Framsókn hissa á fjárnámsfrétt 23. febrúar 2012 06:00 Framsóknarhúsið Framsóknarflokkurinn undrast ummæli framkvæmdastjóra JCDecaux.Fréttablaðið/valli Viðræður hafa staðið yfir milli Framsóknar í Reykjavík og forsvarsmanna fyrirtækisins JCDecaux, sem á og rekur strætóskýli borgarinnar, um uppgjör skuldamáls þeirra. Þess vegna segir lögmaður flokksfélagsins frétt Fréttablaðsins í gær af árangurslausu fjárnámi hjá flokknum koma „verulega á óvart". Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem lögmaðurinn Snorri Sturluson hefur sent fjölmiðlum. Þar segist hann jafnframt hissa á ummælum framkvæmdastjóra JCDecaux í Fréttablaðinu, í ljósi þess að unnið hafi verið að lausn málsins. Framkvæmdastjórinn Einar Hermannsson sagðist í Fréttablaðinu í gær ekki vera búinn að ákveða sig hvort hann mundi krefjast þess að Framsókn í Reykjavík yrði tekin til gjaldþrotaskipta, eins og hægt er að gera innan þriggja vikna frá árangurslausu fjárnámi. Deilan snýst um skuld vegna auglýsinga í strætóskýlum fyrir alþingiskosningarnar 2009. JCDecaux telur Framsókn skulda sér 3,6 milljónir en flokksfélagið telur að þáverandi kosningastjóri þess, Hallur Magnússon, hafi gert munnlegt samkomulag um mun lægri greiðslu. Héraðsdómur hefur dæmt JCDecaux í vil í málinu. Snorri segir að „meint skuld" verði greidd upp þegar samningar liggi fyrir eða Hæstiréttur hafi kveðið upp lokaorð í málinu. Hrólfur Ölvisson, framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins, segir að flokksfélagið í Reykjavík eigi sama og engar eignir, en komi til þess að greiða þurfi skuldina verði það mál leyst. - sh Fréttir Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Viðræður hafa staðið yfir milli Framsóknar í Reykjavík og forsvarsmanna fyrirtækisins JCDecaux, sem á og rekur strætóskýli borgarinnar, um uppgjör skuldamáls þeirra. Þess vegna segir lögmaður flokksfélagsins frétt Fréttablaðsins í gær af árangurslausu fjárnámi hjá flokknum koma „verulega á óvart". Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem lögmaðurinn Snorri Sturluson hefur sent fjölmiðlum. Þar segist hann jafnframt hissa á ummælum framkvæmdastjóra JCDecaux í Fréttablaðinu, í ljósi þess að unnið hafi verið að lausn málsins. Framkvæmdastjórinn Einar Hermannsson sagðist í Fréttablaðinu í gær ekki vera búinn að ákveða sig hvort hann mundi krefjast þess að Framsókn í Reykjavík yrði tekin til gjaldþrotaskipta, eins og hægt er að gera innan þriggja vikna frá árangurslausu fjárnámi. Deilan snýst um skuld vegna auglýsinga í strætóskýlum fyrir alþingiskosningarnar 2009. JCDecaux telur Framsókn skulda sér 3,6 milljónir en flokksfélagið telur að þáverandi kosningastjóri þess, Hallur Magnússon, hafi gert munnlegt samkomulag um mun lægri greiðslu. Héraðsdómur hefur dæmt JCDecaux í vil í málinu. Snorri segir að „meint skuld" verði greidd upp þegar samningar liggi fyrir eða Hæstiréttur hafi kveðið upp lokaorð í málinu. Hrólfur Ölvisson, framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins, segir að flokksfélagið í Reykjavík eigi sama og engar eignir, en komi til þess að greiða þurfi skuldina verði það mál leyst. - sh
Fréttir Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira