Dansa Shakespeare 1. mars 2012 11:00 Íslenska hreyfiþróunasamsteypan skoðar húmor í verkum Shakespeare í nýjasta verki sínu Úps! „Við tökum heilu senurnar úr leikritum Shakespeare og dönsum þær," segir Ragnheiður Bjarnason einn flytenda dansverksins Úps!, sem ætlað er að fanga gamanleikrit leikritaskáldsins William Shakespeare. Verkið er síðasti hluti þríleiks Íslensku hreyfiþróunarsamsteypunnar sem byggður er á verkum skáldsins. Úps! verður frumsýnt í Tjarnarbíói í kvöld, fimmtudag, og sýnt fram til sunnudagsins 11. mars. Í fyrsta verkinu var einblínt á harmleiki Shakespeare en í öðru verkinu konungasögurnar. Ragnheiður segir Úps! í raun rannsókn á því hvort að það sem þótti fyndið á dögum Shakespeare eigi erindi við nútímamanninn, öldum síðar. „Allt sem okkur finnst fyndið er mjög líkamlegt. Við tökum ákveðnar senur sem okkur finnst góðar eða fyndnar og reynum að skila þeim til áhorfenda. Samhliða er þetta því í raun rannsókn á því hvort að það sem virkaði fyrr á tímum eigi erindi við fólk í dag. Þá sjáum við hvort að við erum raunverulega að finna eitthvað nýtt upp eða hvort húmorinn gangi í hringi," segir Ragnheiður. Íslenska Hreyfiþróunarsamsteypan hefur starfað frá árinu 2005 en hópinn skipa dansarar, danshöfundar og leiklistarfræðingar. Að þessu sinni hefur hópurinn fengið í lið með sér Víking Heiðar Kristjánsson sem leikstýrir verkinu, Hannes Óla Ágústsson leikara og Gísli Galdur Þorgeirsson sér um tónlist. Menning Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Við tökum heilu senurnar úr leikritum Shakespeare og dönsum þær," segir Ragnheiður Bjarnason einn flytenda dansverksins Úps!, sem ætlað er að fanga gamanleikrit leikritaskáldsins William Shakespeare. Verkið er síðasti hluti þríleiks Íslensku hreyfiþróunarsamsteypunnar sem byggður er á verkum skáldsins. Úps! verður frumsýnt í Tjarnarbíói í kvöld, fimmtudag, og sýnt fram til sunnudagsins 11. mars. Í fyrsta verkinu var einblínt á harmleiki Shakespeare en í öðru verkinu konungasögurnar. Ragnheiður segir Úps! í raun rannsókn á því hvort að það sem þótti fyndið á dögum Shakespeare eigi erindi við nútímamanninn, öldum síðar. „Allt sem okkur finnst fyndið er mjög líkamlegt. Við tökum ákveðnar senur sem okkur finnst góðar eða fyndnar og reynum að skila þeim til áhorfenda. Samhliða er þetta því í raun rannsókn á því hvort að það sem virkaði fyrr á tímum eigi erindi við fólk í dag. Þá sjáum við hvort að við erum raunverulega að finna eitthvað nýtt upp eða hvort húmorinn gangi í hringi," segir Ragnheiður. Íslenska Hreyfiþróunarsamsteypan hefur starfað frá árinu 2005 en hópinn skipa dansarar, danshöfundar og leiklistarfræðingar. Að þessu sinni hefur hópurinn fengið í lið með sér Víking Heiðar Kristjánsson sem leikstýrir verkinu, Hannes Óla Ágústsson leikara og Gísli Galdur Þorgeirsson sér um tónlist.
Menning Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira