Hótar að fara fram á gjaldþrot Framsóknar 22. febrúar 2012 07:00 Skulda Kosningabarátta Framsóknarflokksins fyrir alþingiskosningarnar 2009 hefur getið af sér tvö dómsmál.Fréttablaðið/valli Sýslumaðurinn í Reykjavík gerði árangurslaust fjárnám hjá Framsóknarflokknum í Reykjavík á mánudaginn fyrir viku að kröfu JCDecaux á Íslandi, sem á og rekur velflest strætóskýli í Reykjavík. Flokkurinn birti auglýsingar í strætóskýlunum fyrir alþingiskosningarnar 2009 og skuldaði fyrirtækinu vegna þess 2,3 milljónir króna. Sú skuld stendur nú í 3,6 milljónum. Eftir fjárnámið árangurslausa hefur JCDecaux þrjár vikur til að fara fram á að flokksfélagið verði tekið til gjaldþrotaskipta. Framkvæmdastjórinn, Einar Hermannsson, segist ekki vera búinn að ákveða hvort hann grípi til þess úrræðis. „Ég er nú talsmaður samninga en það er náttúrulega ekki hægt að láta þá komast upp með þetta," segir Einar. Flokkurinn hefur gert ágreining um skuldina og málið fór alla leið fyrir héraðsdóm sem dæmdi JCDecaux í vil. Framsóknarflokkurinn boðaði að málinu yrði vísað til Hæstaréttar en í millitíðinni ákvað fyrirtækið að verða sér úti um tryggingu fyrir greiðslunni með fjárnámi. Þegar til kastanna kom mætti enginn frá Framsóknarflokknum til að vera viðstaddur fjárnámsgerðina hjá sýslumanni og því var það lýst árangurslaust. „Þeir eru búnir að tapa málinu í héraði og ber að greiða þessa skuld," segir Einar, sem furðar sig á vinnubrögðum stjórnmálaflokksins. „Ég er mjög hissa á að flokkurinn skuli láta þetta fara þessa leið," segir hann. Deilan er við flokksfélagið í Reykjavík en Einar útilokar ekki að reyna að sækja að æðri stofnunum. „Ég veit ekki hvernig regnhlífin virkar – hvort Framsóknarflokkurinn ber ábyrgð á þeim – en það er klárlega eitthvað sem við munum kanna." Þetta er í annað sinn á þessu ári – hið minnsta – sem gert er árangurslaust fjárnám hjá Framsóknarflokknum. Í janúar gerði Sýslumaðurinn í Reykjavík fjárnám sem reyndist árangurslaust hjá flokknum sjálfum, en ekki Reykjavíkurfélaginu eins og í tilfelli JCDecaux, að kröfu þrotabús auglýsingastofunnar Góðs fólks. Þar var einnig um að ræða vinnu við kosningaherferðina árið 2009 og sú tveggja milljóna króna krafa fór líka fyrir dóm þar sem flokkurinn taldi að stofan hefði verðlagt vinnu sína of hátt. Skuldin fékkst ekki greidd fyrr en eftir fjárnámið árangurslausa. stigur@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Sjá meira
Sýslumaðurinn í Reykjavík gerði árangurslaust fjárnám hjá Framsóknarflokknum í Reykjavík á mánudaginn fyrir viku að kröfu JCDecaux á Íslandi, sem á og rekur velflest strætóskýli í Reykjavík. Flokkurinn birti auglýsingar í strætóskýlunum fyrir alþingiskosningarnar 2009 og skuldaði fyrirtækinu vegna þess 2,3 milljónir króna. Sú skuld stendur nú í 3,6 milljónum. Eftir fjárnámið árangurslausa hefur JCDecaux þrjár vikur til að fara fram á að flokksfélagið verði tekið til gjaldþrotaskipta. Framkvæmdastjórinn, Einar Hermannsson, segist ekki vera búinn að ákveða hvort hann grípi til þess úrræðis. „Ég er nú talsmaður samninga en það er náttúrulega ekki hægt að láta þá komast upp með þetta," segir Einar. Flokkurinn hefur gert ágreining um skuldina og málið fór alla leið fyrir héraðsdóm sem dæmdi JCDecaux í vil. Framsóknarflokkurinn boðaði að málinu yrði vísað til Hæstaréttar en í millitíðinni ákvað fyrirtækið að verða sér úti um tryggingu fyrir greiðslunni með fjárnámi. Þegar til kastanna kom mætti enginn frá Framsóknarflokknum til að vera viðstaddur fjárnámsgerðina hjá sýslumanni og því var það lýst árangurslaust. „Þeir eru búnir að tapa málinu í héraði og ber að greiða þessa skuld," segir Einar, sem furðar sig á vinnubrögðum stjórnmálaflokksins. „Ég er mjög hissa á að flokkurinn skuli láta þetta fara þessa leið," segir hann. Deilan er við flokksfélagið í Reykjavík en Einar útilokar ekki að reyna að sækja að æðri stofnunum. „Ég veit ekki hvernig regnhlífin virkar – hvort Framsóknarflokkurinn ber ábyrgð á þeim – en það er klárlega eitthvað sem við munum kanna." Þetta er í annað sinn á þessu ári – hið minnsta – sem gert er árangurslaust fjárnám hjá Framsóknarflokknum. Í janúar gerði Sýslumaðurinn í Reykjavík fjárnám sem reyndist árangurslaust hjá flokknum sjálfum, en ekki Reykjavíkurfélaginu eins og í tilfelli JCDecaux, að kröfu þrotabús auglýsingastofunnar Góðs fólks. Þar var einnig um að ræða vinnu við kosningaherferðina árið 2009 og sú tveggja milljóna króna krafa fór líka fyrir dóm þar sem flokkurinn taldi að stofan hefði verðlagt vinnu sína of hátt. Skuldin fékkst ekki greidd fyrr en eftir fjárnámið árangurslausa. stigur@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Sjá meira