Hámarks miskabætur verði fimmfaldaðar 21. mars 2012 07:30 Frumvarp Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra vonast til þess að mikil sátt verði um frumvarp um hækkun bótafjárhæða á Alþingi.Fréttablaðið/gva Hámarksbætur sem ríkið greiðir fyrir líkamstjón verða tvöfaldaðar og hámarksbætur fyrir miska verða fimmfaldaðar nái frumvarp Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra fram að ganga. Samkvæmt frumvarpinu, sem samþykkt var á fundi ríkisstjórnarinnar í gær, munu hámarksbætur fyrir líkamstjón verða 5 milljónir króna, en hámarksbætur fyrir miska 3 milljónir króna, segir Ögmundur. „Það er gríðarlegt réttlætismál að hækka þessar upphæðir og jafna á milli þessara flokka," segir Ögmundur. Hann bendir á að miskabætur séu greiddar fórnarlömbum í kynferðisbrotamálum. Hingað til hafi ríkið aðeins greitt fórnarlömbunum 600 þúsund krónur að hámarki, en bætur umfram þá upphæð hafi fórnarlömbin þurft að sækja beint til brotamannanna. „Við erum að rétta hlut fórnarlambanna, þetta er mikið framfaraskref og jafnréttismál," segir Ögmundur. Spurður hvers vegna bótafjárhæðirnar séu ekki þær sömu í báðum flokkum segir Ögmundur: „Miski getur orðið að varanlegu líkamlegu tjóni, og þá gæti viðkomandi fallið í þann flokkinn." Skammtímaskaði geti, til dæmis í kynferðisbrotamálum, orðið að langtímaskaða, og geti því fallið í þann flokk þegar komi að bótum. Til að draga úr kostnaði vegna þessara breytinga verður hætt að greiða bætur fyrir minni háttar varanlegan miska, þegar metin örorka nær ekki 15 prósentum, segir Ögmundur. Heildarkostnaður við allar breytingarnar er talinn nema um 10 milljónum króna á ári. - bj Fréttir Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Hámarksbætur sem ríkið greiðir fyrir líkamstjón verða tvöfaldaðar og hámarksbætur fyrir miska verða fimmfaldaðar nái frumvarp Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra fram að ganga. Samkvæmt frumvarpinu, sem samþykkt var á fundi ríkisstjórnarinnar í gær, munu hámarksbætur fyrir líkamstjón verða 5 milljónir króna, en hámarksbætur fyrir miska 3 milljónir króna, segir Ögmundur. „Það er gríðarlegt réttlætismál að hækka þessar upphæðir og jafna á milli þessara flokka," segir Ögmundur. Hann bendir á að miskabætur séu greiddar fórnarlömbum í kynferðisbrotamálum. Hingað til hafi ríkið aðeins greitt fórnarlömbunum 600 þúsund krónur að hámarki, en bætur umfram þá upphæð hafi fórnarlömbin þurft að sækja beint til brotamannanna. „Við erum að rétta hlut fórnarlambanna, þetta er mikið framfaraskref og jafnréttismál," segir Ögmundur. Spurður hvers vegna bótafjárhæðirnar séu ekki þær sömu í báðum flokkum segir Ögmundur: „Miski getur orðið að varanlegu líkamlegu tjóni, og þá gæti viðkomandi fallið í þann flokkinn." Skammtímaskaði geti, til dæmis í kynferðisbrotamálum, orðið að langtímaskaða, og geti því fallið í þann flokk þegar komi að bótum. Til að draga úr kostnaði vegna þessara breytinga verður hætt að greiða bætur fyrir minni háttar varanlegan miska, þegar metin örorka nær ekki 15 prósentum, segir Ögmundur. Heildarkostnaður við allar breytingarnar er talinn nema um 10 milljónum króna á ári. - bj
Fréttir Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira