Vonandi fyrst til að vinna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. mars 2012 07:45 Margrét og þjálfarinn. Margrét Lára Viðarsdóttir sést hér ásamt Bernd Schröder, þjálfara Potsdam, sem hún segir að hafi trú á sér. Mynd/NordicPhotos/Bongarts Margrét Lára Viðarsdóttir komst í gær í undanúrslit Meistaradeildarinnar með þýska liðinu Turbine Potsdam. Margrét Lára spilaði sinn fyrsta leik eftir meiðsli og vill ekki tjá sig um umdeild ummæli þjálfara síns hjá Potsdam. Það lítur allt miklu betur út hjá landsliðskonunni Margréti Láru Viðarsdóttur eftir erfiðar vikur upp á síðkastið þar sem meiðsli hennar tóku sig upp aftur. Þjálfarinn missti sig í fjölmiðlum og Margét missti bæði af landsleikjum og leikjum Potsdam. Margrét Lára spilaði sinn fyrsta leik eftir meiðslin í gær þegar hún kom inn á sem varamaður í 3-0 útisigri á rússneska liðinu Rossiyanka í seinni leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar en Turbine Potsdam vann samanlagt 5-0. Gott að komast inn á völlinn„Þetta er bara frábært að við erum komnar áfram. Við spiluðum mjög vel í báðum þessum leikjum og í raun átti þetta rússneska lið aldrei möguleika. Nú bíða Evrópumeistarar Lyon í undanúrslitunum," segir Margrét Lára sem var ánægð með leikinn. „Mér gekk bara vel. Ég var að finna mig vel og fékk einhverjar tuttugu mínútur. Það var gott að komast inn á völlinn aftur því ég er búin að vera svolítið frá. Það er alltaf erfitt að koma inn á og fá smá spilatíma. Vonandi get ég haldið áfram að standa mig og meiðslin verði til friðs," segir Margrét Lára. „Þetta er svolítið undir meiðslunum komið. Þetta lítur betur út. Ég er búin að vera í hópnum í síðustu tveimur leikjum og þetta er allt að koma. Ef við náum að stjórna álaginu á mér þá er þetta hægt og mér eru þá allir vegir færir," segir Margrét Lára. Karlinn hefur trú á mérBernd Schröder, þjálfari hennar hjá þýska liðinu, var mjög óánægður með ástandið á landsliðsframherjanum eftir að hún meiddist og hélt því fram að það virtist ekki vera hefð fyrir því að æfa á Íslandi. „Ég hef ekkert um það mál að segja. Ég er bara hérna til að æfa og spila og ætla bara að halda áfram að einbeita mér að því," segir Margrét Lára en er Schröder nokkuð leiðinlegur við hana? „Hann er fínn karlinn. Það eru gerðar kröfur hér en ég veit að hann hefur mikla trú á mér og ég fer með það með mér í hvern leik og á hverja æfingu. Svo vonum við bara að meiðslin séu til friðs og ég geti farið að spila fleiri mínútur með hverjum leik. Það eru öðruvísi áherslur hér en maður er vanur en ég held að það sé bjart fram undan. Við erum að berjast um titla á öllum vígstöðvum og þetta er bara gaman," segir Margrét Lára. „Ég var á rosalega góðu róli í undirbúningsleikjunum og það gekk rosalega vel. Ég held að ég hafi verið markahæsti leikmaður liðsins á undirbúningstímabilinu. Maður missir samt alltaf spilaform og annað þegar maður spilar ekki í tvær til þrjár vikur. Það er eitthvað sem ég get vonandi unnið í næstu daga og vikur. Ef þeir eru tilbúnir að stjórna álaginu á mér þá hef ég engar áhyggjur," segir Margrét. Þurfa að æfa eins og meistarar„Það er mikið eftir og eins og þjálfarinn segir þá þurfum við að æfa eins og meistarar á hverjum degi og vinna fyrir þessu," segir Margrét Lára en hún varð í gær fyrsta íslenska knattspyrnukonan sem kemst svona langt. „Ég er stolt af því og vonandi get ég líka orðið fyrst til að vinna Meistaradeildina," segir Margrét Lára. Turbine Potsdam mætir næst Essen í þýsku deildinni. „Það er búið að vera mikið álag á mannskapnum og það er spurning hvort það fái ekki einhver ný andlit að spreyta sig á sunnudaginn. Það væri gaman," segir Margrét Lára að lokum. Þýski boltinn Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Fleiri fréttir Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Sjá meira
Margrét Lára Viðarsdóttir komst í gær í undanúrslit Meistaradeildarinnar með þýska liðinu Turbine Potsdam. Margrét Lára spilaði sinn fyrsta leik eftir meiðsli og vill ekki tjá sig um umdeild ummæli þjálfara síns hjá Potsdam. Það lítur allt miklu betur út hjá landsliðskonunni Margréti Láru Viðarsdóttur eftir erfiðar vikur upp á síðkastið þar sem meiðsli hennar tóku sig upp aftur. Þjálfarinn missti sig í fjölmiðlum og Margét missti bæði af landsleikjum og leikjum Potsdam. Margrét Lára spilaði sinn fyrsta leik eftir meiðslin í gær þegar hún kom inn á sem varamaður í 3-0 útisigri á rússneska liðinu Rossiyanka í seinni leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar en Turbine Potsdam vann samanlagt 5-0. Gott að komast inn á völlinn„Þetta er bara frábært að við erum komnar áfram. Við spiluðum mjög vel í báðum þessum leikjum og í raun átti þetta rússneska lið aldrei möguleika. Nú bíða Evrópumeistarar Lyon í undanúrslitunum," segir Margrét Lára sem var ánægð með leikinn. „Mér gekk bara vel. Ég var að finna mig vel og fékk einhverjar tuttugu mínútur. Það var gott að komast inn á völlinn aftur því ég er búin að vera svolítið frá. Það er alltaf erfitt að koma inn á og fá smá spilatíma. Vonandi get ég haldið áfram að standa mig og meiðslin verði til friðs," segir Margrét Lára. „Þetta er svolítið undir meiðslunum komið. Þetta lítur betur út. Ég er búin að vera í hópnum í síðustu tveimur leikjum og þetta er allt að koma. Ef við náum að stjórna álaginu á mér þá er þetta hægt og mér eru þá allir vegir færir," segir Margrét Lára. Karlinn hefur trú á mérBernd Schröder, þjálfari hennar hjá þýska liðinu, var mjög óánægður með ástandið á landsliðsframherjanum eftir að hún meiddist og hélt því fram að það virtist ekki vera hefð fyrir því að æfa á Íslandi. „Ég hef ekkert um það mál að segja. Ég er bara hérna til að æfa og spila og ætla bara að halda áfram að einbeita mér að því," segir Margrét Lára en er Schröder nokkuð leiðinlegur við hana? „Hann er fínn karlinn. Það eru gerðar kröfur hér en ég veit að hann hefur mikla trú á mér og ég fer með það með mér í hvern leik og á hverja æfingu. Svo vonum við bara að meiðslin séu til friðs og ég geti farið að spila fleiri mínútur með hverjum leik. Það eru öðruvísi áherslur hér en maður er vanur en ég held að það sé bjart fram undan. Við erum að berjast um titla á öllum vígstöðvum og þetta er bara gaman," segir Margrét Lára. „Ég var á rosalega góðu róli í undirbúningsleikjunum og það gekk rosalega vel. Ég held að ég hafi verið markahæsti leikmaður liðsins á undirbúningstímabilinu. Maður missir samt alltaf spilaform og annað þegar maður spilar ekki í tvær til þrjár vikur. Það er eitthvað sem ég get vonandi unnið í næstu daga og vikur. Ef þeir eru tilbúnir að stjórna álaginu á mér þá hef ég engar áhyggjur," segir Margrét. Þurfa að æfa eins og meistarar„Það er mikið eftir og eins og þjálfarinn segir þá þurfum við að æfa eins og meistarar á hverjum degi og vinna fyrir þessu," segir Margrét Lára en hún varð í gær fyrsta íslenska knattspyrnukonan sem kemst svona langt. „Ég er stolt af því og vonandi get ég líka orðið fyrst til að vinna Meistaradeildina," segir Margrét Lára. Turbine Potsdam mætir næst Essen í þýsku deildinni. „Það er búið að vera mikið álag á mannskapnum og það er spurning hvort það fái ekki einhver ný andlit að spreyta sig á sunnudaginn. Það væri gaman," segir Margrét Lára að lokum.
Þýski boltinn Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Fleiri fréttir Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Sjá meira