Hobbitinn heitir eftir eigandanum sjálfum 20. mars 2012 08:00 Einar fékk viðurnefnið Hobbitinn þegar hann var til sjós. „Ég held að þeir séu varla að fara að setja sig í samband við mann einhvers staðar í afdölum á Íslandi sem er hvort sem er farið á hausinn," segir Einar Magnús Gunnlaugsson, eigandi söluskálans Hobbitans í Ólafsvík. Vísir.is sagði frá því í síðustu viku að eigandi kráarinnar The Hobbit í Southampton á Englandi breytti nafni staðarins eftir að hafa verið hótað málssókn af fyrirtækinu Saul Zaentz í Kaliforníu. Saul Zaentz á réttinn að helstu verkum rithöfundarins JRR Tolkien sem samdi meðal annars Hobbitann og Hringadróttinssögu. Einar kveðst einmitt hafa séð fréttina um krána í Southampton. „Menn hafa verið að gera grín að þessu. Okkur finnst þetta hálfkjánalegt bara. Þeir hafa ekki sett sig í samband við okkur og á meðan þeir gera það ekki þá er ég alveg rólegur," segir vertinn í Hobbitanum alveg afslappaður yfir málinu. Söluskáli hefur verið í húsinu þar sem Hobbitinn er í meira en þrjá áratugi að sögn Einars. Nafninu var hins vegar breytt í Hobbitann fyrir um fimm og hálfu ári. „Þetta kemur í raun Hobbitanum ekkert við – þannig. Ég fékk þetta sem gælunafn á mig til sjós. Af því að ég var minnstur í áhöfninni og feitlaga, hálfsköllóttur og með stóra fætur þá kallaði kokkurinn á bátnum sem ég var á mig Hobbitann. Svo festist það við mig," segir Einar sem kveður reyndar lítið lagt upp úr ævintýraheimi hobbita á staðnum hans. „Við erum með brauðsamlokur sem heita Héraðsfleki og Álfafleki. Svo erum við með Fróðafleka en það er nú bara tekið héðan úr Fróðárhreppi." Hobbitinn er við höfnina í Ólafsvík. Einar segir slangur af ferðamönnum hafa sótt staðinn í vetur. Stemningin sé „svona úti á landi" eins og hann lýsir. „Lógóið okkar er reyndar karl í hobbitagalla. Ferðafólkinu finnst sport að standa fyrir utan og láta taka mynd af sér. Þeir koma hér inn og fá sér að borða og finnst þetta forvitnilegt og fyndið – sérstaklega þegar þeir sjá mig." gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Heilsu páfans hrakar skyndilega Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Fleiri fréttir Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Sjá meira
„Ég held að þeir séu varla að fara að setja sig í samband við mann einhvers staðar í afdölum á Íslandi sem er hvort sem er farið á hausinn," segir Einar Magnús Gunnlaugsson, eigandi söluskálans Hobbitans í Ólafsvík. Vísir.is sagði frá því í síðustu viku að eigandi kráarinnar The Hobbit í Southampton á Englandi breytti nafni staðarins eftir að hafa verið hótað málssókn af fyrirtækinu Saul Zaentz í Kaliforníu. Saul Zaentz á réttinn að helstu verkum rithöfundarins JRR Tolkien sem samdi meðal annars Hobbitann og Hringadróttinssögu. Einar kveðst einmitt hafa séð fréttina um krána í Southampton. „Menn hafa verið að gera grín að þessu. Okkur finnst þetta hálfkjánalegt bara. Þeir hafa ekki sett sig í samband við okkur og á meðan þeir gera það ekki þá er ég alveg rólegur," segir vertinn í Hobbitanum alveg afslappaður yfir málinu. Söluskáli hefur verið í húsinu þar sem Hobbitinn er í meira en þrjá áratugi að sögn Einars. Nafninu var hins vegar breytt í Hobbitann fyrir um fimm og hálfu ári. „Þetta kemur í raun Hobbitanum ekkert við – þannig. Ég fékk þetta sem gælunafn á mig til sjós. Af því að ég var minnstur í áhöfninni og feitlaga, hálfsköllóttur og með stóra fætur þá kallaði kokkurinn á bátnum sem ég var á mig Hobbitann. Svo festist það við mig," segir Einar sem kveður reyndar lítið lagt upp úr ævintýraheimi hobbita á staðnum hans. „Við erum með brauðsamlokur sem heita Héraðsfleki og Álfafleki. Svo erum við með Fróðafleka en það er nú bara tekið héðan úr Fróðárhreppi." Hobbitinn er við höfnina í Ólafsvík. Einar segir slangur af ferðamönnum hafa sótt staðinn í vetur. Stemningin sé „svona úti á landi" eins og hann lýsir. „Lógóið okkar er reyndar karl í hobbitagalla. Ferðafólkinu finnst sport að standa fyrir utan og láta taka mynd af sér. Þeir koma hér inn og fá sér að borða og finnst þetta forvitnilegt og fyndið – sérstaklega þegar þeir sjá mig." gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Heilsu páfans hrakar skyndilega Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Fleiri fréttir Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Sjá meira