Línurnar fyrir komandi haust voru lagðar á nýyfirstöðnum tískuvikum. Þar mátti sjá margar fallegar flíkur og fylgihluti og greina yfirvofandi tískustrauma. Víða mátti sjá munstraðar flíkur, og þá sér í lagi blóma- og austurlensk munstur, líkt og hjá hönnuðunum Jason Wu og Proenza Schouler. Víðar leðurbuxur voru einnig áberandi og mátti sjá fyrirsætur klæðast slíku á sýningum Topshop Unique, Gucci og Derek Lam.
Aðrir tískustraumar sem búast má við að verði áberandi næsta haust eru útvíðar buxur, loðkragar og sterkir bláir litir.
Smellið á myndina til að fletta myndasafninu.

