum sínum. Kjúklingur og brokkólí er aðalrétturinn hjá einum besta kylfingi heims.Einstakur kylfingur Hinn reyndi kylfingur Gary Player frá Suður-Afríku spáir því að Rory McIlroy eigi eftir að vinna fleiri stórmót en Player gerði sjálfur á löngum ferli sínum. Player sigraði alls á 9 stórmótum og þar af tvívegis á Mastersmótinu. Hinn 76 ára gamli Player hefur mikla trú á Norður-Íranum. „Þessi ungi maður hefur hæfileika. Þegar hann fer að sýna meiri stöðugleika í púttunum þá á hann eftir að vinna fleiri risamót. Það eru margir með hæfileika þarna úti, þar má nefna Charl Schwartzel og Jason Day – en Rory er einstakur," sagði Player í viðtali við breska dagblaðið Daily Mail á dögunum. Golf Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Rory McIlroy er á góðri leið með að verða einn þekktasti kylfingur heims en hann á enn töluvert í land að ná Tiger Woods í vinsældum. Hinn 22 ára Norður-Íri var í dauðafæri fyrir ári á lokadegi Mastersmótsins þar sem hann mætti til leiks í síðasta ráshóp með fjögurra högga forskot á keppinauta sína. McIlroy klúðraði lokahringnum með eftirminnilegum hætti og lék eins og meðalskussi í íþróttinni, á 80 höggum. Charl Schwartzel frá Suður-Afríku sigraði á mótinu en fæstir muna eftir því. Klúðrið hjá McIlroy stóð upp úr þegar mótið var gert upp í fjölmiðlum. McIlroy lærði af reynslunni og hann reis upp úr öskunni átta vikum síðar þegar hann sigraði með glæsibrag á Opna bandaríska meistaramótinu – og landaði þar með sínum fyrsta sigri á einu af risamótunum fjórum sem fram fara á hverju ári. McIlroy ætlar að læra af reynslunni og mun hann loka sig algjörlega frá því sem er að gerast í hinu daglega lífi á meðan Mastersmótið fer fram. Hann ætlar að búa til „andlega blöðru" sem hann mun dvelja í á meðan keppnin fer fram. McIlroy fékk góð ráð frá reyndum köppum eftir lokadaginn á Mastersmótinu fyrir ári. Þar fór fremstur í flokki „Hvíti hákarlinn" Greg Norman frá Ástralíu. Ef einhver þekkir þá tilfinningu að standa uppi með ekki neitt í höndunum eftir lokadag á risamóti þá er það Norman. Hann hefur átta sinnum á ferlinum endað í öðru sæti á stórmóti – sem er reyndar ekki met. Jack Nicklaus endaði 19 sinnum í öðru sæti og Bandaríkjamaðurinn Tom Watson deilir öðru sætinu með Norman á þessum lista. „Greg Norman hefur ávallt gefið sér tíma til þess að ráðleggja mér og hann er frábær manneskja sem vill öllum vel. Hann hafði samband við mig eftir mótið á Augusta í fyrra og gaf mér góð ráð. Eitt af þeim var að ég ætti ekki að fylgjast með því sem er að gerast fyrir utan golfvöllinn á meðan mótið fer fram. Ekki lesa blöð, horfa á sjónvarpsfréttir eða nota samskiptavefi. Ég þarf að loka mig algjörlega af og einbeita mér að golfinu og mótinu sjálfu. Ég hef verið að æfa mig í þessu og það hefur gengið vel. Norman náði góðum tökum á þessu þegar hann var á hátindi ferilsins og ég hlusta þegar hann gefur mér ráð," sagði McIlroy. Broccoli og kjúklingur í öll málRory McIlroy.Hinn 22 ára gamli Norður-Íri hefur komið með ferska vinda inn í atvinnugolfið og áhugi fjölmiðla á kylfingnum hefur stóraukist eftir að hann opinberaði samband sitt við eina bestu tenniskonu heims, Caroline Wozniacki frá Danmörku. Á undanförnum 16 mánuðum hefur McIlroy verið í samstarfi við Steve McGregor sem er einn þekktasti styrktarþjálfari Bretlands. McGregor hafði áður gjörbreytt líkamsástandi enska kylfingsins Lee Westwood sem er í þriðja sæti heimslistans. Í viðtali við bandaríska tímaritið Men's Health segir McIlroy að hann hafi öðlast meiri stöðugleika í golfsveiflunni eftir að hann hóf að taka á lóðunum af enn meiri krafti en áður. McIlroy verður seint sagður „tröll að vexti" en hann er rétt um 72 kg að þyngd og 1,80 m á hæð. Hann leikur sér að því að slá 270 metra upphafshögg en aukin högglengd var ekki það sem McIlroy vildi fá út úr styrktaræfingunum. Högglengd Norður-Írans ætti að nýtast vel á Augusta en högglangir kylfingar hafa oft haft betur en þeir sem slá styttra á þessu stórmóti. Styrktarþjálfun McIlroy hefur m.a. snúist um að fá betra jafnvægi í vöðvastyrkinn í efri hlutann en aðaláherslan var lögð á að styrkja neðri líkamshluta á borð við mjaðmir, kálfa og lærvöðva þar sem krafturinn í golfsveiflunni verður til. Líkamsfituhlutfallið hjá McIlroy hefur lækkað mikið á síðustu mánuðum og hann hefur einnig gjörbreytt matarvenjum sínum. Kjúklingur og brokkólí er aðalrétturinn hjá einum besta kylfingi heims.Einstakur kylfingur Hinn reyndi kylfingur Gary Player frá Suður-Afríku spáir því að Rory McIlroy eigi eftir að vinna fleiri stórmót en Player gerði sjálfur á löngum ferli sínum. Player sigraði alls á 9 stórmótum og þar af tvívegis á Mastersmótinu. Hinn 76 ára gamli Player hefur mikla trú á Norður-Íranum. „Þessi ungi maður hefur hæfileika. Þegar hann fer að sýna meiri stöðugleika í púttunum þá á hann eftir að vinna fleiri risamót. Það eru margir með hæfileika þarna úti, þar má nefna Charl Schwartzel og Jason Day – en Rory er einstakur," sagði Player í viðtali við breska dagblaðið Daily Mail á dögunum.
Golf Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira