Fleiri gerðir húsnæðislána í boði en áður 20. mars 2012 07:00 s Valkostum húsnæðiskaupenda á lánamarkaði hefur fjölgað með tilkomu óverðtryggðra fasteignalána. Til margs ber að líta þegar lánagerð er valin en væntingar um verðbólgu og vexti eru lykilatriði. Fréttablaðið gerði stuttan samanburð á verðtryggðum og óverðtryggðum fastvaxtalánum. Eftir að viðskiptabankarnir hófu að bjóða óverðtryggð húsnæðislán standa húsnæðiskaupendum nú til boða bæði verðtryggð og óverðtryggð lán, ýmist með föstum eða breytilegum vöxtum, auk blandaðra lána. Upp á síðkastið hafa vinsælustu lánagerðirnar verið óverðtryggð fastvaxtalán og klassísk verðtryggð húsnæðislán. Hjá Íbúðalánasjóði eru enn einungis verðtryggð lán í boði en sjóðurinn áformar að byrja að bjóða óverðtryggð lán á síðari hluta þessa árs. Stóru viðskiptabankarnir þrír auk MP banka bjóða hins vegar óverðtryggð lán, þar af allir utan MP banka lán með föstum vöxtum til ýmist þriggja eða fimm ára en svo með endurskoðunarákvæði. Hjá stóru bönkunum þremur hefur meirihluti og jafnvel mikill meirihluti lántakenda kosið að taka óverðtryggð lán. Undanfarið hafa fastvaxtalánin verið vinsælust en lán með breytilegum vöxtum hafa einnig verið vinsæl, til dæmis hjá Íslandsbanka þar sem þau bjóðast með 5,4% vöxtum fyrst. Fréttablaðið ræddi við Jón Finnbogason, aðstoðarframkvæmdastjóra viðskiptabankasviðs hjá Íslandsbanka, um hvað almennt ber að hafa í huga þegar húsnæðislán er tekið. Jón segir engan einn valkost bestan þegar tegund af íbúðaláni er valin. Til margs beri að líta og val hvers og eins eigi að velta á þolgæði gagnvart áhættu, væntingum um þróun verðbólgu og vaxta og svo framvegis. Spurður út í muninn á verðtryggðum lánum og óverðtryggðum fastvaxtalánum leggur hann áherslu á að hvor tegund fyrir sig hafi ákveðna kosti. Í tilfelli verðtryggðu lánanna bætist verðbætur við höfuðstól lánsins en í tilfelli óverðtryggðra lána þurfi í raun að staðgreiða verðbæturnar þótt vextirnir geti verið fastir til fyrstu áranna. Greiðslubyrði óverðtryggðra lána er af þessum sökum þyngri en greiðslubyrði verðtryggðra lána fyrstu ár lánsins hið minnsta. Hins vegar er eignamyndun hraðari en ella. Þá bendir Jón á að til lengri tíma litið séu tengsl milli verðbólgu og markaðsvaxta nokkur. Verði verðbólga því talsverð fyrstu ár lánsins sé líklegt að vextir í boði á markaði hækki. Óverðtryggða fastvaxtalánið kann því að líta út fyrir að vera hagstæðara fyrstu árin á meðan verðbætur leggjast á verðtryggða lánið. Það geti hins vegar snúist við síðar ef vextir óverðtryggða lánsins hækka snarlega við endurskoðun þess. Því má stilla dæminu upp þannig að velja þurfi á milli þess annars vegar að greiða aðeins meira á mánuði og taka á sig þá áhættu að fá lakari vexti eftir nokkur ár en að sjá í staðinn höfuðstólinn lækka jafnt og þétt. Og hins vegar þess að greiða nokkru minna á mánuði, þurfa ekki að hafa áhyggjur af þróun vaxta en þurfa á móti að sætta sig við mun hægari eignamyndun. Loks segir Jón að síðustu misseri hafi kannski verið talað verr um verðtryggð lán en þau eigi skilið. Slík lán henti vel til langtímafjármögnunar þar sem áhætta sé í raun jöfnuð yfir tíma. Óverðtryggðu lánin geti verið hagstæðari en lántakar verði þá að vera búnir undir meiri sveiflur í greiðslubyrði. Í töflum sem fylgja þessari umfjöllun má sjá einfalt dæmi blaðamanns um samanburð á annars vegar verðtryggðu og hins vegar óverðtryggðu fastvaxtaláni sem hefur endurskoðunarákvæði eftir fimm ár. Taka má fram að viðtalið við Jón Finnbogason er ekki tekið með hliðsjón af þessu dæmi heldur fjallar það almennt um fasteignalán. Fréttir Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Valkostum húsnæðiskaupenda á lánamarkaði hefur fjölgað með tilkomu óverðtryggðra fasteignalána. Til margs ber að líta þegar lánagerð er valin en væntingar um verðbólgu og vexti eru lykilatriði. Fréttablaðið gerði stuttan samanburð á verðtryggðum og óverðtryggðum fastvaxtalánum. Eftir að viðskiptabankarnir hófu að bjóða óverðtryggð húsnæðislán standa húsnæðiskaupendum nú til boða bæði verðtryggð og óverðtryggð lán, ýmist með föstum eða breytilegum vöxtum, auk blandaðra lána. Upp á síðkastið hafa vinsælustu lánagerðirnar verið óverðtryggð fastvaxtalán og klassísk verðtryggð húsnæðislán. Hjá Íbúðalánasjóði eru enn einungis verðtryggð lán í boði en sjóðurinn áformar að byrja að bjóða óverðtryggð lán á síðari hluta þessa árs. Stóru viðskiptabankarnir þrír auk MP banka bjóða hins vegar óverðtryggð lán, þar af allir utan MP banka lán með föstum vöxtum til ýmist þriggja eða fimm ára en svo með endurskoðunarákvæði. Hjá stóru bönkunum þremur hefur meirihluti og jafnvel mikill meirihluti lántakenda kosið að taka óverðtryggð lán. Undanfarið hafa fastvaxtalánin verið vinsælust en lán með breytilegum vöxtum hafa einnig verið vinsæl, til dæmis hjá Íslandsbanka þar sem þau bjóðast með 5,4% vöxtum fyrst. Fréttablaðið ræddi við Jón Finnbogason, aðstoðarframkvæmdastjóra viðskiptabankasviðs hjá Íslandsbanka, um hvað almennt ber að hafa í huga þegar húsnæðislán er tekið. Jón segir engan einn valkost bestan þegar tegund af íbúðaláni er valin. Til margs beri að líta og val hvers og eins eigi að velta á þolgæði gagnvart áhættu, væntingum um þróun verðbólgu og vaxta og svo framvegis. Spurður út í muninn á verðtryggðum lánum og óverðtryggðum fastvaxtalánum leggur hann áherslu á að hvor tegund fyrir sig hafi ákveðna kosti. Í tilfelli verðtryggðu lánanna bætist verðbætur við höfuðstól lánsins en í tilfelli óverðtryggðra lána þurfi í raun að staðgreiða verðbæturnar þótt vextirnir geti verið fastir til fyrstu áranna. Greiðslubyrði óverðtryggðra lána er af þessum sökum þyngri en greiðslubyrði verðtryggðra lána fyrstu ár lánsins hið minnsta. Hins vegar er eignamyndun hraðari en ella. Þá bendir Jón á að til lengri tíma litið séu tengsl milli verðbólgu og markaðsvaxta nokkur. Verði verðbólga því talsverð fyrstu ár lánsins sé líklegt að vextir í boði á markaði hækki. Óverðtryggða fastvaxtalánið kann því að líta út fyrir að vera hagstæðara fyrstu árin á meðan verðbætur leggjast á verðtryggða lánið. Það geti hins vegar snúist við síðar ef vextir óverðtryggða lánsins hækka snarlega við endurskoðun þess. Því má stilla dæminu upp þannig að velja þurfi á milli þess annars vegar að greiða aðeins meira á mánuði og taka á sig þá áhættu að fá lakari vexti eftir nokkur ár en að sjá í staðinn höfuðstólinn lækka jafnt og þétt. Og hins vegar þess að greiða nokkru minna á mánuði, þurfa ekki að hafa áhyggjur af þróun vaxta en þurfa á móti að sætta sig við mun hægari eignamyndun. Loks segir Jón að síðustu misseri hafi kannski verið talað verr um verðtryggð lán en þau eigi skilið. Slík lán henti vel til langtímafjármögnunar þar sem áhætta sé í raun jöfnuð yfir tíma. Óverðtryggðu lánin geti verið hagstæðari en lántakar verði þá að vera búnir undir meiri sveiflur í greiðslubyrði. Í töflum sem fylgja þessari umfjöllun má sjá einfalt dæmi blaðamanns um samanburð á annars vegar verðtryggðu og hins vegar óverðtryggðu fastvaxtaláni sem hefur endurskoðunarákvæði eftir fimm ár. Taka má fram að viðtalið við Jón Finnbogason er ekki tekið með hliðsjón af þessu dæmi heldur fjallar það almennt um fasteignalán.
Fréttir Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira