Keppnisskapið skilaði sér inn í hönnunina 7. mars 2012 07:00 Lukka „Svona er það þegar maður eyðir öllum vinnudeginum saman, þá kvikna allskonar hugmyndir," segir Elsa Nielsen grafískur hönnuður sem hannaði klukkuna Lukku ásamt Þorbjörgu Helgu Ólafsdóttur. Hönnunin vann til verðlauna í umbúðarsamkeppni á vegum prentsmiðjunnar Odda og Félagi íslenskra teiknara og hlutu þær 150.000 króna inneign í prentsmiðjunni að launum. Elsa og Þorbjörg starfa báðar sem grafískir hönnuðir á auglýsingastofunni Ennemm þar sem hugmyndin að klukkunni kviknaði. Lukka nefnist klukkan sem er úr umhverfisvænum pappa og lítur út eins og lítill pappakassi sem eigandinn setur sjálfur saman ásamt klukkuverki og litaspjöldum í mörgum litum. „Okkur langaði að hanna umbúðir sem væru jafnframt varan sjálf en ég verð að gefa manninum mínum Páli Ásgeiri Guðmundssyni hrós en það var hann sem stakk upp á því að við hönnuðum klukku," segir Elsa en klukkan hefur vakið mikla athygli þrátt fyrir að vera ekki komin í framleiðslu ennþá. „Við höfum verið að fá fyrirspurnir og margir sem vilja til dæmis athuga með fermingargjafir. Við erum mjög ánægðar með sigurinn og stoltar." Elsa Nielsen er helst þekkt fyrir að hafa látið til sín taka á badmintonvellinum þar sem hún er margfaldur Íslandsmeistari en hún er langt frá því að vera búin að leggja spaðann á hilluna. „Ég er ennþá að spila með gamla genginu enda hálf ofvirk og á erfitt með að hætta. Ég er með mikið keppnisskap og ætli það hafi ekki skilað sér inn í hönnunarheiminn líka." áp Mest lesið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
„Svona er það þegar maður eyðir öllum vinnudeginum saman, þá kvikna allskonar hugmyndir," segir Elsa Nielsen grafískur hönnuður sem hannaði klukkuna Lukku ásamt Þorbjörgu Helgu Ólafsdóttur. Hönnunin vann til verðlauna í umbúðarsamkeppni á vegum prentsmiðjunnar Odda og Félagi íslenskra teiknara og hlutu þær 150.000 króna inneign í prentsmiðjunni að launum. Elsa og Þorbjörg starfa báðar sem grafískir hönnuðir á auglýsingastofunni Ennemm þar sem hugmyndin að klukkunni kviknaði. Lukka nefnist klukkan sem er úr umhverfisvænum pappa og lítur út eins og lítill pappakassi sem eigandinn setur sjálfur saman ásamt klukkuverki og litaspjöldum í mörgum litum. „Okkur langaði að hanna umbúðir sem væru jafnframt varan sjálf en ég verð að gefa manninum mínum Páli Ásgeiri Guðmundssyni hrós en það var hann sem stakk upp á því að við hönnuðum klukku," segir Elsa en klukkan hefur vakið mikla athygli þrátt fyrir að vera ekki komin í framleiðslu ennþá. „Við höfum verið að fá fyrirspurnir og margir sem vilja til dæmis athuga með fermingargjafir. Við erum mjög ánægðar með sigurinn og stoltar." Elsa Nielsen er helst þekkt fyrir að hafa látið til sín taka á badmintonvellinum þar sem hún er margfaldur Íslandsmeistari en hún er langt frá því að vera búin að leggja spaðann á hilluna. „Ég er ennþá að spila með gamla genginu enda hálf ofvirk og á erfitt með að hætta. Ég er með mikið keppnisskap og ætli það hafi ekki skilað sér inn í hönnunarheiminn líka." áp
Mest lesið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira